Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 40
I ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ Ályktanir: Fólk með tiltölulega lága MBL-þéttni virðist frekar fá kransæðastíflu en fólk með háan MBL-styrk. Ástæðan gæti verið sú að einstaklingar með lágt MBL fái frekar þrálátar sýkingar ef völd- um C. pneumoniae eða annarra örvera sem binda MBL. Talið er að MBL-þéttni þurfi að vera um 500ng/ml til þess að geta bundist ör- verum að því marki að komplement virkist in vitro. Hugsanlegt er að hærri MBL-þéttni þurfi in vivo. E 49 Örvun MAP-kínasa í æðaþelsfrumum Haraldur Halldórsson, Frank R. Verheijen, Guðmundur Þorgeirsson Rannsóknarstofa í lyfjafræði, lyflækningadeild Landspítala Hringbraut Netfang: gudmth@rsp.is Inngangur: MAP-kínasar miðla ýmsum boðum frá úthimnuviðtök- um til umfrymis og kjarna þar sem þeir virkja meðal annars ýmsa umritunarþætti og hafa þannig áhrif á fjölgun, sérhæfingu og dauða. Best þekkta boðleiðin frá úthimnuviðtaka til MAP-kínasa er örvun ERK eftir meðhöndlun með vaxtarþáttum sem bindast týrósínkínasa-viðtökum. Örvun JNK og p38 og boðleiðir frá öðrum viðtökum eru að mestu óþekktar. Einnig virðast boðleiðirnar mjög háðar frumugerð og sérhæfingu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hlutverk arakídónsýru og afleiða hennar sem og hliðar- virkni eða transactíveringu í örvun MAP-kínasa í æðaþelsfrumum. Eíniviður og aðferðir: Æðaþelsfrumur voru ræktaðar úr bláæðum naflastrengja og þegar samfelldu gróðurlagi var náð voru frumurn- ar meðhöndlaðar með ýmsum áverkunarefnum og stundum einnig með hindrum ákveðinna boðleiða. Eftir rafdrátt var virkjun MAP- kínasa metin með mótefnum sem greina fosfóraða MAP-kínasa. Niðurstöðun Eftir meðhöndlun frumnanna með MAFP, sem hindr- ar cPLA2, varð hindrun á fosfórun allra MAP-kínasanna eftir örv- un með histamíni, trombíni, EGF (epidermal growth factor) eða TPA (örvar protín kínasa C, PKC). Meðhöndlun með arakídónsýru gaf litla svörun og ýmsar afleiður arakídónsýru hafa gefið lítil eða engin svör. Thyrphostin 1978 sem hindrar fosfórun EGF-viðtakans hafði engin áhrif á örvun MAP-kínasa með öðrum áverkunarefnum en EGF. Ályktanir: Öll áreiti sem örva MAP-kínasa í æðaþelsfrumum eru háð virkni cPLA2 en ekki er ljóst hvaða myndefni hans miðla boð- unum. Hliðarvirkjun eða transactívering EGF-viðtaka virðist ekki koma við sögu. Þátttaka PKC og týrósínkínasa er mismunandi eftir áreiti. E 50 Dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma er aukin á meðal kvenna sem greinst hafa með háþrýstingssjúkdóm í með- göngu Gerður A. Árnadóttir, ReynirTómas Geirsson, Lilja S. Jónsdóttir, Reynir Arngrímsson Kvennadeild Landspítala Hringbraut, Hjartavernd, erfðalæknisíræði HÍ Netfang: reynirar@hi.is Inngangur: Tilgáta um tengsl milli háþrýstingssjúkdóms í með- göngu og hjarta- og æðasjúkdóma síðar á ævinni var sett fram og prófuð. Efniviöur og aðferðir: Á árunum 1931-1947 fæddu 7453 konur á Landspítalanum og af þeim reyndust 325 hafa háþrýstingssjúkdóm í meðgöngu (bþ>140/90; eftir 20. viku meðgöngu). Öll tilfellin voru flokkuð eftir alvarleika í hækkaðan blóðþrýsting, hækkaðan blóð- þrýsting með prótíni í þvagi (meðgöngueitrun) eða hækkaðan blóðþrýsting og fæðingarkrampa. Valdar voru konur sem fæddu næst á undan eða eftir tilfellinu sem viðmið og höfðu þær hvorki haft hækkaðan blóðþrýsting i meðgöngu, prótín í þvagi eða fæðing- arkrampa. I viðmiðunarhóp völdust 629 konur sem voru jafngaml- ar og áttu jafn mörg börn fyrir meðgöngu. Upplýsingar um hvort konurnar voru á lífi eða látnar fengust hjá Hagstofunni. Dánar- vottorð, krufningarskýrslur og sjúkraskýrslur kvennanna voru yfir- farnar og dánarorsök skráð. Lifun var reiknuð frá meðgönguári. Hlutfallsleg áhætta og 95% vikmörk voru notuð til að bera saman hópana. Niðurstöður: Meðaleftirfylgnitími var 38 ár fyrir tilfelli og 44 ár í samanburðarhópnum. Heildardánarhlutfall kvenna sem fengið höfðu háþrýstingssjúkdóm í meðgöngu var 60% og 52% hjá við- miðum (RR 1,13; CI 0,91-1,42). Dánarorsök mátti rekja til kransæðasjúkdóms í tæpum helmingi tilfella hjá konum með sögu um háþrýstingssjúkdóm í meðgöngu en 28% í samanburðarhópi (RR 1,45; CI 1,02-2,05; p<0,04), en engan marktækan mun var að finna á krabbameini (RR 1,07; CI 0,74-1,55). Dánartíðni vegna heilaæðasjúkdóms var 16% hjá tilfellum en 12% í samanburðar- hópi (RR 1,29; CI 0,78-2,12). Hækkaður blóðþrýstingur í kjölfar meðgöngunar (síðar á ævinni) hafði greinst hjá 40% kvenna með sögu um háþrýstiningssjúkdóm í mcðgöngu en aðeins 9% tilfella í viðmiðunarhópi (RR 4,24; CI 2,75-6,52; p<0,0001). Heildardánar- tíðni fyrir 65 ára aldur var 50% hærri hjá konum í tilfellahópi en í viðmiðunarhópi. Ályktanir: Aukin tíðni er á hækkuðum blóðþrýstingi og dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóms er hækkuð hjá konum með sögu um háþrýstingssjúkdóm í meðgöngu. Að meðaltali eru ævilíkur þessara kvenna styttar um fimm til sjö ár. Mikilvægt er að konur sem veikj- ast af háum blóðþrýstingi í meðgöngu fái viðeigandi ráðgjöf og eft- irlit til að minnka líkur á veikindum síðar á ævinni. E 51 Forspárgildi gigtarþáttar og reykinga í nýbyrjaðri iktsýki Valdís Manfreðsdóttir1, Þóra Víkingsdóttir1, Helgi Valdimarsson', Þorbjörn Jónsson’, Árni Jón Geirsson2, Arnór Víkingsson ’Rannsóknarstofa Háskólans í ónæmisfræði, ’gigtarskor Landspítala Hringbraut Netfang: arnor@rsp.is Inngangur: Iktsýki einkennist af langvinnum fjölliðabólgum sem í mörgum tilvikum leiðir til liðskemmda, örorku og dregur jafnvel úr lífslíkum. Vaxandi áhersla er lögð á að greina sem fyrst þá sjúklinga sem hafa verri sjúkdómshorfur svo að hægt sé að meðhöndla þá kröftuglega. Góða mælikvarða til að spá fyrir um sjúkdómshorfur hefur hins vegar vantað, ekki síst vegna þess að flestar rannsóknirn- ar hafa verið afturskyggnar eða þversniðsrannsóknir gerðar á sjúk- lingum með Iangtgenginn sjúkdóm. Tilgangur þessarar framvirku rannsóknar var að greina þætti við upphaf meðferðar sem hefðu forspárgildi fyrir illvígari sjúkdómi. Efniviður og aðferðir: Nýgreindir sjúklingar með samhverfar fjöl- liðabólgur komu í skoðun á göngudeild Landspítala Hringbraut þar sem atriði úr sjúkrasögu, heilsufarssögu og skoðun voru skráð og framkvæmt nákvæmt liðamat. Gigtarþáttur var mældur með ísótýpu sértækri ELISU og röntgenmyndir af höndum og fótum voru teknar til að meta liðskemmdir. Rannsóknin er framskyggn og komu þátttakendur til mats við greiningu sjúkdóms og síðan sex, 12 og 24 mánuðum eftir upphaf meðferðar. 40 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.