Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 74

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 74
I ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ V 50 Tíðni úrfellingar á C4A geninu hjá íslenskum SLE sjúk- lingum. Greining með LR-PCR Helga Kristjánsdóttir, Kristján Steinsson Rannsóknastofan í gigtsjúkdómum, Landspítal Hringbraut Netfang: helgak@rsp.is Markmið: Að greina erfðafræðilegan grunn C4A prótínskorts (C4AQ0) í SLE sjúklingum og meta hlutfall úrfellingar á C4A gen- inu í C4AQ0. Inngangur: Með prótínrafdrætti höfum við áður greint C4A prótínskort hjá 50% íslenskra SLE sjúklinga. Greining á C4AQ0 byggir á styrkleika banda í prótínrafdrætti þar sem einstaklingar arfblendnir fyrir C4AQ0 sýna veikara band. Slíkt mat getur leitt til vangreiningar á C4AQ0 hjá arfblendnum. Erfðafræðilegur grunnur C4A skorts er breytilegur, en úrfelling á C4A geninu er fyrir hendi hjá allt að 2/3 hvítra SLE sjúklinga með C4AQ0. Úrfellingin finnst í tengslum við MHC setröðina HLA-B8- C4AQ0-C4B1-HLA-DR3. Vegna mikillar samsvörunar C4A og C4B genanna (99%) geta hefðbundnar PCR aðferðir ekki greint C4A úrfellinguna. Við höf- um notað langdræga PCR aðferð til að greina úrfellinguna hjá arf- blendum og arfhreinum einstaklingum. Efniviður og aðferðir: Sjötíu oig fjórir SLE sjúklingar, 52 einstök til- felli, 22 sjúklingar úr íslenskum fjölskyldum með ættlægan SLE sjúkdóm og 102 fyrstu gráðu ættingjar. Beitt var LR-PCR aðferð til greiningar á úrfellingu á C4A geninu. Aðferðin byggir á tveimur LR-PCR hvörfum, einu sértæku fyrir úrfellingu á C4A geninu og einu sértæku fyrir ekki-úrfellingu . Niðurstöður: Úrfelling á C4A geninu er erfðafræðilegur grunnur C4AQ0 hjá allt að 2/3 íslenskra SLE sjúklinga. Greining á MHC setröðum á fjölskylduefnivið sýnir að fimm mismunandi MHC setraðir bera úrfellingu á C4A geninu: 1. klassíska C4A úrfellingar- setröðin B8-C4AQ0-C4B1-DR3 og fjórar afleiður hennar, 2. B8- C4AQ0-C4B1-DR5, 3. B8-C4AQ0-C4B1-DR7, 4. B8-C4AQ0- C4B1-DR10 og 5. B7-C4AQ0-C4B1 -DR3. Nokkrir einstaklingar sem áður höfðu verið greindir með eðlilegan C4A prótínstatus, reyndust vera arfblendnir fyrir úrfellingu á C4A geninu. Ályktanir: LR-PCR hefur staðfest úrfellingu á C4A geninu fyrir hendi í C4AQ0 hjá allt að 2/3 íslenskra SLE sjúklinga. Úrfellingin finnst í tenglsum við fimm MHC setraðir. Aðferðin sýnir að með prótínrafdrætti er hætt við vanmati á C4AQ0 þar sem erfitt getur verið að greina einstaklinga sem eru arfblendir fyrir C4AQ0. V 51 Erfðir langlífis á íslandi Hjalti Guðmundsson, Daníel F. Guðbjartsson, Augustine Kong, Hákon Guðbjartsson, Mike Frigge, Jeffrey R. Gulcher, Kári Stefánsson íslensk erfðagreining Netfang: hjaltig@decode.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort langlífi erfist. Efniviður og aöferðir: Rannsóknarhópurinn samanstendur af ein- staklingum sem fæddir voru milli 1870 og 1900 og lifðu lengur en 95% jafnaldra þeirra. Petta var alls 1531 einstaklingur, 770 konur eldri en 96 ára og 761 karl eldri en 94 ára. Að fengnu samþykki Vís- indasiðanefndar og Tölvunefndar var ættfræðigrunnur notaður til að bera saman innbyrðis skyldleika langlífra einstaklinga við inn- 74 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 byrðis skyldleika viðmiðunarhópa sem fundnir voru úr ættfræði- grunni. Borinn var saman lágmarksfjöldi ættfeðra/-mæðra, sem rannsókn- arhópur getur rakið ættir sínar til við lágmarksfjölda ættfeðra/- mæðra sem viðmiðunarhópar geta rakið ættir sínar til. Innbyrðis skyldleiki rannsóknarhópsins var einnig metinn með skyldleika- stuðli (kinship coefficient) og hlutfallsleg áhætta fyrir ættingja (relalive risk) var reiknuð. Niðurstöður: Lágmarksfjöldi ættfeðra/-mæðra langlífa hópsins var marktækt minni en lágmarksfjöldi ættfeðra/-mæðra viðmiðunar- hópanna. Skyldleikastuðull fyrir rannsóknarhópinn var l,0xl0J en 0,83x104 fyrir viðmiðunarhóp (SD 2,93x10'’, P<0,001). Hlutfallsleg áhætta fyrir systkini var 1,8 og 1,7 fyrir foreldra. Ályktanir: Langlífi er flókið fyrirbæri þar sem umhverfis- og erfða- þættir hafa breytileg áhrif á mismunandi tímabilum ævinnar. Með því að leggja til grundvallar ættfræðiupplýsingar heillar þjóðar höf- um við sýnt að langlífi liggur sterklega í ættum. í sumum þessara ætta eru margar kynslóðir langlífra einstaklinga en það bendir til að félagslegir og efnahagslegir þættir hafi ekki afgerandi áhrif. Niður- stöður okkar sýna því að erfðaþættir stuðli að langlífi. V 52 Litningakort byggt á arfgerð 12 502 íslendinga Guðrún Margrét Jónsdóttir', Daníel Fannar Guðbjartsson12 Kristján Jónasson1, Guðmar Þorleifsson', Augustine Kong'3 ’deCode Genetics, Reykjavík, 'Instilutc of Statistics and Decision Sciences, Duke University, Durham NC, ’Dpt of Human Genetics, University of Chicago, Chicag0* USA Netfang: garun@decode.is Inngangur: Nauðsynleg forsenda meingenaleitar með tengslagrein- inu er að til staðar sé áreiðanlegt lilningakort yfir staðsetningu þeirra erfðamarka sem notuð eru. í íslenskri erfðagreiningu (ÍE) höfum við arfgerðargreint yfir 20 000 íslendinga og höfum við not- að hluta þess efnis til að setja saman litningakort. Petta litningakor1 er því byggt á arfgerð umtalsvert fleiri einstaklinga en önnur birt kort. Efniviður og aðferðir: Við samsetningu litningakortsins var notast við tvö forrit; Crimap og Allegro. Hið síðarnefnda er forrit til tengslagreiningar þróað í íslenskri erfðagreiningu. Bæði þessi forri* ákvarða innbyrðis afstöðu erfðamarkanna með því að lágrnarka þann fjölda litningavíxla sem er nauðsynlegur til að útskýra arfgerð irnar. Auk innbyrðis raða einstakra erfðamarka, ákvörðuðum 'ú erfðafræðilegar fjarlægðir milli þeirra. Við beittum þessum aðferð um á arfgerð 12 502 skyldra íslendinga og til samanburðar á arfger® CEPH fjölskyldna. CEPH fjölskyldurnar liggja til grundvall3* Marshfield litningakortinu. Niðurstöður og ályktanir: Hinn mikli fjöldi arfgerðargreindra eU1 staklinga gaf okkur kost á nákvæmari staðsetningu erfðamarka lU áður var mögulegt. Samanburður við önnur birt litningakort gafu kynna nokkur staðbundin frávik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.