Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 30

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 30
I ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ allar aðrar fyrri rannsóknir á efnainnihaldi lýsa flavonóíðum úr evr- ópskum Alchemilla tegundum (2-4), sem bendir til þess að munur geti verið á framleiðslu annars stigs plöntuefna eftir því hvort plant- an vex á Islandi eða annars staðar í Evrópu. Etanól extrökt allra þriggja Alchemilla tegundanna voru prófuð í in vitro anti-malaríu prófi, og er sú rannsókn hluti af stærra verkefni. Ofanjarðarhluti A. alpina gaf sterkustu IC50 verkun á sníkilinn eða í 25 pg/ml styrk. A. faeroensis og A. vulgaris sýndu einnig virkni í 50 (jg/ml styrk. íslensku Alchemilla tegundirnar innihalda því efni sem verka hemjandi á Plasmodium falciparum frumdýrið og eru það sennilega tríterpenarnir sem eru virkir. Hcimildir 1. Sokolowska-Wozniak A, Krzaczek T. Herba Pol 1993; 39:173. 2. D’Agostino M, Dini I, Ramundo E, Senatore F. Phytotherapy Res 1998; 12:162. 3. Schimmer O, Hiifele F, Kriiger A. Mutation Res 1988; 206: 201. 4. Jonadet M, Meunier MT, Villie F, Bastide P, Lamaison LJ. J Parmacol 1986; 17: 21. E 20 In vitro og in vivo prófanir á mónóglýseríöi Þórunn Ósk Þorgeirsdóttir , Peter Holbrook2, Halldór Þormar3, Þórdís Kristmundsdóttir1 'Lyfjafræðideild HÍ, 2tannlæknadeild HÍ, 3Líffræðistofnun HÍ Netfang: Inngangur: Ýmsar fitusýrur og mónóglýseríð af þeim hafa sýnt bakteríu- og veirudrepandi eiginleika in vitro. Vatnssækin hlaup sem innihalda mónókaprín, 1-mónóglýseríð af kaprínsýru, hafa sýnt mikla virkni gegn veirum og bakteríum in vitro. Tilraunir í dýrum hafa ekki sýnt fram á ertingu í slímhúð eftir notkun hlaupsins. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða áhrif lyfjaform sem innihalda mónókaprín sem virkt efni hafa á örveruflóru munnsins. Efniviður og aöferðir: Hannað var munnskol til samanburðar við hlaupið. Búnar voru til tvær línur af mónókaprínmunnskolum þar sem A) própýlen glýkól var leysirinn annars vegar og B) glýkófúról hins vegar. Mismunandi magn af yfirborðsvirka efninu Tween 20 var síðan sett í hvora línu fyrir sig. Virkni lausnanna gegn HSV-1 var prófuð in vitro. Þrjátíu og fimm heilbrigðir sjálfboðaliðar á aldrinum 18-65 ára tóku þátt í klínísku prófi sem samþykkt hafði verið af Vísindasiðanefnd og Lyfjanefnd ríkisins. Mónókaprínhlaup og munnskol af gerð B með 1 % Tween 20 var notað í klíníska prófið. Niðurstöður: Áhrif Tween 20 á virkni skolsins á HSV-1 in vitro sýndu að í línu B hélst full virkni hvaða Tween styrkur sem notaður var. í línu A byrjaði virknin hins vegar að minnka þegar Tween 20 styrkur var orðin 3% og var alveg horfin við 5% styrk. Virkni mónókaprínmunnskols á heildarbakteríufjölda, heildar- streptókokkafjölda og streptococcus mutans fjölda in vivo var kann- aður og borin saman við virkni eins af þeim vatnssæknu hlaupum sem þegar hafði verið hannað. Munnskolin voru jafn virk in vitro og hlaupin og höfðu tölfræðilega meiri bakteríudrepandi áhrif in vivo heldur en hlaupið. Hvorki munnskolið né hlaupið höfðu mark- tæk ertandi áhrif á munnslímhimnuna. Ályktanir: Niðurstöður sýna að bæði munnskol og vatnssækið hlaup geta verið hentug lyfjaform fyrir mónókaprín. E 21 Er hægt að auka ónæmissvar gegn lítt ónæmisvekjandi hjúpgerðum pneumókokka í 11-gildu prótíntengdu bóluefni með því að tengja fjölsykrur þeirra við tvö burðarprótín? Sigurveig Þ. Sigurðardóttir’, Þórólfur Guðnason2, Karl G. Kristinsson3, Sveinn Kjartansson3, Katrín Davíðsdóttir1, Gunnhildur Ingólfsdóttir', Manso- ur Yaich5, Odile Leroy5, Ingileif Jónsdóttir' 'Ónæmifræðideild, 2barnadeild og ’sýkladeild Landspítala Hringbraut, 'barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, 5Aventis Pasteur, Frakklandi Netfang: veiga@rsp.is Inngangur: Þörf er á virku bóluefni gegn pneumókokkum til að minnka sjúkdóma og dauðsföll af þeirra völdum og til að sporna við sýklalyfjaónæmi þeirra. Tvö 11-gild prótíntengd bóluefni gegn pneumókokkum voru rannsökuð, F3 (hjúpgerðir 1, 3, 4, 5, 6B, 7F, 9V, 14,18C, 19F og 23F tengdar tetanus eða diphtheria toxóíð) og F3bis (sömu hjúpgerðir en 6B, 9V, 18C og 23F tengdar báðum burð- arprótínum). Spurt var hvort auka mætti ónæmissvar gegn 6B, 9V, 18C og 23F með því að tengja þær tveimur burðarprótínum. Eftir frumbólusetningu við þriggja, fjögurra og sex mánaða aldur var enginn munur á öryggi né IgG svari sem var í vegnu meðaltali (GMC, pg/mL) eftir F3/ F3bis; 0,87/0,98; 1,96/1,68; 1,91/1,96 og 1,43/1,2 fyrir 6B, 9V, 14 og 23. Til að meta betur hugsanleg áhrif af því að nota tvö burðarprótín fyrir sömu hjúpgerðir í F3bis var IgG metið eftir endurbólusetningu við 13 mánaða aldur. Efniviður og aðferðir: Eitt hundrað fjörutíu og sex heilbrigð íslensk börn voru bólusett með annað hvort F3 eða F3bis við þriggja, fjög- urra, sex og 13 mánaða aldur. IgG mótefni gegn öllum hjúpgerðum voru mæld með ELISA við þriggja, sjö, 13 og 14 mánaða aldur. Niðurstöður: Bæði bóluefnin voru jafn örugg. Marktæk hækkun IgG mótefna varð gegn öllum 11 hjúpgerðunum í báðum bóluefn- unum. Niðrustöður eru gefnar í GMC pg/mL og % >1 pg/mL eftir 13 mánaða endurbólusetningu: Tegund 1 3 4 5 6B 7F 9V 14 18C 19F 23F F3 8,08 4,ltí /,Ö2 /,38 3,02 6,77 3,6/ tí,3b 2,16 30,9 4,/9 %>1,0 100 96 100 100 79 100 93 96 74 99 90 F3 bis 5,90 2,74 8,60 6,66 6,97 7,75 4,20 6,47 3,39 24,4 4,45 % >1,0 97 91 99 94 94 100 94 90 96 96 88 Ályktanir: Bæði bóluefnin voru örugg og ónæmisvekjandi sem end- urspeglaðist í marktæku IgG frum- og endursvari. Notkun tveggja burðarprótína fyrir lítt ónæmisvekjandi hjúpgerðir bætti ekki frum- svar en olli hærra endursvari gegn hjúpgerðunum 6B og 18C en ekki 9V og 23F. E 22 Áttgild prótíntengd fjölsykrubóluefni (Pnc-D) gegn pneu- mókokkum geta truflað mótefnasvar gegn prótíntengdu fjöl- sykrubóluefni Hemophilus influenzae (PRP-D) ef sykrurnar eru tengdar á sama prótín (DT) og bóluefnin gefin samtímis Ingileif Jónsdóttir', Sigurveig Þ. Sigurðardóttir', Þórólfur Guðnason2, Sveinn Kjartansson2, Katrín Davíðsdóttir3, Karl G. Kristinsson4, Gunnhildur Ingólfsdóttir', Odile Leroy5 'Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, 2barnadeild og'sýkladeild Landspítala Hringbraut, 'barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, JAventis Pasteur, Frakklandi Netfang: ingileif@rsp.is Inngangur: Markmiðið var að rannsaka milliverkan prótíntengdra fjölsykrubóluefna gegn pneumókokkum, Pnc-T og Pnc-D (átta hjúpgerðir tengdar toxóíði stífkrampabakteríunnar (TT) eða barna- veikibakteríunnar (DT)) og bóluefna sem gefin voru samtímis; DT, TT og prótíntengd fjölsykra Haemophilus influenzae, PRP-D. 30 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.