Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Blaðsíða 36
■ ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ skortur á C4A gæti að einhverju leyti skýrt þennan þátt meingerð- arinnar. Frekari rannsókna er þörf til að skera úr um hvort þessi galli sé í orsakasamhengi við uppkomu sjúkdóms eða einstakra ein- kenna hans. E 37 Nýrnamein í tegund 1 sykursýki á íslandi GeirTryggvason', Ástráður B. Hreiðarsson' 2'4, Runólfur Pálsson’ 3'4 ‘Læknadeild HÍ, 2göngudeild sykursjúkra, 3nýrnadeild og iyflækningadeild Land- spítala Hringbraut Netfang: runolfur@rsp.is Inngangur: Hlutdeild sykursýkinýrnameins í lokastigsnýrnabilun hér á landi er mun minni en meðal annarra þjóða. Þessi rannsókn var gerð til að athuga safngengi (cumulative incidence) nýrnameins í sykursýki af tegund 1 og tengsl við blóðsykurstjórnun. Efniviöur og aðferðir: Rannsakaðir voru 557 sjúklingar á insúlín- meðferð sem mættu til eftirlits á göngudeild sykursjúkra á Land- spítalanum á árunum 1991 til 1998. Allir sem greindust fyrir 1992 voru teknir með í rannsóknina og var aflað gagna um þá til loka árs 1998. Útilokaðir voru sjúklingar með tegund 2 sykursýki, með- göngusykursýki og þeir einstaklingar sem greindust með sykursýki eftir þrítugt. Tvö hundruð og tíu sjúklingar mættu þessum skilyrð- um. Við athugun á safngengi nýrnameins var sjúklingum skipt upp í fimm hópa eftir greiningarárum frá 1961 til 1985 (140 sjúklingar). Mælingar á glýkósfleruðu hemóglóbíni voru fyrirliggjandi hjá flest- um sjúklingum sem greindust með sykursýki á árunum 1961-85. Vegna mæliskekkju var HbA|c mælingum frá 1994-1997 sleppt. Niðurstöður: Eftir 20 ár með sykursýki var safngengi nýrnameins hjá sjúklingum sem greindir voru á árabilinu 1961-1965 17,7%, hjá sjúklingum greindum 1966-1970 var það 22,2% en hjá sjúklingum sem greinst höfðu á árunum 1971-1975 datt það niður í 11,5%. Hjá sjúklingum sem greindir voru á árabilinu 1976-1980 hækkaði safn- gengið síðan aftur upp í 21,4%. Meðaltal HbAjc hjá sjúklingum sem greindust á árunum 1961-1985 var 7,8%. Þegar tímabilið frá 1984-1993 og 1998 var skoðað sást marktækur munur á gildum hjá sjúklingum með nýrnamein og þeirra sem ekki voru með nýrna- mein (8,3% á móti 7,6%, p=0,004). Ályktanir: Safngengi nýrnameins í tegund 1 sykursýki er svipað og hjá öðrum Vesturlandaþjóðum. Safngengið hefur ekki breyst á und- anförnum tveimur áratugum. Tengsl nýrnameins við lélega blóð- sykurstjórnun koma skýrt fram. E 38 Smásæ ristilbólga á íslandi árin 1995-1999 Margrét Agnarsdóttir , Ólafur Gunnlaugsson2, KJartan B. Örvar3, Nick Cariglia4, Sigurbjörn Birgisson5, Siguröur Björnsson3, Þorgeir Þorgeirsson4, Jón Gunnlaugur Jónasson1-6 'Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði, !Landspítali Fossvogi, ’St. Jósefsspítali Hafnarfirði, ’Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, 5Landspítali Hringbraut, 'lækna- deild HÍ Netfang: margragn@rsp.is Inngangur: Smásæ ristilbólga er samnefni tveggja bólgusjúkdóma í ristli, collagenous colitis og lymphocytic colitis. Lítið er vitað um ný- gengi þeirra en eitt helsta sjúkdómseinkennið er vatnsþunnur nið- urgangur. Greining fæst eingöngu með smásjárskoðun sýna sem tekin eru úr ristilslímhúð. Tilgangur rannóknarinnar var að kanna nýgengi þeirra hér á landi, afla upplýsinga um staðsetningu þeirra í ristlinum og athuga ýmsa vefjameinafræðilega þætti. Efniviður og aðferðir: Fundin voru fram vefjasvör allra einstaklinga á landinu sem greindir voru með eða grunur lék á að væru með smá- sæja ristilbólgu á tímabilinu 1995-1999. Alls var um að ræða sýni frá 193 einstaklingum. Vefjasýni allra voru endurskoðuð og metin með tilliti til sjúkdómsgreininga. Niðurstöður: Alls reyndust sýni frá 125 einstaklingum uppfylla greiningarskilmerki. Þannig greindist 71 tilfelli af collagenous colit- is og 54 tilfelli af lymphocytic colitis. Meðalnýgengi collagenous colitis á tímabilinu var 5,2/100.000 og fyrir konur sérstaklega 9,3/100.000. Meðalaldur við greiningu var 66,1 ár. Meðalnýgengi lymphocytic colilis á tímabilinu var 4,0/100.000 og fyrir konur sér- staklega 6,6/100.000. Meðalaldur við greiningu var 68,7 ár. Sýni sem tekin voru úr ristli reyndust oftar gefa greiningu sjúkdómanna en þau sem tekin voru úr endarþarmi. Ályktanir: Nýgengi collagenous colitis og Xymphocytic colitis er hátt hér á landi. Er nýgengi collagenous colitis það hæsta sem hingað til hefur verið skýrt frá. Til greiningar er rétt að gera fulla ristilspeglun og taka sýni víðs vegar úr slímhúðinni. E 39 Magatæmingarrannsókn með ísótópatækni: stöðlun og ákvörðun viðmiðunargilda Sigurbjörn Birgisson, Eysteinn Þétursson Rannsóknastofa í meltingarsjúkdómum og ísótóparannsóknum Landspítala Hring- braut Netfang: sigurbjb@rsp.is Inngangur: Magatæmingarrannsókn með ísótópatækni (gastric emptying scintigraphy) telst besta aðferðin til að meta sjúklinga með einkenni um skerta magatæmingu og áhrif lyfja á tæmingu magans. Staðla þarf aðferðina á hverri stofnun áður en hún er not- uð til rannsókna eða í læknisfræðilegum tilgangi. Aðferðin hefur ekki verið stöðluð á íslandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að staðla aðferðina og ákvarða viðmiðunargildi. Efniviður og aðferðir: Tuttugu og fimm heilbrigðir sjálfboðaliðar (14 karlar), meðalaldur 38 ár (bil 20-62 ár). Magatæmingarrann- sóknin var framkvæmd á svipaðan hátt og áður hefur verið lýst (Am J Gastroenterol 1995;90:869). Máltíð: eggjasamloka (332 kaloríur, 16g fita, 16g prótín og 31g kolvetni), merkt með 0,3mCi ^mTc-tin colloid, ásamt 200 ml vatns er snædd innan 10 mínútna. Strax að lokinni máltíðinni og síðan á 15 mínútna fresti er kviðurinn mynd- aður í uppréttri stöðu að framan og aftan með gammamyndavél í um fjórar klukkustundir. Isótópavirka svæðið svarandi til magans er afmarkað með aðstoð tölvu og ísótópavirkni magasvæðisins mæld fyrir hverja mynd og virknin leiðrétt fyrir rúmfræðilegum breyting- um og eðlislægri minnkun á virkni ísótópsins með tímanum. Niðurstöður: Það tók að meðaltali 7,3 mínútur (bil 3-11 mín) að ljúka máltíðinni. Miðgildis helmingunartími magatæmingar (tia) var 95 mínútur ((21,0), 90 persentfli og 95 persentfli var 120 og 132 mín- útur. Eftir 120 mínútur voru að meðaltali 33,4% ((13,7) eftir í mag- anum, 90 persentfli og 95 persentfli voru 50 og 56%. Enginn mark- tækur munur var á magatæmingu karla og kvenna. Ályktanir: Rannsókn á magatæmingu fastrar fæðu með ísótópa- tækni hefur verið stöðluð og viðmiðunargildi fyrir bæði kynin feng- in. Niðurstöðurnar eru í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem svipu aðferð er notuð. 36 Læknablaðtð / FYLGIRIT 40 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.