Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 46
I ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ Efniviður og aðferðir: cDNA fyrir Stat5, Smad4, PDGF B-viðtaka og TGF B-viðtaka, var ferjað inn í COS7 frumur og flókamyndun könnuð með mótefnabotnfellingu og Western blotting. Einnig var könnuð flókamyndun rnilli GST-Smad4 samrunaprótíns og Stat5 í frumufloti lifrarfrumna (HepG2). Umritunarvirkni Stat5 var könn- uð með luciferase assay. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýna að Stat5 og Smad4 geta myndað flóka í COS7 frumum sem yfirtjá þessi prótín. Einnig getur GST-Smad4 bundist við Stat5 í HepG2 frumum. Rannsóknir á virkni Stat5 sýna að umritunarvirkni þess eykst mjög í þeim frum- um sem einnig tjá Smad4 og sívirkan TGF-B viðtaka. Ályktanir: Niðurstöður benda lil þess að Smad4 geti bundist við Stat5 og haft áhrif á umritunarvirkni þess. Aukin þekking á sam- skiptum Stat5 við önnur frumuprótín gæti varpað ljósi á það hvern- ig starfssemi Stat5 er stjórnað í brjóstakirtli og gefið upplýsingar um hugsanlega þátttöku Stat5 í myndun brjóstakrabbameins. E 67 Fas bindill er tjáður innan frumu en ekki á yfirborði eðli- legra og illkynja brjóstafrumna Gunnar B. Ragnarsson , Evgenía K. Mikaelsdóttir', Hilmar Viöarsson', Jón Gunnlaugur Jónasson2, Kristrún Ólafsdóttir2, Katrín Kristjánsdóttir3, Jens Kjartansson4, Helga M. Ögmundsdóttir'3, Þórunn Rafnar' ' Krabbamcinsfélag íslands, 'Rannsóknastofa Háskólans í mcinafræði, 3læknadeild HÍ, 4St. Jósefsspítali Hafnarfirði Netfang: gbr@simnet.is Inngangur: Fas bindill (FasL) er tjáður í krabbameinsfrumum og var sú kenning sett fram að tjáning FasL gæti varið illkynja frumur gegn árás eitilfrumna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort FasL tjáning í brjóstakrabbameinsfrumum hefði neikvæð á- hrif á eitilfrumur. Efniviöur og aðferðir: Tjáning FasL var könnuð með RT-PCR og Western blot, tjáning himnubundins FasL var könnuð með frumuflæðisjá og tilvist leysanlegs FasL var athuguð með ELISA prófi. Stýrður frumudauði eitilfrumna var metinn með Annexin V og frumuflæðisjárgreiningu eftir 24 tíma samrækt með brjóstafrum- um. Niðurstööur: Ferskur eðlilegur brjóstavefur og brjóstakrabba- meinsæxli, eðlileg brjóstaþekja í rækt og fimm brjóstafrumulínur tjáðu öll FasL. Hins vegar var FasL hvorki merkjanlegur á yfirborði eðlilegrar brjóstaþekju né krabbameinsfrumna og leysanlegur FasL fannst ekki í floti af frumulínunum. Fas-næmar T eitilfrumur fóru ekki í stýrðan frumudauða þó þær væru ræktaðar með brjóstafrum- um. Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að þó FasL sé tjáður í eðlilegum og illkynja brjóstafrumum, þá sé hann að öllu jöfnu ekki fluttur út á yfirborð frumunnar. Það er því ólíklegt að FasL gegni mikilvægu hlutverki við að verja illkynja frumur gegn ónæmiskerf- inu. E 68 Tengsl brjóstakrabbameins og fæðingarsögu hjá arfber- um stökkbreytingarinnar 999del5 í BRCA2 geninu Laufey Tryggvadóttir', Elínborg Ólafsdóttir', Sigfríður Guðlaugsdóttir2, Guðríður H. Ólafsdóttir', Hrafn Tulinius', Jórunn E. Eyfjörð2 ‘Krabbameinsskrá og 2Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Krabbameins- félagi íslands Netfang: laufeyt@krabb.is Inngangur: Stökkbreytingar í BRCA genum tengjast aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Á íslandi hefur komið í ljós að 8% kvenna með brjóstakrabbamein bera eina tiltekna stökkbreytingu, 999del5, í BRCA2 geninu. Vitað er að fæðingarsaga tengist áhættu á að grein- ast með brjóstakrabbamein. Tilgangur rannsóknar okkar var að kanna hvort tengsl fæðingarsögu og brjóstakrabbameins væru á ein- hvem hátt sérstök hjá arfberum stökkbreytingarinnar 999del5. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var sjúklinga-viðmiðarannsókn innan ferilrannsóknar. í sjúklingahópnum voru 55 konur sem báru stökkbreytinguna og höfðu gefið svar í heilsusögubanka Leitar- stöðvar Krabbameinsfélagsins fyrir greiningu. Meðalaldur við greiningu var 48 ár (28-79). Þessi sjúklingahópur var borinn saman við hóp heilbrigðra kvenna, sem var paraður á fæðingarár og aldur við svar. Annar sjúklingahópur, paraður við arfberana, en órann- sakaður með tilliti til stökkbreytinga var einnig borinn saman við viðmiðahópinn. Við útreikninga var notuð fjölbreytugreining (conditional logistic regression) þar sem tekið var tillit til annarra áhættuþátta. Niðurstöður: Aukinn barnafjöldi hafði önnur áhrif hjá arfberum en óvöldum sjúklingum. Hlutfallsleg áhætta var 1,29 (95% öryggis- bil:l,00-l,65) þegar arfberar voru bornir saman við heilbrigð við- mið, en 0,98 (95% öryggisbil: 0,84-1,14) þegar óvalinn sjúklinga- hópur var borinn saman við heilbrigðu konurnar. Ályktanir: Niðurstöðurnar styðja þá tilgátu að tengsl fæðingarsögu og brjóstakrabbameins séu á einhvern hátt sérstök hjá arfberum stökkbreytingarinnar 999del5. E 69 Ættlægni magakrabbameins Albert Kjartansson Imsland, Sturla Arinbjarnarson, Steinunn Thorlaci- us, Valgarður Egilsson, Bjarki Eldon, Hjörtur Gíslason, Súsanna Jónsdóttir, Þórgunnur Hjaltadóttir, Shree Datye, Reynir Arngrímsson, Jónas Magnús- son Urður, Verðandi, Skuld, erfðalæknisfræði HÍ, handlækningadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, handlækningadeild Landspítala Hringbraut Netfang: albert@uvs.is Inngangur: Fylgni milli magakrabbameins og umhverfisþátta svo sem mataræðis og sýkinga er vel lýst. Ættlægni magakrabbameins hefur hins vegar lílið verið rannsakað. Efniviður og aðferðir: Fjölskyldutré allra sjúklinga sem greindust með krabbamein á árunum 1955 til 1999 voru rannsökuð. Fjöldi fyrsta stig ættingja var 712 karlmenn og 117 konur og annars stigs ættingjar voru 1968 karlar og 315 konur. Könnuð var tíðni krabba- meins á meðal þessara ættingja í Krabbameinsskrá. Væntanleg gildi voru metin út frá aldursstöðlum tíðnitölum. Niðurstöður: Hlutfallsleg áhætta á magakrabbameini var marktækt aukin, bæði á meðal fyrstu (RR=2,3; 95%CI=2,0-2,6) og annarrar gráðu (RR=1,6; 95%CI=1,3-2,0) karlkynsættingja. Áhættan var einnig aukin á meðal kvenkynsættingja, þó ekki næði það mark- tækri viðmiðun. Á meðal ættinga einstaklinga sem greinst höfðu með magakrabbamein fyrir 56 ára aldur var áhættan aukin enn meir. I rannsókninni greindust 58 fjölskyldur með tvo eða fleiri ein- staklinga með magakrabbamein og í 26 fjölskyldum voru þrír eða fleiri einstaklingar með magakrabbamein. Ályktanir: Ættingjar magakrabbameinssjúklinga hafa rösklega tvö- falda áhættu á að fá magakrabbamein. 46 Læknablaðið / FYLGIUIT 40 2 0 0 0/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.