Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 42

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 42
I ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ 1995 og 1996. Sjúklingar sem fengu að minnsta kost þriggja mánaða samfellda meðferð með prednisólóni á tímabilinu eða styttri með- ferðarkúra, þar sem meðferðartíminn var samanlagður þrír mánuð- ir á ári, voru teknir til rannsóknar. Uppslýsingum var síðan safnað úr sjúkraskrám á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og á viðeigandi heilsugæslustöð. Allir sjúklingar fengu spurningablað varðandi lyfjanotkun og neysluvenjur, meðal annars á kalki og D-vítamíni. Niðurstöður: Eitt hundrað níutíu og einn einstaklingur fyllti inn- tökuskilyrði (0,72% af íbúum svæðisins), 106 konur (55%) og 85 karlar (45%). Meðalaldur var 66 ár (17-93). Gigtar- og lungnasjúk- dómar voru algengasta ábendingin fyrir meðferðinni. Samkvæmt sjúkraskrám voru 50 sjúklingar skráðir með beinþynningu (26%) og 39 einstaklingar höfðu hlotið beinbrot (20%), þar af höfðu 32 fengið samfall í hrygg. Alls neyttu 91% einstaklinganna reglulega mjólkurafurða, 52% tóku lýsi og 37% tóku reglulega kalktöflur. Tuttugu og fjórar konur voru á uppbótarhormónameðferð eða ein- göngu 21 % þeirra kvenna er komnar voru á tíðahvörf. Sautján sjúk- lingar (9%) voru á meðferð með bisfosfónötum, 16 þeirra voru tald- ir hafa beinþynningu og höfðu fengið beinbrot áður en bísfosfónat- meðferðin var hafin. Ályktanir: Fylgikvillar eru algengir meðal sjúklinga á langtíma syk- ursterameðferð, þar með talin meint beinbrot vegna beinþynning- ar. Stór hluti sjúklinga á langtíma sykursterameðferð tryggir sér kalk og D-vítamín inntöku, en annarri forvarnarmeðferð gegn bein- þynningu er ábótavant. Þcir sjúklingar er fá sérhæfða meðferð gegn beinþynningu hefja hana fyrst eftir að alvarlegir fylgikvillar hafa gert vart við sig. Höfundar vilja hvetja lækna til að nýta sér nýja meðferðarmöguleika gegn beinþynningu í tengslum við sykurstera- meðferð. Með virkri forvarnarmeðferð strax í upphafi sykurstera- meðferðar, einkum hjá áhættuhópum, mætti ef til vill draga úr þess- um alvarlega fylgikvilla og fækka þannig ótímabærum beinbrotum. E 55 Forspárþættir um beinbrot meðal karla í hóprannsókn Hjartaverndar Kristín Siggeirsdóttir1, Brynjólfur Y. Jónsson1, Brynjólfur Mogensen2, Halldór Jónsson jr.3, Gunnar Sigurðsson 'Handlækningadeild Sjúkrahúss Akraness, 2slysa- og bæklunarlækningadeild Land- spítala Fossvogi, 3slysa- og bæklunarlækningadeild Landspítala Hringbraut, 4lyf- lækningadcild Landspítala Fossvogi, 4Hjartavernd, Reykjavík Netfang: gunnars@shr.is Inngangur: Lítið er vitað um hvað stuðli að beinbrotum meðal karla og tilgangur rannsóknar þessarar er að varpa ljósi þar á. Efniviður og aðferðir: Körlum sem þátt tóku í fyrsta og öðrum á- fanga hóprannsóknar Hjartaverndar 1967-1971 hefur verið fylgt eftir í 23 ár, alls 4392 körlum. Beinbrot þeirra hafa verið könnuð á öllum sjúkrahúsunum í Reykjavík. Meðalaldur hópsins við upphaf rannsóknar var 48 ár (33-64 ár). Niðurstöður: Alls fundust 1195 beinbrot í 822 körlum (19% hóps- ins), af þeim hlutu 30% annað brot á tímabilinu. Handarbrot voru algengust eða 222, úlnliðsbrot 167 en mjaðmarbrot voru 96. Áhættan á beinbroti (einu eða fleiri) var síðan borin saman í fjöl- þáttagreiningu við heilsufar samkvæmt spurningalista og líkamsein- kennum við upphafsskoðun (Poisson aðhvarfsgreining). Reykingar juku áhættuna á beinbroti um 30%, astmasjúklingar höfðu 80% meiri áhættu, svefnlyf juku áhættuna um 80% en fyrir hverja 10 mmHg í blóðþrýstingi minnkaði áhættan á beinbroti um 8%. Brota- hættan jókst um 1% fyrir hvern 1 sm líkamshæðar. Ályktanir: Samband virðist vera á milli lífshátta, vissra sjúkdóma (eða meðferðar vegna þeirra) og aukinnar áhættu á beinbrotum. Hærri blóðþrýstingur virðist vera verndandi gegn beinbrotum, jafn- vel eftir að leiðrétt hefur verið fyrir líkamsþyngd og lyfjameðferð. E 56 Þáttur vítamín D bindiprótíns í meingerð lungnateppu og slímmyndunar í öndunarvegi á íslandi Hjalti Andrason , Leifur Þorsteinsson1, Andrés Sigvaldason2, Emilía Soebeck', Þórarinn Gíslason2, Vilmundur Guðnason3, Kári Stefánsson1, Juergen Laufs1, Jeffrey Gulcher1 'íslensk Erfðagreining, 'lungnadeild Landspítala Vífilsstöðum, 'Hjartavernd Netfang: hjalti@decode.is Inngangur: Vítamín D bindiprótín finnst í þremur gerðum: GclS, GclF og Gc2. Áður birtar niðurstöður benda til að Gc2 og GclF gerðirnar hafi áhrif á meinmyndun lungnateppu (chronic obstruc- tive pulmonary disease, COPD), sú fyrri verndandi áhrif en sú seinni skaðleg áhrif. Við höfum gert fylgni- (association) greiningu á þessum gerðum vítamíns D bindiprótíns í óskyldum sjúklingum með lungnateppu, sjúklingum með langvinna slímmyndun í öndun- arvegi án lungnateppu (chronic mucus hypersecretion, CMH) og með hóp heilbrigðra til samanburðar. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað og tveir óskyldir sjúklingar nicð lungnateppu (skilgreint sem FEVll gildi <80%, FEV/FVC gildi <70% og FEVl berkjuslakandi viðbrögð <15% af grunngildi), 48 sjúklingar með langvinna slímmyndun í öndunarvegi án lungna- teppu (skilgreint sem langvinna slímmyndun í öndunavegi án lungnateppugreiningar) og 183 heilbrigðir til samanburðar. Vítamín D bindiprótíngerðir greindar með fjölliðun, notkun skerði- ensíma og agarósa gelaðskilnaði. Niðurstöður og ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að vítamín D bindiprótín hafi ekki áhrif, hvorki verndandi né skaðleg á meinferli lungnateppu eins og áður hefur verið haldið fram. Hins vegar fannst marktækt (y2, p=0,002) hærri tíðni á arfhreinum GclF (8,3% á móti 1,1%; áhættuhlutfall =8,2) og lægri tíðni af arfhreinum Gc2 (0% á móti 7,6%; áhættuhlutfall =0) í CMH sjúklingum miðað við heil- brigða. Þetta bendir til að vítamín D bindiprótín hafi áhrif á slím- myndun sem er algengur fylgikvilli lungnateppu frekar en á lungna- teppuna sjálfa. Einnig sást að aukna tíðnin á arfhreinum GclF fannst aðeins í reyklausum CMH einstaklingum: fjórir af 12 reyklausum CMH sjúklingum voru arfhreinir fyrir GclF, en enginn af þeim sem reyktu (0/36). Niðurstöður okkar gefa til kynna að Gc2 verndi gegn slímmyndun í öndunarvegi og að GclF eigi þátt í auk- inni slímmyndun hjá CMH sjúklingum sem er ekki afleiðing reyk- inga. E 57 Þættir sem hafa áhrif á hækkun C02 í slagæðablóði við áreynslu hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu Marta Guðjónsdóttir'3, Lorenzo Appendini2, Antonio Patessio2, Stefán B. Sigurðsson3, Claudio F. Donner2 ‘Reykjalundur, 'Salvatore Maugeri-stofnunin.Verona, Ítalíu, 'læknadeild HÍ Netfang: Marta@REYKJALUNDUR.is Inngangur: Hlutþrýstingur C02 í slagæðablóði (PaC02) hækkar við áreynslu hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT ) á háu stigi, öndvert við það sem gerist hjá heilbrigðum einstaklingum (ARRD 1991;143:1-9). Efniviður og aðferðir: Til að kanna þá þætti sem hafa áhrif á hækk- un PaC02 þolprófuðum við níu sjúklinga með langvinna lungna- 42 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.