Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 70

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 70
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR Hf V 38 Áhrif lýsisríks faeðis á lifun tilraunadýra eftir lungna- bólgu með Klebsiella pneumoniae Valtýr Stefánsson Thors1, Auður Þórisdóttir1, Helga Erlendsdóttir2, Ingibjörg Harðardóttir1, Ingólfur Einarsson3, Sigurður Guðmundsson4, Eggert Gunn- arsson5, Ásgeir Haraldsson13 'Læknadeild HÍ, 2sýklarannsóknadeild Landspítala Hringbraut, 'Barnaspítali Hringsins, Landspítala Hringbraut, 'landlækniscmbættiö, 'Tilraunastöö HÍ í meina- fræöi að Keldum Netfang: asgeir@rsp,is Inngangur: Lýsisríkt fæði hefur verndandi áhrif á tilraunadýr, sem sýkt eru í vöðva með Klebsiella pneumoniae. Ekki er að fullu ljóst á hvern hátt lýsið virkar í slíkum tilraunum. Líklegt er talið, að virkn- in tengist áhrifum ómega-3 fitusýra í lýsinu á ónæmissvar dýranna við sýkingunum. Áhrif lýsisins ættu því að fást fram óháð íkomustað sýkingarinnar. í tilraunum okkar nú var því metið, hvort áhrifin sem fengust fram við sýkingu í vöðva mætti einnig fá fram í tilraunadýr- um, sem sýkt eru í lungu. Efniviður og aðferðin Sextíu NMRI mýs voru fóðraðar á lýsissríku (30 mýs) eða kornolíuríku fæði (30 mýs) í sex vikur. Mýsnar voru því næst sýktar með Klebsiella pneumoniae í lungu. Fylgst var með lifun músanna. Kaplan-Meier log rank test var notað við tölfræðiút- reikninga Niðurstöður: Lifun músa, sem fengið höfðu lýsisríkt fæði, var mark- tækt betri samanborið við mýs, sem aldar voru á kornolíubættu fæði (p=0,0001og 0,0013). Ályktanir: Ýmsar rannsóknir hafa bent til að lýsi hafi áhrif á ónæm- issvörun líkamans. Bent hefur verið á, að lýsi dragi úr einkennum ýmissa sjálfnæmissjúkdóma. Enn er þó óljóst, hvar lýsið virkar á ó- næmissvarið. Því hefur verið haldið fram, að lýsi sé vægt ónæmis- bælandi og dragi þannig úr ónæmissvari dýranna. Niðurstöður okkar nú sýna fram á aukna lifun músa, sem aldar hafa verið á lýsisbættu fæði og sýktar eru í lungu. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og áður hafa fengist eftir sýkingar í vöðva. Niðurstöð- urnar benda því til, að jákvæð áhrif fáist fram, óháð íkomustað sýk- inganna. Þessar niðurstöður renna stoðum undir þá kenningu að lýsi virki á almennt ónæmissvar líkamans. V 39 Öryggi og ónæmisvekjandi eiginleikar tveggja 11 -gildra prótíntengdra bóluefna gegn peumókokkum, F3 og F3bis, í heil- brigðum íslenskum börnum Sigurveig Þ. Sigurðardóttir , Gunnhildur Ingólfsdóttir1, Þórólfur Guðna- son2, Sveinn Kjartansson2, Katrín Davíðsdóttir4, Karl G. Kristinsson3, Mansour Yaich5, Odile Leroy5, Ingileif Jónsdóttir1 'Ónæmifræöideild, 2barnadeild og 'sýklarannsóknadeild Landspítala Hringbraut, ‘barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, ’Aventis Pasteur, Frakklandi Netfang: veiga@rsp.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að meta eftir frumbólusetn- ingu öryggi og ónæmisvekjandi eiginleika tveggja 11-gildra prótín- tengdra bóluefna gegn pneumókokkum, F3 og F3bis (hjúpgerðir 1,3,4, 5,6B, 7F, 9V, 14,18C, 19F og 23F, tengdar við tetanus og/eða diphtheria toxoíð) og hvort tvö burðarprótín fyrir lítt ónæmisvekjandi hjúperðir það er hjúpgerð 6B 9V, 18C og 23F myndu bæta ónæmissvarið. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað fjörutíu og sex heilbrigð ung- börn voru bólusett samtímis og þau fengu DTP/PRP-T/IPV við þriggja, fjögurra og sex mánaða aldur. Foreldrar skráðu aukaverk- anir í fimm daga eftir bólusetningu. Onæmissvar var metið með sér- tæku IgG (ELISA) við þriggja og sjö mánaða aldur. Niðurstöður: Bóluefnin voru álíka örugg og ollu marktækt minni staðbundnum aukaverkunum en bóluefni gefin á sama tíma í hitt lærið. Almennar aukaverkanir voru skráðar í F3/F3bis hópnum hjá 89% / 88% barnanna eftir fyrsta skammt, 66% / 64% eftir annan skammt og 84% / 85% eftir þriðja skammt. Hiti >38°C var skráður hjá 30% / 31 %, 19% / 29% og 58% / 66% barnanna. Bæði bóluefn- in ræstu marktækt mótefnasvar gegn öllum hjúpgerðunum sem mældist í pg/mL (% >1,0 pglmL) fyrir F3 / F3bis; hjúpgerð 1: 2,65 (92%) / 2,15 (85%); 3:4,05 (97%) / 3,51 (95%), 4:4,17 (99%) / 3,72 (88%); 5:1,86 (78%) /1,67 (63%); 6B: 0,87 (47%) / 0,98 (47%), 7F: 3,76 (97%) / 4,02 (95%); 9V: 1,96 (85%) / 1,68 (77%); 14: 2,83 (84%) / 2,32 (69%); 18C: 1,91 (81%) / 1,96 (82%); 19F: 6,22 (95%) / 4,03 (80%); og 23F: 1,43 (63%) /1,2 (60%). Ályktanir: Bæði bóluefnin voru örugg og ónæmisvekjandi. Ekki var marktækur munur á ónæmissvari en F3 vakti heldur hærra mótefnasvar fyrir flestar hjúpgerðirnar. Tvö burðarprótín fyrir lítt ónæmisvekjandi hjúpgerðir pneumókokka í F3bis bætti ekki frum- svar gegn þessum hjúpgerðum. V 40 Viðbrögð þorsks (Gadus morhua L.) við sýkingu með bakteríunni kýlaveikibróður, Aeromonas salmonicida undirteg- und achromogenes Bergljót Magnadóttir, Slavko Bambir, Siguröur Helgason, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir Tilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: bergmagn@hi.is Inngangur: Þorskurinn er ein af undirstöðufisktegundum veiðisant- félaga við Norður-Atlantshafið. Eldi á þorski er víða á tilraunastig'’ til dæmis hér á landi. í því samhengi hafa rannsóknir á ónæmiskerh þorsks og viðbrögðum hans við sýkingu og bólusetningu verið gerð- ar að Keldum. Efniviður og aðferðir: Árs gamall þorskur, meðalþyngd 42 g, alls 98 fiskar, var alinn við 9°C í tveimur kerjum. í öðru kerinu voru 49 fiskar sprautaðir í kviðarhol og í hinu jafnmargir fiskar sprautaðir i vöðva. Fiskarnir (sjö í hópi) voru sprautaðir með mismunand'- magni af bakteríunni Aeromonas salmonicida undirtegund achromogenis (Asa, 0-6,5x10’ colony forming units, CFU). Fylgst var með afföllum í 28 daga og LDsn skammtur reiknaður ÚL það er sá fjöldi baktería (CFU), sem drepur 50% af fiskinum. Sjá- anleg merki um sýkingu voru skráð og sýking af völdum Asa stað fest með endurræktun bakteríunnar úr nýra, milta eða lifur. Ýnns líffæra- og vefjasýni voru tekin í vefjameinafræðilega rannsókn (T blóðsýni (sermi) voru tekin úr fiskum, sem lifðu af sýkinguna. Niðurstöður: Sýkingarleið bakteríunnar hafði umtalsverð áhril a niðurstöður. Afföll voru hægari og í heild lægri og LDs> skamm'111 var mun hærri þegar bakteríunni var sprautað í kviðarhol (44-9* CFU) en þegar henni var sprautað í vöðva (200 CFU). SýkingarL'11 hafði minni áhrif á meinafræðileg viðbrögð hinna ýmsu líffæra og a vessabundna ónæmisþætti. í upphafi afmörk eríuþyrpingar, sem á síðari stigum leiddi til Ennfremur sáust blæðingar og vefjadrep í ý...------- sérvirkt mótefnasvar greindist í sermi en ósérvirkt mótefnasvar. dæmis mótefni gegn TNP-BSA, var hærra í sýktum fiski en ósýK' um. Rauðfrumuleysandi virkni sermis, sem gæti verið vegl1‘ komplementþátta styttra ferlisins, var lægra í sýktum fiski en ósý um og lækkaði með hækkandi bakteríuskammti. uðu bólgufrumur rw^ myndunar bólguhnú'a- mcnm líffípriim. Ekker' 70 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.