Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 73
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I
V 47 Virkni hvítfrumna úr þorski í rækt
Sigríður Guðmundsdóttir, Bergljót Magnadóttir
Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum
Netfang: siggag@hi.is
Inngangur: Verið er að leita aðferða til að meta hvítfrumur úr
þorski og mæla virkni þeirra í rækt. Þegar hafa verið gerðar tilraun-
ir með upptöku geislamerkts thymidins, MTT-litun, aðskilnað með
segulmerktum mótefnum (MACS) og skoðun í frumuflæðisjá
(FACS). Hér eru kynntar niðurstöður af tvennum toga, það er
notkun flúrljómandi litarefna frá fyrirtækinu Molecular Probes (-
Leiden, Hollandi) til að meta magn kjarnsýra í frumum og öndun-
arsprett átfrumna.
Efniviður og aðferðir: Hvítfrumur voru einangraðar úr blóði og
nýrnavef á ósamfelldum Percoll stigli. Litað var með CyQUANT og
lesið af við 485 nm (excitation) með 535 nm sem viðmiðun (em-
ission). Metið var samhengi flúrljómunar og frumutalningar.
Niðurstöður: Samhengið var línulegt (innan tiltekinna marka) og
endurteknar mælingar gáfu lágt staðalfrávik. Ræktir örvaðar með
mítógenum sýndu marktækar breytingar frá viðmiðunarræktum.
Hlutfall frumna úr blóði og nýra sem festist á ræktunarbakka var
misjafnt eftir einstaklingum og reyndist vera á bilinu 1/5-1/2 af
heildarfjölda. Athyglisvert er, að í þeim hópi varð frumufjölgun,
sem er andstætt því sem búast má við í sambærilegum ræktum úr
spendýrum.
Öndunarsprettur var metinn sem framleiðsla örvaðra frumna á
vetnisperoxíði (HiO:). Aðferðin byggir á því að H O: hvarfast við
litarefnið amplex red (10-acetyl-3,7-dihydroxyphenoxazine) ef
vetnisperoxíðasi (hydrogenperoxidasi) er einnig til staðar. Við það
myndast resorufin, sem var mælt við 530nm með 595 nm sem við-
mið. Öndunarsprettur var örvaður með PMA og mælt á 10 mínútna
fresti í 100 mínútur. Hámarki var náð eftir 80 mínútur. Frumur í
Hankslausn svara hraðar en frumur í saltlausn (PBS), en lokasvar-
ið er sambærilegt. Staðlfrávik sambærilegra mælinga var lágt.
Ályktanir: Báðar þessar aðferðir verða nýttar við frekari rannsókn-
ir á hvítfrumum úr þorski og samspili þeirra við sjúkdómsvaldandi
bakteríur.
V 48 Tjáning á Vy og Vó keðjum í sjúklingum með Behcets
sjúkdóm
Jóna Freysdóttir 2, Luma Hussain', lan Farmer', Shin-Hin Lau', Farida
Fortune'
'Dept of Oral Medicine, Leeds Dental Institute, University of Leeds, England, !nú-
verandi vinnustaður: Lyfjaþróun hf., Geifsgötu 9,101 Reykjavík
Netfang: jona@lyf.is
Inngangur: Sjúklingar með Behcets sjúkdóm hafa sár í munni og á
kynfærum. Þeir hafa auk þess æðabólgu sem getur komið fram í
húð, liðum, augum, heila og víðar. Fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt
að y8 T eitilfrumur eru auknar í blóði sjúklinga með Behcets sjúk-
dóm og að þessar frumur eru ræstar og geta framleitt aukið magn af
boðefnum tengdum bólgu (IFN-yog TNF-ot).
Efniviður og aðferðir: Til að kanna nánar hvort þessar y8 T
eitilfrumur eigi þátt í meingerð Behcets sjúkdómsins var mæld tján-
ing á einstökum Vy og V8 keðjum á y8 T eitilfrumum í blóði frá 31
sjúklingi með Behcets sjúkdóm og 19 heilbrigðum einstaklingum
með flúrljómandi mótefnum og flæðifrumusjá. Einnig var tjáning
Vy og V8 keðjanna mæld í vefjasýnum frá munnholi 17 sjúklinga
með Behcets sjúkdóm (níu með sárum og átta án sára) og þriggja
heilbrigðra einstaklinga með ensímmerktum mótefnum og smásjár-
skoðun.
Niðurstöður: Allar Vy og V8 keðjurnar sem voru mældar voru tjáð-
ar á y8 T eitilfrumum í blóði. y8 T eitilfrumur voru tjáðar í töluverðu
magni í vefjasýnum frá sjúklingum með Behcets sjúkdóm með sár
en ekki í heilbrigðum vefjasýnum frá sjúklingum með Behcets sjúk-
dóm og frá heilbrigðum einstaklingum. Allar Vy og V8 keðjurnar
voru tjáðar í munnsárunum og var engin ein þeirra ráðandi. Þegar
sjúklingum var raðað niður í hópa eftir sjúkdómseinkennum
(húð/slímhúð, augu, miðtaugakerfi) þá var greinilega hægt að sjá að
mismunandi Vy og Vö keðjur voru ráðandi í mismunandi sjúkdóms-
myndum.
Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að y8 T eitilfrumur í sárum
Behcets sjúklinga eru ekki af einum stofni og virðast ekki vera sér-
tækt ræstar. Jafnframt benda niðurstöðurnar til þess að margir mis-
munandi vakar ræsi y8 T eitilfrumur í munnslímhúð Behcets sjúk-
linga og að annað hvort mismunandi vakar eða mismunandi ónæm-
isviðbrögð valdi sjúkdómseinkennum hjá sjúklingum með Behcets
sjúkdóm.
V 49 Samspil heilbrigðra þekjufrumna úr munni og T
eitilfrumna
Jóna Freysdóttir'2, Abdulbaset M Dalghous', lan Farmer', Farida Fortu-
ne'
'Dept of Oral Medicine, Leeds Dental Institute, University of Leeds, England, :nú-
verandi vinnustaður: Lyfjaþróun hf., Geifsgötu 9,101 Reykjavík
Netfang: jona@lyf.is
Inngangur: Skemmd á þekjulagi er einkennandi fyrir flesta sjúk-
dóma í slímhúð. í flestum tilfellum er orsök skemmdanna óþekkt.
Við komum með þá tilgátu að boð frá T eitilfrumum hefðu áhrif á
skemmdir þekjufrumnanna.
Aðferðir og niðurstöður: Til að geta skoðað þá kenningu nánar
voru ræktaðar þekjufrumur úr munni heilbrigðs einstaklings, svo-
kallaðar SVpgC2a frumur.
Þegar SVpgC2a frumurnar voru bornar saman við þekjufrumur í
sneiðum úr munni frá heilbrigðum einstaklingum kom í ljós að tján-
ing á mörgum sameindum sem taka þátt í viðloðun og ræsingu var
sambærileg. Þetta átti meðal annars við MHC-I sameindir, CD29
(Í31-integrin), CD40, CD44, CD54 (ICAM-1), CD58 (LFA-3),
CD95 (Fas) og E-kadherín. SVpgC2a þekjufrumulínan var því á-
kjósanleg til þess að skoða samspil munnþekjufrumna og T
eitilfrumna í mönnum. SVpgC2a frumurnar voru ræktaðar með og
án boðefna frá T eitilfrumum (IL-4 og IFN-y) eða með floti frá
ConA ræstum eða óræstum T eitilfrumum og tjáning viðloðunar- og
ræsisameinda skoðuð með ensímmerktum mótefnum og smásjár-
skoðun. Einnig var frumufjölgun athuguð með því að mæla innlim-
un á geislavirku tímídíni.
Aukning á tjáningu CD40 sást þegar SVpgC2a frumurnar voru
ræktaðar með IL-4 og aukning á tjáningu CD40, CD54 og MHC-II
þegar þær voru ræktaðar með IFN-y. Þegar SVpgC2a frumurnar
voru ræktaðar með floti frá ræstum T eitilfrumum sást aukning í
frumufjölgun og frumurnar tjáðu viðloðunar- og ræsisameindir
(MHC-II, CD40, CD54, CD58 og CD86) í meira magni.
Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að fjölgun og ræsing þekju-
frumu er háð boðum ættuðum frá T eitilfrumum.
Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 73