Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 45
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I kjarnalitun p53 prótíni verið notuð sem mælikvarði á stökkbreyt- ingu. Aukin tjáning á eðlilegu p53 sést í kjölfar genaskemmandi á- reitis. Efniviður og aðferðir: I þessari rannsókn var könnuð tjáning á p53 prótíni með DO-7 einstofna mótefni í 162 sýnum úr munnslímhúð, þar af voru 55 krabbamein, 47 flöguþekjuþykknun, 48 flatskæning- ur og 12 eðlileg slímhúð. Stökkbreytingagreining var gerð á örsýn- um þar sem teknar voru annað hvort illkynja frumur eða, ef um lichen planus eða flöguþekjuþykknun var að ræða, svæði með sterka p53 tjáningu. Niðurstöður: Af sýnum úr krabbameini höfðu 56% jákvæða litun, 13% af sýnum úr flöguþekjuþykknun en 32% af sýnum úr lichen planus. í lichen planus var p53 litunin bundin við kjarna í grunnlagi, en í sýnum úr flöguþekjuþykknun var litunin dreifðari upp í efri lög. Vegna smæðar sýnanna var stökkbreytingagreiningin ekki alltaf af- gerandi, en af krabbameinssýnum reyndust að minnsta kosti 21% og hugsanlega 27% stökkbreytt. Af 20 sýnum úr flöguþekjuþykkn- un var hlutfallið að minnsta kosti 15% og hugsanlega 30% en í 27 sýnum úr lichen planus fundust stökkbreytingar með vissu í 30% og ef til vill í 48%. Ekkert samband reyndist vera milli p53 prótínlitun- ar og stökkbreytingar. Engin afgerandi tengsl fundust við lifun krabbameinssjúklinganna né líkur á illkynja umbreytingu úr góð- kynja sjúkdómi. Ályktanir: P53 prótínlitun segir ekki til um p53 stökkbreytingar í munnslímhúð. P53 stökkbreytingar eru tíðar í góðkynja sjúkdóm- um í munni og er tilvist stökkbreytinga í lichen planus sérlega at- hyglisverð í Ijósi þess að nýlega hefur verið lýst p53 stökkbreyting- um í langvinnum bólgusjúkdómum. Hvorki p53 stökkbreytingar né prótíntjáning gáfu upplýsingar um horfur sjúklinganna. E 64 Stökkbreytingagreining á CHK2 geni í brjóstakrabba- meini Sigurður Ingvarsson, Bjarnveig Ingibjörg Sigbjörnsdóttir, Valgarður Egilsson, Jón Þór Bergþórsson Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði Netfang: siguring@rsp.is Inngangur: Kímlínubreytingum í CHK2 geni, sem staðsett er á litn- ingi 22qll.2, hefur verið lýst í fjölskyldum með Li-Fraumeni heil- kenni. Chk2 er kínasi sem er virkjaður við DNA skemmdir og teng- ist stjórnun á frumuhring og tengist p53 ferlinu í frumunni. Efniviður og aðferðir: Við könnuðum tap á arfblendni á litninga- svæði 22q í 139 sporadískum brjóstaæxlum með því að nota sjö microsatelhte erfðamörk. Stökkbreytingagreining á CHK2 geni var framkvæmd í þeim sýnum sem greindust með tap á arfblendni, með SSCP og DNA raðgreiningu. Niðurstöður: Sjötíu og fjögur brjóstaæxli (53%) greindust með tap á arfblendni á litningi 22q með að minnsta kosti einu erfðamarki. Tveir kímlínubreytileikar greindust í sitthvorri útröð CHK2 gens utan táknraða (delT í endurtekinni röð með fjórum T og delA í endurtekinni röð með sjö A), kímlínubreytileiki (insA f endurtek- inni röð með fimm A) í innröð 2, kímlínubreytileiki (T60K) í fyrstu útröðinni sem inniheldur táknröð og æxlissértæk 5’ splæsisetsbreyt- ing í stöðu +3 í innröð 8 (TTgt(a->c)agt). Ályktanir: Sómatískar breytingar í CHK2 geni eru sjaldgæfar í brjóstaæxlum en hugsan- lega er CHK2 æxlisbæligen sem tengist æxlisvexti í litlum undirhópi brjóstakrabbameina. E 65 Erfðabreytileiki sem áhættuþáttur fyrir brjóstakrabba- mein Katrín Guðmundsdóttir Jón Gunnlaugur Jónasson2, Laufey Tryggva- dóttir3, Jórunn E. Eyfjörö' 'Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði og 'Krabbameinsskrá Krabbameins- félagi íslands, 'Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði Netfang: katrin@krabb.is Inngangur: Arfgengir áhættuþættir hafa mismikil áhrif á brjósta- krabbameinsáhættu. Kímlínubreytingum í BRCA genum fylgir al- mennt mikil áhætta á brjóstakrabbameini, en fáir einstaklingar bera slíkar breytingar. Á hinn bóginn er talið að erfðabreytileika fylgi lág áhætta, en vegna þess hve algengir þeir geta verið að þá gætu þeir fræðilega útskýrt stóran hluta brjóstakrabbameinstilfella. Breyti- leiki hefur m.a. verið skoðaður í efnaskiptaensímum kynhormóna, svo sem CYP17 og CYP19, og í þekktum áhættugenum, svo sem p53. Markmið þessa verkefnis var að kanna hvort að breytileiki í CYP17, CYP19 og p53 genunum tengdist brjóstakrabbameini og hvort að fylgni væri við 999del5 stökkbreytingu í BRCA2 geni. Efniviður og aðferðir: Arfgerðir voru skoðaðar í 728 viðmiðum og í þremur hópum brjóstakrabbameinssjúklinga: 500 konum, 36 körl- um og 40 arfberum stökkbreytingar í BRCA2 geninu. Arfgerðargreining var gerð með PCR, rafdrætti og skerðibúta- greiningu. Niðurstöður: Engin tengsl fundust á milli T-C breytileikans í CYP17 geninu og brjóstakrabbameinsáhættu kvenna, en aukin áhætta á brjóstkrabbameini kom hins vegar fram í körlum í tengslum við CC arfgerð gensins (p=0,08). Aukin brjóstakrabbameinsáhætta kom fram á meðal kvenna í tengslum við að bera 10 TTTA endurtekn- ingar í CYP19 geninu (p=0,07). Pegar Arg72Pro breytileikinn í p53 geninu var skoðaður, komu fram hugsanleg verndandi áhrif þess að bera að minnsta kosti eina C (pro) samsætu á meðal arfbera BRCA2 stökkbreytingar (p=0,03). Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að breytileiki í CYP17, CYP19 og p53 tengist brjóstakrabbameini. Pær veita sumum tilgátum stuðning, en einnig vakna nýjar spurningar sem aðeins er hægt að svara með fleiri rannsóknum. E 66 Samspil Stat og Smad prótína í brjóstavef Sigríður Valgeirsdóttir , Hilmar Viðarsson', C.H. Heldin2, P. ten Dijke3 'Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Krabbameinsfélagi íslands, 2Ludwig Institute for Cancer Research, Biomedical Center, Uppsölum, ,rThe Netherland Cancer Institute, Amsterdam Netfang: sirry@krabb.is Inngangur: Stat prótín er fjölskylda umritunarþátta sem telur sex meðlimi: Statl, Stat2, Stat3, Stat4, Stat5a, Stat5b og Stat6. Þessi prótín eru erfðafræðilega náskyld en gegna þó mismunandi hlut- verki í frumum. Eitt þessarra prótína, Stat5a (einnig þekkt sem mammary gland factor, MGF) hefur reynst starfa við sérhæfingu þekjufruma í brjóstavef og þroskun mjólkurkirtla. Pannig geta “knockout” mýs sem ekki tjá Stat5a, ekki heldur myndað mjólk. Tjáning á Stat5a í brjóstafrumum eykst verulega á síðari hluta með- göngu og við brjóstagjöf, en minnkar hratt við lok mjólkurfram- leiðslu. Tjáningu og virkni prótínsins er vandlega stjórnað með boð- efnum og boðflutningsprótínum svo sem ýmsum kínösum, fosfatös- um og umritunarþáttum í kjarna. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna áhrif TGF-B boðleiðar og Smad prótína á virkni Stat5 prótíns í brjóstafrumum. Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 45

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.