Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 46
I ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ Efniviður og aðferðir: cDNA fyrir Stat5, Smad4, PDGF B-viðtaka og TGF B-viðtaka, var ferjað inn í COS7 frumur og flókamyndun könnuð með mótefnabotnfellingu og Western blotting. Einnig var könnuð flókamyndun rnilli GST-Smad4 samrunaprótíns og Stat5 í frumufloti lifrarfrumna (HepG2). Umritunarvirkni Stat5 var könn- uð með luciferase assay. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýna að Stat5 og Smad4 geta myndað flóka í COS7 frumum sem yfirtjá þessi prótín. Einnig getur GST-Smad4 bundist við Stat5 í HepG2 frumum. Rannsóknir á virkni Stat5 sýna að umritunarvirkni þess eykst mjög í þeim frum- um sem einnig tjá Smad4 og sívirkan TGF-B viðtaka. Ályktanir: Niðurstöður benda lil þess að Smad4 geti bundist við Stat5 og haft áhrif á umritunarvirkni þess. Aukin þekking á sam- skiptum Stat5 við önnur frumuprótín gæti varpað ljósi á það hvern- ig starfssemi Stat5 er stjórnað í brjóstakirtli og gefið upplýsingar um hugsanlega þátttöku Stat5 í myndun brjóstakrabbameins. E 67 Fas bindill er tjáður innan frumu en ekki á yfirborði eðli- legra og illkynja brjóstafrumna Gunnar B. Ragnarsson , Evgenía K. Mikaelsdóttir', Hilmar Viöarsson', Jón Gunnlaugur Jónasson2, Kristrún Ólafsdóttir2, Katrín Kristjánsdóttir3, Jens Kjartansson4, Helga M. Ögmundsdóttir'3, Þórunn Rafnar' ' Krabbamcinsfélag íslands, 'Rannsóknastofa Háskólans í mcinafræði, 3læknadeild HÍ, 4St. Jósefsspítali Hafnarfirði Netfang: gbr@simnet.is Inngangur: Fas bindill (FasL) er tjáður í krabbameinsfrumum og var sú kenning sett fram að tjáning FasL gæti varið illkynja frumur gegn árás eitilfrumna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort FasL tjáning í brjóstakrabbameinsfrumum hefði neikvæð á- hrif á eitilfrumur. Efniviöur og aðferðir: Tjáning FasL var könnuð með RT-PCR og Western blot, tjáning himnubundins FasL var könnuð með frumuflæðisjá og tilvist leysanlegs FasL var athuguð með ELISA prófi. Stýrður frumudauði eitilfrumna var metinn með Annexin V og frumuflæðisjárgreiningu eftir 24 tíma samrækt með brjóstafrum- um. Niðurstööur: Ferskur eðlilegur brjóstavefur og brjóstakrabba- meinsæxli, eðlileg brjóstaþekja í rækt og fimm brjóstafrumulínur tjáðu öll FasL. Hins vegar var FasL hvorki merkjanlegur á yfirborði eðlilegrar brjóstaþekju né krabbameinsfrumna og leysanlegur FasL fannst ekki í floti af frumulínunum. Fas-næmar T eitilfrumur fóru ekki í stýrðan frumudauða þó þær væru ræktaðar með brjóstafrum- um. Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að þó FasL sé tjáður í eðlilegum og illkynja brjóstafrumum, þá sé hann að öllu jöfnu ekki fluttur út á yfirborð frumunnar. Það er því ólíklegt að FasL gegni mikilvægu hlutverki við að verja illkynja frumur gegn ónæmiskerf- inu. E 68 Tengsl brjóstakrabbameins og fæðingarsögu hjá arfber- um stökkbreytingarinnar 999del5 í BRCA2 geninu Laufey Tryggvadóttir', Elínborg Ólafsdóttir', Sigfríður Guðlaugsdóttir2, Guðríður H. Ólafsdóttir', Hrafn Tulinius', Jórunn E. Eyfjörð2 ‘Krabbameinsskrá og 2Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Krabbameins- félagi íslands Netfang: laufeyt@krabb.is Inngangur: Stökkbreytingar í BRCA genum tengjast aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Á íslandi hefur komið í ljós að 8% kvenna með brjóstakrabbamein bera eina tiltekna stökkbreytingu, 999del5, í BRCA2 geninu. Vitað er að fæðingarsaga tengist áhættu á að grein- ast með brjóstakrabbamein. Tilgangur rannsóknar okkar var að kanna hvort tengsl fæðingarsögu og brjóstakrabbameins væru á ein- hvem hátt sérstök hjá arfberum stökkbreytingarinnar 999del5. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var sjúklinga-viðmiðarannsókn innan ferilrannsóknar. í sjúklingahópnum voru 55 konur sem báru stökkbreytinguna og höfðu gefið svar í heilsusögubanka Leitar- stöðvar Krabbameinsfélagsins fyrir greiningu. Meðalaldur við greiningu var 48 ár (28-79). Þessi sjúklingahópur var borinn saman við hóp heilbrigðra kvenna, sem var paraður á fæðingarár og aldur við svar. Annar sjúklingahópur, paraður við arfberana, en órann- sakaður með tilliti til stökkbreytinga var einnig borinn saman við viðmiðahópinn. Við útreikninga var notuð fjölbreytugreining (conditional logistic regression) þar sem tekið var tillit til annarra áhættuþátta. Niðurstöður: Aukinn barnafjöldi hafði önnur áhrif hjá arfberum en óvöldum sjúklingum. Hlutfallsleg áhætta var 1,29 (95% öryggis- bil:l,00-l,65) þegar arfberar voru bornir saman við heilbrigð við- mið, en 0,98 (95% öryggisbil: 0,84-1,14) þegar óvalinn sjúklinga- hópur var borinn saman við heilbrigðu konurnar. Ályktanir: Niðurstöðurnar styðja þá tilgátu að tengsl fæðingarsögu og brjóstakrabbameins séu á einhvern hátt sérstök hjá arfberum stökkbreytingarinnar 999del5. E 69 Ættlægni magakrabbameins Albert Kjartansson Imsland, Sturla Arinbjarnarson, Steinunn Thorlaci- us, Valgarður Egilsson, Bjarki Eldon, Hjörtur Gíslason, Súsanna Jónsdóttir, Þórgunnur Hjaltadóttir, Shree Datye, Reynir Arngrímsson, Jónas Magnús- son Urður, Verðandi, Skuld, erfðalæknisfræði HÍ, handlækningadeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, handlækningadeild Landspítala Hringbraut Netfang: albert@uvs.is Inngangur: Fylgni milli magakrabbameins og umhverfisþátta svo sem mataræðis og sýkinga er vel lýst. Ættlægni magakrabbameins hefur hins vegar lílið verið rannsakað. Efniviður og aðferðir: Fjölskyldutré allra sjúklinga sem greindust með krabbamein á árunum 1955 til 1999 voru rannsökuð. Fjöldi fyrsta stig ættingja var 712 karlmenn og 117 konur og annars stigs ættingjar voru 1968 karlar og 315 konur. Könnuð var tíðni krabba- meins á meðal þessara ættingja í Krabbameinsskrá. Væntanleg gildi voru metin út frá aldursstöðlum tíðnitölum. Niðurstöður: Hlutfallsleg áhætta á magakrabbameini var marktækt aukin, bæði á meðal fyrstu (RR=2,3; 95%CI=2,0-2,6) og annarrar gráðu (RR=1,6; 95%CI=1,3-2,0) karlkynsættingja. Áhættan var einnig aukin á meðal kvenkynsættingja, þó ekki næði það mark- tækri viðmiðun. Á meðal ættinga einstaklinga sem greinst höfðu með magakrabbamein fyrir 56 ára aldur var áhættan aukin enn meir. I rannsókninni greindust 58 fjölskyldur með tvo eða fleiri ein- staklinga með magakrabbamein og í 26 fjölskyldum voru þrír eða fleiri einstaklingar með magakrabbamein. Ályktanir: Ættingjar magakrabbameinssjúklinga hafa rösklega tvö- falda áhættu á að fá magakrabbamein. 46 Læknablaðið / FYLGIUIT 40 2 0 0 0/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.