Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 61

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 61
ÁGRIP VEGGSPJALDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ I Inngangur: Sýnt hefur verið fram á breiða sýkladrepandi virkni meðallangra, mettaðra og langra, ómettaðara fitusýra og 1-mónóg- lýseríða af þeim. Til að athuga nánar í hverju virkni fituefna á bakt- eríur er fólgin voru frumur hóps B streptókokka meðhöndlaðar með mónókapríni og þær síðan skoðaðar í smásjá og rafeindasmá- sjá. Efniviður og aðferðir: Miklu magni af bakteríum var blandað sam- an við mónókaprín sem leyst hafði verið upp í Todd Hewitt broði. Eftir ákveðinn tíma var virkni mónókapríns stöðvuð og sýni undir- búin fyrir skoðun í flúrljómandi smásjá og skönnunarrafeindasmá- sjá, auk þess sem skomar voru sneiðar af bakteríunum og þær skoð- aðar í rafeindasmásjá. Niðurstöður: Bakteríur sem meðhöndlaðar voru með 5 mM mónókapríni í 10 mínútur lituðust rauðar sem þýðir að frumumar eru dauðar og himnur þeirra gegndræpar fyrir litarefninu propidi- um iodide sem kemst aðeins í gegnum skaddaðar frumuhimnur. I skönnunarrafeindasmásjánni sást enginn munur á yfirborði, stærð eða lögun baktería fyrir og eftir meðhöndlun með 10 mM mónóka- príni í 10 mínútur. Eftir meðhöndlun í 30 mínútur með 10 mM mónókapríni og skoðun á örþunnum sneiðum af frumum í raf- eindasmásjá sást greinilega að frumuhimnan var horfin auk þess sem forðakorn virtust leysast upp og hverfa. Ályktanir: Af þessum smásjárrannsóknum má ráða að lítill styrkur mónókapríns drepur hóp B streptókokka eftir stuttan meðhöndl- unartíma. Mónókaprín hefur engin sjáanleg áhrif á vegg bakterí- unnar, stærð hennar eða lögun, sem stafar sennilega af því hversu sterkur og stífur frumuveggur gram-jákvæðra baktería er. Virkni mónókapríns við að drepa hóp B streptókokka virðist því vera fólg- in í því að fituefnið smýgur í gegnum þéttriðið peptídóglýkanlag í vegg bakteríunnar og leysir upp frumuhimnu hennar. V 11 Innlagnir á Landspítala Hringbraut vegna Campylobacter sýkinga á tímabilinu 1995-1999 Sigríður Björnsdóttir . Hjördís Harðardóttir2, Sigurbjörn Birgisson1 'Lyflækningadeild og !sýkladeild Landspítala Hringbraut Netfang: sigurbjb@rsp.is Inngangur: Campylobacter jejuni er algengasta orsök niðurgangs af völdum baktería hérlendis og hefur nýgengi sýkingarinnar á Islandi tífaldast á tímabilinu 1995-1999. Lítið er vitað um fjölda og afdrif þeirra sjúklinga sem leita á sjúkrahús með Campylobacter sýkingu. Aðeins ein rannsókn hefur verið birt varðandi sjúkrahúsinnlagnir af völdum Campylobacter sýkinga. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár sjúklinga sem lögðust inn á Landspítala Hringbraut vegna Campy lobacter sýkingar á tímabilinu 1995-1999 voru kannaðar með tilliti til ýmissa þátta. Fjöldi innlagna vegna Campylobacter sýkinga á Landspítala var at- hugaður. Niðurstöður: Á tímabilinu lögðust 104 sjúklingar með Campylobacter sýkingu á Landspítala Hringbraut og á árunum 1997-1999 lögðust að meðaltali 18% sjúklinganna inn á sjúkrahús. Kynjahlutfall var jafnt. Meðalaldur sjúklinga var 32 ár (bil 0,5-87 ára), 82,7% sjúklinga voru yngri en 40 ára. Flestar (47%) innlagnir voru yfir sumarmánuðina og í 77% tilvika var um innlent smit að ræða. Flestir (61,5%) sjúklinganna voru útskrifaðir af bráðamót- töku eftir um eins sólarhrings legu. Um 50% lögðust inn á lyflækn- ingadeild og var legutími innlagðra (fimm dagar í 72,5% tilfella. Al- gengustu einkennin voru niðurgangur (92,3%), kviðverkir (71,2%) og hiti (70,2%). Nær 80% sjúklinga fengu vökvagjöf í æð og 67,3% sjúklinga fengu sýklalyf, ýmist cíprófloxacín (61,4%) eða erý- þrómýcín (38,6%). Vegna óljósrar greiningar fóru 10 sjúklingar í ristilspeglun, sex í ómskoðun af kviði, fimm í yfirlitsmynd af kvið, tveir í botnlangatöku, tveir í magaspeglun, tveir í tölvusneiðmynd af kvið og tveir í mjógirnismyndatöku. Ályktanir: Um einn af hverjum fimm sjúklingum með staðfesta Campylobacter sýkingu leggst inn á sjúkrahús og um þriðjungur þarf innlögn á legudeild. Hluti þeirra fer í kostnaðarsamar og erfið- ar rannsóknir. V 12 Lífsferlar og útbreiðlslumynstur agða sem lifa sníkjulífi í sjó- og fjörufuglum Karl Skírnisson , Kirill V. Galaktionov2 'Tilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum, 2Dýrafræðistofnun rússnesku Vísinda- akademiunnar í Pétursborg Netfang: karlsk@hi.is Markmið: Að rannsaka tegundir og lífsferla ögðulirfa (Digenea) í vistkerfi fjöru og grunnsævis við suðvesturströnd íslands og bera niðurstöðurnar saman við erlendar athuganir. Efniviður og aðferðir: Krufnir voru 2556 fjöru- og grunnsævissnigl- ar úr Skerjafirði og frá Grindavík og lirfur í þeim (sporocysts, redi- ae, cercariae, metacercariae) greindar til tegundar. Niðurstöður: Lirfur 23 ögðutegunda fundust. Flestar tegundir (12) fundust í þangdoppum, níu fundust í klettadoppum, sex í bauga- snotru, sex í stranddoppu, tvær í nákuðungi og ein í þarastrút. Fimm agðanna hafa tveggja hýsla (snigill-fugl) lífsferil án frítt lifandi lirfu- stiga (Gl). Hér berast egg sníkjudýranna í sjó með fugladriti og eru étin þar af sniglum. Hinar tegundirnar 18 hafa flókna tveggja eða þriggja hýsla lífsferla (snigill-annar hryggleysingi-fugl), (G2). Hér eru eitt eða fleiri frítt lifandi lirfustig í lífsferlinum. Úr eggi klekst bifhærð lirfa sem syndir um í vatni og leitar uppi snigil, snigilinn yf- irgefur sundlirfur sem leita uppi aðra hryggleysingja til að fjölga sér í eða mynda þolhjúp á fæðutegundum lokahýsils. Ályktanir: Flóknir lífsferlar (G2) reyndust vera algengari í sniglum við suðvesturströnd íslands heldur en á strandlengju norður Noregs og Barentshafs þar sem einfaldir lífsferlar (Gl) eru ráðandi. Munur á fjölbreytileika og einstaklingsfjölda millihýsla (hryggleysingja) og lokahýsla (fugla) í vistkerfum þessara svæða skýrir þetta mynstur en víðtæk áhrif Golfstraumsins við Suðvesturland gegna lykilhlut- verki í að skerpa þessar andstæður. Islenskar stranddoppur lifa í litlum, einangruðum tjörnum á sjávar- fitjum hér á landi þar sem mikilla sveiflna gætir í seltu- og hitastigi. í þeim viðhaldast einkum tegundir sem hafa einfalda lífsferla (Gl). V13 Salmónella í sauðfé á íslandi Sigríður Hjartardóttirl, Jakobína Sigurðardóttir2, Signý Bjarnadóttir', Guðbjörg Jónsdóttir1, Eggert Gunnarssonl 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, 2embætti yfirdýralæknis Netfang: sigrhj@hi.is Inngangur: Árið 1995 varð vart matareitrunar hjá fólki sem rakin var til salmónellusmits í sviðum. Að því tilefni var gerð úttekt á salmónellusmiti í sauðfé og var markmið þeirrar úttektar að kanna nánar algengi salmónellusmits í sauðfé og hvar og hvernig smit ætti sér stað. Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.