Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 45
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I kjarnalitun p53 prótíni verið notuð sem mælikvarði á stökkbreyt- ingu. Aukin tjáning á eðlilegu p53 sést í kjölfar genaskemmandi á- reitis. Efniviður og aðferðir: I þessari rannsókn var könnuð tjáning á p53 prótíni með DO-7 einstofna mótefni í 162 sýnum úr munnslímhúð, þar af voru 55 krabbamein, 47 flöguþekjuþykknun, 48 flatskæning- ur og 12 eðlileg slímhúð. Stökkbreytingagreining var gerð á örsýn- um þar sem teknar voru annað hvort illkynja frumur eða, ef um lichen planus eða flöguþekjuþykknun var að ræða, svæði með sterka p53 tjáningu. Niðurstöður: Af sýnum úr krabbameini höfðu 56% jákvæða litun, 13% af sýnum úr flöguþekjuþykknun en 32% af sýnum úr lichen planus. í lichen planus var p53 litunin bundin við kjarna í grunnlagi, en í sýnum úr flöguþekjuþykknun var litunin dreifðari upp í efri lög. Vegna smæðar sýnanna var stökkbreytingagreiningin ekki alltaf af- gerandi, en af krabbameinssýnum reyndust að minnsta kosti 21% og hugsanlega 27% stökkbreytt. Af 20 sýnum úr flöguþekjuþykkn- un var hlutfallið að minnsta kosti 15% og hugsanlega 30% en í 27 sýnum úr lichen planus fundust stökkbreytingar með vissu í 30% og ef til vill í 48%. Ekkert samband reyndist vera milli p53 prótínlitun- ar og stökkbreytingar. Engin afgerandi tengsl fundust við lifun krabbameinssjúklinganna né líkur á illkynja umbreytingu úr góð- kynja sjúkdómi. Ályktanir: P53 prótínlitun segir ekki til um p53 stökkbreytingar í munnslímhúð. P53 stökkbreytingar eru tíðar í góðkynja sjúkdóm- um í munni og er tilvist stökkbreytinga í lichen planus sérlega at- hyglisverð í Ijósi þess að nýlega hefur verið lýst p53 stökkbreyting- um í langvinnum bólgusjúkdómum. Hvorki p53 stökkbreytingar né prótíntjáning gáfu upplýsingar um horfur sjúklinganna. E 64 Stökkbreytingagreining á CHK2 geni í brjóstakrabba- meini Sigurður Ingvarsson, Bjarnveig Ingibjörg Sigbjörnsdóttir, Valgarður Egilsson, Jón Þór Bergþórsson Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði Netfang: siguring@rsp.is Inngangur: Kímlínubreytingum í CHK2 geni, sem staðsett er á litn- ingi 22qll.2, hefur verið lýst í fjölskyldum með Li-Fraumeni heil- kenni. Chk2 er kínasi sem er virkjaður við DNA skemmdir og teng- ist stjórnun á frumuhring og tengist p53 ferlinu í frumunni. Efniviður og aðferðir: Við könnuðum tap á arfblendni á litninga- svæði 22q í 139 sporadískum brjóstaæxlum með því að nota sjö microsatelhte erfðamörk. Stökkbreytingagreining á CHK2 geni var framkvæmd í þeim sýnum sem greindust með tap á arfblendni, með SSCP og DNA raðgreiningu. Niðurstöður: Sjötíu og fjögur brjóstaæxli (53%) greindust með tap á arfblendni á litningi 22q með að minnsta kosti einu erfðamarki. Tveir kímlínubreytileikar greindust í sitthvorri útröð CHK2 gens utan táknraða (delT í endurtekinni röð með fjórum T og delA í endurtekinni röð með sjö A), kímlínubreytileiki (insA f endurtek- inni röð með fimm A) í innröð 2, kímlínubreytileiki (T60K) í fyrstu útröðinni sem inniheldur táknröð og æxlissértæk 5’ splæsisetsbreyt- ing í stöðu +3 í innröð 8 (TTgt(a->c)agt). Ályktanir: Sómatískar breytingar í CHK2 geni eru sjaldgæfar í brjóstaæxlum en hugsan- lega er CHK2 æxlisbæligen sem tengist æxlisvexti í litlum undirhópi brjóstakrabbameina. E 65 Erfðabreytileiki sem áhættuþáttur fyrir brjóstakrabba- mein Katrín Guðmundsdóttir Jón Gunnlaugur Jónasson2, Laufey Tryggva- dóttir3, Jórunn E. Eyfjörö' 'Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði og 'Krabbameinsskrá Krabbameins- félagi íslands, 'Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði Netfang: katrin@krabb.is Inngangur: Arfgengir áhættuþættir hafa mismikil áhrif á brjósta- krabbameinsáhættu. Kímlínubreytingum í BRCA genum fylgir al- mennt mikil áhætta á brjóstakrabbameini, en fáir einstaklingar bera slíkar breytingar. Á hinn bóginn er talið að erfðabreytileika fylgi lág áhætta, en vegna þess hve algengir þeir geta verið að þá gætu þeir fræðilega útskýrt stóran hluta brjóstakrabbameinstilfella. Breyti- leiki hefur m.a. verið skoðaður í efnaskiptaensímum kynhormóna, svo sem CYP17 og CYP19, og í þekktum áhættugenum, svo sem p53. Markmið þessa verkefnis var að kanna hvort að breytileiki í CYP17, CYP19 og p53 genunum tengdist brjóstakrabbameini og hvort að fylgni væri við 999del5 stökkbreytingu í BRCA2 geni. Efniviður og aðferðir: Arfgerðir voru skoðaðar í 728 viðmiðum og í þremur hópum brjóstakrabbameinssjúklinga: 500 konum, 36 körl- um og 40 arfberum stökkbreytingar í BRCA2 geninu. Arfgerðargreining var gerð með PCR, rafdrætti og skerðibúta- greiningu. Niðurstöður: Engin tengsl fundust á milli T-C breytileikans í CYP17 geninu og brjóstakrabbameinsáhættu kvenna, en aukin áhætta á brjóstkrabbameini kom hins vegar fram í körlum í tengslum við CC arfgerð gensins (p=0,08). Aukin brjóstakrabbameinsáhætta kom fram á meðal kvenna í tengslum við að bera 10 TTTA endurtekn- ingar í CYP19 geninu (p=0,07). Pegar Arg72Pro breytileikinn í p53 geninu var skoðaður, komu fram hugsanleg verndandi áhrif þess að bera að minnsta kosti eina C (pro) samsætu á meðal arfbera BRCA2 stökkbreytingar (p=0,03). Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að breytileiki í CYP17, CYP19 og p53 tengist brjóstakrabbameini. Pær veita sumum tilgátum stuðning, en einnig vakna nýjar spurningar sem aðeins er hægt að svara með fleiri rannsóknum. E 66 Samspil Stat og Smad prótína í brjóstavef Sigríður Valgeirsdóttir , Hilmar Viðarsson', C.H. Heldin2, P. ten Dijke3 'Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Krabbameinsfélagi íslands, 2Ludwig Institute for Cancer Research, Biomedical Center, Uppsölum, ,rThe Netherland Cancer Institute, Amsterdam Netfang: sirry@krabb.is Inngangur: Stat prótín er fjölskylda umritunarþátta sem telur sex meðlimi: Statl, Stat2, Stat3, Stat4, Stat5a, Stat5b og Stat6. Þessi prótín eru erfðafræðilega náskyld en gegna þó mismunandi hlut- verki í frumum. Eitt þessarra prótína, Stat5a (einnig þekkt sem mammary gland factor, MGF) hefur reynst starfa við sérhæfingu þekjufruma í brjóstavef og þroskun mjólkurkirtla. Pannig geta “knockout” mýs sem ekki tjá Stat5a, ekki heldur myndað mjólk. Tjáning á Stat5a í brjóstafrumum eykst verulega á síðari hluta með- göngu og við brjóstagjöf, en minnkar hratt við lok mjólkurfram- leiðslu. Tjáningu og virkni prótínsins er vandlega stjórnað með boð- efnum og boðflutningsprótínum svo sem ýmsum kínösum, fosfatös- um og umritunarþáttum í kjarna. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna áhrif TGF-B boðleiðar og Smad prótína á virkni Stat5 prótíns í brjóstafrumum. Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.