Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 73

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 73
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I V 47 Virkni hvítfrumna úr þorski í rækt Sigríður Guðmundsdóttir, Bergljót Magnadóttir Tilraunastöð HI í meinafræði að Keldum Netfang: siggag@hi.is Inngangur: Verið er að leita aðferða til að meta hvítfrumur úr þorski og mæla virkni þeirra í rækt. Þegar hafa verið gerðar tilraun- ir með upptöku geislamerkts thymidins, MTT-litun, aðskilnað með segulmerktum mótefnum (MACS) og skoðun í frumuflæðisjá (FACS). Hér eru kynntar niðurstöður af tvennum toga, það er notkun flúrljómandi litarefna frá fyrirtækinu Molecular Probes (- Leiden, Hollandi) til að meta magn kjarnsýra í frumum og öndun- arsprett átfrumna. Efniviður og aðferðir: Hvítfrumur voru einangraðar úr blóði og nýrnavef á ósamfelldum Percoll stigli. Litað var með CyQUANT og lesið af við 485 nm (excitation) með 535 nm sem viðmiðun (em- ission). Metið var samhengi flúrljómunar og frumutalningar. Niðurstöður: Samhengið var línulegt (innan tiltekinna marka) og endurteknar mælingar gáfu lágt staðalfrávik. Ræktir örvaðar með mítógenum sýndu marktækar breytingar frá viðmiðunarræktum. Hlutfall frumna úr blóði og nýra sem festist á ræktunarbakka var misjafnt eftir einstaklingum og reyndist vera á bilinu 1/5-1/2 af heildarfjölda. Athyglisvert er, að í þeim hópi varð frumufjölgun, sem er andstætt því sem búast má við í sambærilegum ræktum úr spendýrum. Öndunarsprettur var metinn sem framleiðsla örvaðra frumna á vetnisperoxíði (HiO:). Aðferðin byggir á því að H O: hvarfast við litarefnið amplex red (10-acetyl-3,7-dihydroxyphenoxazine) ef vetnisperoxíðasi (hydrogenperoxidasi) er einnig til staðar. Við það myndast resorufin, sem var mælt við 530nm með 595 nm sem við- mið. Öndunarsprettur var örvaður með PMA og mælt á 10 mínútna fresti í 100 mínútur. Hámarki var náð eftir 80 mínútur. Frumur í Hankslausn svara hraðar en frumur í saltlausn (PBS), en lokasvar- ið er sambærilegt. Staðlfrávik sambærilegra mælinga var lágt. Ályktanir: Báðar þessar aðferðir verða nýttar við frekari rannsókn- ir á hvítfrumum úr þorski og samspili þeirra við sjúkdómsvaldandi bakteríur. V 48 Tjáning á Vy og Vó keðjum í sjúklingum með Behcets sjúkdóm Jóna Freysdóttir 2, Luma Hussain', lan Farmer', Shin-Hin Lau', Farida Fortune' 'Dept of Oral Medicine, Leeds Dental Institute, University of Leeds, England, !nú- verandi vinnustaður: Lyfjaþróun hf., Geifsgötu 9,101 Reykjavík Netfang: jona@lyf.is Inngangur: Sjúklingar með Behcets sjúkdóm hafa sár í munni og á kynfærum. Þeir hafa auk þess æðabólgu sem getur komið fram í húð, liðum, augum, heila og víðar. Fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt að y8 T eitilfrumur eru auknar í blóði sjúklinga með Behcets sjúk- dóm og að þessar frumur eru ræstar og geta framleitt aukið magn af boðefnum tengdum bólgu (IFN-yog TNF-ot). Efniviður og aðferðir: Til að kanna nánar hvort þessar y8 T eitilfrumur eigi þátt í meingerð Behcets sjúkdómsins var mæld tján- ing á einstökum Vy og V8 keðjum á y8 T eitilfrumum í blóði frá 31 sjúklingi með Behcets sjúkdóm og 19 heilbrigðum einstaklingum með flúrljómandi mótefnum og flæðifrumusjá. Einnig var tjáning Vy og V8 keðjanna mæld í vefjasýnum frá munnholi 17 sjúklinga með Behcets sjúkdóm (níu með sárum og átta án sára) og þriggja heilbrigðra einstaklinga með ensímmerktum mótefnum og smásjár- skoðun. Niðurstöður: Allar Vy og V8 keðjurnar sem voru mældar voru tjáð- ar á y8 T eitilfrumum í blóði. y8 T eitilfrumur voru tjáðar í töluverðu magni í vefjasýnum frá sjúklingum með Behcets sjúkdóm með sár en ekki í heilbrigðum vefjasýnum frá sjúklingum með Behcets sjúk- dóm og frá heilbrigðum einstaklingum. Allar Vy og V8 keðjurnar voru tjáðar í munnsárunum og var engin ein þeirra ráðandi. Þegar sjúklingum var raðað niður í hópa eftir sjúkdómseinkennum (húð/slímhúð, augu, miðtaugakerfi) þá var greinilega hægt að sjá að mismunandi Vy og Vö keðjur voru ráðandi í mismunandi sjúkdóms- myndum. Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að y8 T eitilfrumur í sárum Behcets sjúklinga eru ekki af einum stofni og virðast ekki vera sér- tækt ræstar. Jafnframt benda niðurstöðurnar til þess að margir mis- munandi vakar ræsi y8 T eitilfrumur í munnslímhúð Behcets sjúk- linga og að annað hvort mismunandi vakar eða mismunandi ónæm- isviðbrögð valdi sjúkdómseinkennum hjá sjúklingum með Behcets sjúkdóm. V 49 Samspil heilbrigðra þekjufrumna úr munni og T eitilfrumna Jóna Freysdóttir'2, Abdulbaset M Dalghous', lan Farmer', Farida Fortu- ne' 'Dept of Oral Medicine, Leeds Dental Institute, University of Leeds, England, :nú- verandi vinnustaður: Lyfjaþróun hf., Geifsgötu 9,101 Reykjavík Netfang: jona@lyf.is Inngangur: Skemmd á þekjulagi er einkennandi fyrir flesta sjúk- dóma í slímhúð. í flestum tilfellum er orsök skemmdanna óþekkt. Við komum með þá tilgátu að boð frá T eitilfrumum hefðu áhrif á skemmdir þekjufrumnanna. Aðferðir og niðurstöður: Til að geta skoðað þá kenningu nánar voru ræktaðar þekjufrumur úr munni heilbrigðs einstaklings, svo- kallaðar SVpgC2a frumur. Þegar SVpgC2a frumurnar voru bornar saman við þekjufrumur í sneiðum úr munni frá heilbrigðum einstaklingum kom í ljós að tján- ing á mörgum sameindum sem taka þátt í viðloðun og ræsingu var sambærileg. Þetta átti meðal annars við MHC-I sameindir, CD29 (Í31-integrin), CD40, CD44, CD54 (ICAM-1), CD58 (LFA-3), CD95 (Fas) og E-kadherín. SVpgC2a þekjufrumulínan var því á- kjósanleg til þess að skoða samspil munnþekjufrumna og T eitilfrumna í mönnum. SVpgC2a frumurnar voru ræktaðar með og án boðefna frá T eitilfrumum (IL-4 og IFN-y) eða með floti frá ConA ræstum eða óræstum T eitilfrumum og tjáning viðloðunar- og ræsisameinda skoðuð með ensímmerktum mótefnum og smásjár- skoðun. Einnig var frumufjölgun athuguð með því að mæla innlim- un á geislavirku tímídíni. Aukning á tjáningu CD40 sást þegar SVpgC2a frumurnar voru ræktaðar með IL-4 og aukning á tjáningu CD40, CD54 og MHC-II þegar þær voru ræktaðar með IFN-y. Þegar SVpgC2a frumurnar voru ræktaðar með floti frá ræstum T eitilfrumum sást aukning í frumufjölgun og frumurnar tjáðu viðloðunar- og ræsisameindir (MHC-II, CD40, CD54, CD58 og CD86) í meira magni. Ályktanir: Þessar niðurstöður sýna að fjölgun og ræsing þekju- frumu er háð boðum ættuðum frá T eitilfrumum. Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.