Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 47

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 47
ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I E 70 Um faraldsfræðilega þætti í lófakreppusjúkdómi Kristján G. Guðmundsson , Reynir Arngrímsson2, Þorbjörn Jónsson3 'Heilsugæslan Blönduósi, dækndeild HÍ, "ónæmisfræðideild Rigshospitalet Osló Netfang: reynirar@hi Inngangur: Lófakreppa (Dupuytren's disease) einkennist af hnúta- myndun í lófa sem síðar veldur kreppu á fingrum. Algengi sjúk- dómsins er hátt á Norðurlöndum og 40% eldri karla hafi einhver einkenni sjúkdómsins. Talið er að sjúkdómurinn erfist með ókyn- bundnum ríkjandi hætti. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna nýgengi, þróun og faraldsfræðilega þætti í lófakreppusjúkdómi. Efniviður og aðferðir: Hjartavernd gerði rannsókn á lófakreppu- sjúkdómi á árunum 1981-1982. Átján árum seinna voru 122 karlar með lófakreppu endurinnkallaðir til skoðunar og samtímis var einnig kallaður inn samanburðarhópur sem var paraður fyrri hópn- um, með tilliti til aldurs og reykinga. Niðurstöður: Af þeim sem voru kallaðir til rannsóknarinnar komu 193 til skoðunar eða tæp 80%. Par af voru 92 frá hinum upprunalega lófakreppuhópi og 101 úr samanburðarhópnum. Af 101 þátttakanda án lófakreppu í fyrri rannsókninni voru samtals 53 með einkenni sjúkdómsins og þar af 16 eða (15,8%) með krepptan fingur. Þetta þýðir í tæplega 3% nýgengi á ári fyrir lófakreppusjúkdóm og um 1% fyrir fingurkreppu. Af 75 körlum með minniháttar einkenni, hnút í lófa eða streng með húðfellingum í fyrri rannsókninni 1981-1982, voru samtals 25 eða 33,3% með fingurkreppu eða höfðu farið í að- gerð (RR: 2,2; 95% CI: 1,3-3,8; p=0,001) borið saman við nýgengi fingurkreppu í samanburðarhópnum. Að hafa fengið sjúkdóminn yngri en 40 ára tengdist erfiðari sjúkdómsgangi (p<0,019). Af körl- um með lófakreppu höfðu 7,3% farið í áfengismeðferð og 6,6% til viðbótar voru ofdrykkjumenn, samanborið við 10,7% og3,6% í hópi þeirra sem ekki voru með sjúkdóminn (N.S.). Ættarsaga um lófa- kreppu var nátengd sjúkdómnum (p=0,002). Ályktanir: Nýgengi lófakreppu er hátt hjá eldri karlmönnum. Sjúk- dómurinn hefur mikla framþróun (progression) og er sterklega tengd- ur við ættarsögu. Sjúkdómurinn virðist ekki tengjast áfengisnotkun. E 71 Dánarmein iðnverkakvenna Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Kristinn Tómasson Atvinnusjúkdóma- og heilsugæsludeild Vinnueftirlits ríkisins, Bfldshöföa 16,110 Reykjavík Netfang: hkg@ver.is Inngangur: Dánarmeinarannsóknir hafa sýnt að dánartíðni er hærri meðal láglaunahópa, sem hafa stutta skólagöngu og vinna ófaglærð störf. Þessa gætir skýrar meðal karla en kvenna (1). Rannsókn á ný- gengi krabbameina meðal iðnverkakvenna sýndi að lungnakrabba- mein var tíðara meðal þeirra en annarra íslenskra kvenna og var getum að því leitt að það tengdist reykingum í hópnum (2). Ný- gengihlutfall krabbameins í legbol var einnig hátt en krabbamein í eggjastokkum á hinn bóginn fátíðara en vænta mátti. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort dánartíðni í heild og vegna hjartasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma og reykingatengdra krabbameina sé hærri meðal iðnverkakvenna en annarra kvenna. Efniviður og aöferöir: Um er að ræða afturskyggna hóprannsókn sem nær til 14 144 kvenna sem greiddu til lífeyrissjóðs félags verk- smiðjufólks í Reykjavík árin 1970-1995. Iðjukonur sem dóu á ára- bilinu 1970-1974 höfðu verið teknar af skrám sjóðsins og því er fylgitíminn 1975-1995. Dánartíðni í þessum hópi iðnverkakvenna er borin saman við dánartíðni íslenskra kvenna á sama aldri á sama tíma og reiknað staðlað dánartöluhlutfall. Niðurstöður og ályktunir: í Ijós kom að 933 iðnverkakonur höfðu látist á fylgitímanum. Fyrstu niðurstöður benda til þess að lungna- krabbamein og voveiflegur dauðdagi sé tíðari meðal iðnverka- kvenna en annarra og dánartíðnin sé hærri meðal yngri iðnverka- kvenna en þeirra sem eldri eru, en endanlegar niðurstöður verða kynntar á ráðstefnunni. Heimildir 1. Drever F, Whitehead M. Health Inequalities. Decennial supplement. Series DS No. 15. London: Office for National Statistics/The Stationery Office; 1997. 2. Gunnarsdóttir HK, Rafnsson V. Nýgengi krabbameina meðal íslenskra iðnverka- kvenna. Læknablaðið 1999; 85:787-96. E 72 Brottnám legs: Afturskyggn samanburðarrannsókn á kviðsjáraðgerðum og kviðskurðaraðgerðum Lovísa Leifsdóttir , Jens A. Guðmundsson2 'Læknadeild HÍ. 'kvennadeild Landspítala Hringbraut Netfang: jens@rsp.is Inngangur: Brottnám legs er algeng aðgerð og eru um 4-500 slíkar aðgerðir framkvæmdar árlega á íslandi. Áður var tveimur aðferð- um beitt við brottnám legs, annars vegar með kviðskurði og hins vegar um leggöng, en árið 1989 var fyrsta legnámsaðgerðin með hjálp kviðsjár framkvæmd. Markmið með kviðsjáraðgerðum er minni áverki og skjótari bati eftir aðgerð. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort kviðsjáraðgerð- artæknin hefði kosti fram yfir kviðskurð við brottnám á legi, með tilliti til aðgerðartíma, notkunar verkjalyfja eftir aðgerð, fylgikvilla, legutíma og lengdar veikindaleyfis eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár kvenna, sem fóru í brottnámsað- gerð á legi með kviðsjá (hópur LH) á tímabilinu 1. janúar 1997 til 10. mars 2000 á kvennadeild Landspítala, voru kannaðar. Viðmið- unarhóp (hópur AH) mynduðu konur sem farið höfði í legnámsað- gerð með kviðskurði á sama tímabili og voru þær valdar með tilliti til aldurs (±5 ár) og þyngdar legs, sem metin var út frá stærð sýnis sem sent var til vefjarannsóknar. Gerður var samanburður á ofan- greindum breytum. Niðurstöður: Fjöldi kvenna sem fór í legnámsaðgerð með kviðsjá á tímabilinu var 109, en í þremur tilvikum var aðgerð breytt í kvið- skurð. Til viðmiðunar fundust 98 tilfelli. Meðalaldur í tilfellahópi var 46,9 ár, en 46,0 í viðmiðunarhóp (p=0,87). Meðalstærð legsýna til vefjarannsóknar var 133 g í tilfellahópi en 140 í viðmiðunarhópi (p=0,95). I töflunni sjást aðrar niðurstöður. Hópur LH AH n meöaltal (n) meöaltal P-gildi Aögeröartími 10 128 98 76,5 <0,01 (mín) Fall blóörauöa 9 22,0 21,6 0,532 (g/D Blóögjafir (n) 6 8 Legutími (dgr) 10 2,7 98 4,8 <0,001 9 Veikindaeyfi (dgr) 48 22 30 43 <0,001 Konur í kviðsjáraðgerðahópnum þurftu minna af verkjalyfjum eftir aðgerð, en konur í viðmiðunarhópi. Fylgikvillar aðgerðar komu fyr- ir hjá 19 konum (18%) í kviðsjárhópi og 17 konum (18%) í saman- burðarhópi, en engin þeirra var alvarlegur. L LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 40 2000/86 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.