Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Side 44
■ ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ Efniviður og aðferðir: Úrtakið var 63 konur með iktsýki, sem voru í meðferð hjá gigtarsérfræðingum Landspítalans. Konurnar svör- uðu spurningalista, þar sem meðal annars var spurt um sjúkdóms- lengd, reykingasögu og lyfjanotkun vegna iktsýki. Til þess að meta alvarleika sjúkdómsins var færni kvennanna metin (HAQ) og grip- kraftur þeirra mældur. Liðbólgur og liðeymsli voru metin og kann- að hvort liðskekkjur eða gigtarhnútar væru til staðar. Röntgen- myndir af höndum voru metnar samkvæmt stöðluðu kerfi. Niðurstöður: Konur sem höfðu reykt mikið (>20 pakkaár) voru marktækt oftar með gigtarhnúta (p=0,01), höfðu minni færni (HAQ) (p=0,002) og minni gripkraft (p=0,01) heldur en þær sem minna reyktu eða höfðu aldrei reykt. Einnig tengdust reykingar auknum liðskemmdum á röntgenmynd (p=0,02). Jafnframt kom í ljós jákvæð fylgni milli fjölda pakkaára og magns IgM og IgA gigtarmótefna. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að reykingar hafi slæm áhrif á framvindu iktsýki. Einnig að tengsl séu milli reykinga og þeirra teg- unda gigtarmótefna sem rannsóknir hafa sýnt að helst tengjast ikt- sýki og alvarleika sjúkdómsins. E 61 Mónóklónal gammópatía á Íslandi. Nýgengi, tengsl við illkynja sjúkdóma og afdrif Vilhelmína Haraldsdóttir , Helga M. Ögmundsdóttir2, Guömundur M. Jóhannesson3, Guðríður Ólafsdóttir2, Kristín Bjarnadóttir3, Hrafn Tulinius2 'Landspítali Fossvogi, 2Krabbameinsfélag íslands, ’Landspítali Hringbraut Netfang: helgam@krabb.is Inngangur: Mónóklónal gammópatía nefnist það þegar í sermi eða þvagi finnst mónóklónal prótín sem endurspeglar góðkynja eða ill- kynja fjölgun mónóklónal B-eitilfrumna. Erfitt er að meta nýgengi þessa fyrirbæris en það eykst frá innan við 1% fyrir fimmtugt í rúmlega 3% eftir sjötugt. Nokkur munur er á nýgengi milli kyn- þátta. Við greiningu hafa 30-40% þessara einstaklinga illkynja sjúkdóm í blóðmyndandi vef, 10-20% hafa aðra sjúkdóma (aðra ill- kynja sjúkdóma eða bólgusjúkdóma) en hjá 50-70% finnst enginn sjúkdómur og er greiningin þá “monoclonal gammopathy of undetermined significance (MGUS)”. Úr síðasttalda hópnum fá allt að 30% illkynja sjúkdóm af B-eitilfrumuuppruna á næstu 15 árum Efniviöur og aðferöir: í þessari rannnsókn höfum við tekið saman upplýsingar um alla íslenska einstaklinga sem hafa greinst með mónóklónal gammópatíu í sermi og/eða þvagi frá upphafi rafdrátt- ar árið 1970. Pessi listi var síðan borinn saman við Krabbameins- skrána sem hófst 1955. Niðurstöður: Alls fundust 706 einstaklingar, 348 konur og 358 karl- ar sem gefur nýgengið 10,5 af 100.000 fyrir karla og 8,5 af 100.000 fyrir konur. Vitað var um illkynja sjúkdóm við greiningu hjá 13% sjúklinga, hjá 30% greindist illkynja sjúkdómur á sama ári en hjá 13% greindist illkynja sjúkdómur seinna. Illkynja sjúkdómurinn var í blóðmyndandi vef hjá 2/3 sjúklinganna. Af 414 einstaklingum með MGUS en engan illkynja sjúkdóm við greiningu eða á sama ári fengu rúmlega 10% illkynja sjúkdóm af B-eitilfrumuuppruna (mergfrumuæxli, það er myeloma multiplex, eða Waldenströms makróglóbúlínemíu) allt að 19 árum seinna og þar af helmingur á næstu tveimur árum. Hjá 44% einstaklinganna greindist aldrei ill- kynja sjúkdómur. Ekki fannst marktæk aukning á MGUS meðal ættingja sjúklinga með mergfrumæxli almennt, en í 10 fjölskyldum fóru saman > 2 tilfelli af mergfrumuæxli og/eða MGUS. Ályktanir: Tíðni mónóklónal gammópatíu er svipuð á íslandi og víða annars staðar, svo og tengsl við illkynja sjúkdóma. Pótt þetta fyrirbæri liggi ekki almennt í ættum fundust nokkrar ættir sem vert er að athuga nánar með tilliti lil ættgengis. E 62 Ónæmis- og faraldsfræðilegir þættir í leghálskrabba- meini á íslandi Evgenía K. Mikaelsdóttir 2, Kristrún Benediktsdóttir'3, Guðný S. Krist- jánsdóttir2, Kristrún Ólafsdóttir3, Þorgerður Ámadóttir1, Karl Ólafsson5, Helga M. Ögmundsdóttir'-2, Þórunn Rafnar26 'Læknadeild HÍ, 'Krabbameinsfélag fslands, 'Rannsóknastofa Háskólans í meina- fræði, 4rannsóknastofa í veirufræði og skvennadeild Landspitala Hringbraut, ‘Urður, Verðandi, Skuld ehf. Netfang: thorunnr@uvs.is Inngangur: Síðustu áratugi hafa orðið miklar breytingar á þeim þáttum sern hafa áhrif á leghálskrabbameinstíðni og ber þar hæst skipulega leit að leghálskrabbameini. Á hinn bóginn tengist leg- hálskrabbamein nær alltaf sýkingu með krabbameinsvaldandi und- irflokki human papillomaveiru (HPV) og er líklegt að breytt við- horf í kynferðismálum hafi aukið tíðni HPV sýkinga og haft áhrif á innbyrðis dreifingu undirflokka HPV. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt, annars vegar að kanna dreifingu HPV undirflokka í leg- hálskrabbameini á íslandi fyrr og nú og hins vegar að kanna ónæm- isfræðilegar breytur sem tengjast beint samskiptum eitilfrumna við veirusýktar frumur. Efniviður og aðferðir: Sýni úr öllum leghálskrabbameinum sem greind voru árin 1958-1960 (47 einstaklingar) og 1995-1996 (30 ein- staklingar) voru skoðuð með tilltiti til tjáningar á Fas, FasL, p53 og B-míkróglóbúlín. DNA var einangrað úr sýnunum og HPV undir- flokkar greindir með PCR og raðgreiningu. Niðurstöður: HPV16 fannst í 55% sýna frá eldra tímabilinu en 65% sýna frá því síðara, HPV greiningu lýkur á næstu vikum. Einungis eitt kirtilfrumukrabbamein fannst á fyrra tímabilinu (2%) en 10 kirtilfrumu- eða kirtilþekjukrabbamein greindust á síðara tímabil- inu (33%). Fas viðtakinn er tjáður í eðlilegri leghálsþekju en í mun minna mæli í illkynja vef. FasL, sem er ekki tjáður í eðlilegri legháls- þekju, er tjáður í meirihluta krabbameina. p53 svar er mjög mis- munandi sem og tjáning á B- míkróglóbúlín. Ályktanir: Tíðni kirtilfrumu- og kirtilþekjukrabbameina er hlut- fallslega mun hærri nú en áður. Hægt er að greina HPV í gömlum sýnum og munu þær upplýsingar veita áhugaverðar vísbendingar um faraldsfræði HPV hér á landi. Breytingar á tjáningu Fas og FasL í leghálskrabbameini gæti, ásamt tapi á vefjaflokkasameindum, átt þátt í því að verja það fyrir ónæmiskerfinu. E 63 P53 stökkbreytingar og p53 prótíntjáning í sjúkri og eðli- legri munnslímhúð Helga M. Ögmundsdóttir , Hólmfríður Hilmarsdóttir', Álfheiður Ást- valdsdóttir2, Jóhann Heiðar Jóhannsson3, Peter Holbrook2 'Rannsóknastofa í sameinda og frumulíffræði Krabbameinsfélagi íslands, 'tann- læknadeild HÍ, ’Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði Netfang: hclgam@krabb.is Inngangur: Ýmsir sjúkdómar í munnslímhúð þar á meðal flögu- þekjuþykknun (hyperkeratosis) og húðsjúkdómurinn lichen planus (flatskæningur) hafa verið taldir hugsanlegir undanfarar illkynja æxlisvaxtar. Stökkbreytingar í æxlisbæligeninu p53 eru algengustu genabreytingar í illkynja æxlum. Prótínafurð stökkbreytts p53 end- ist lengur í frumunni en eðlilegt p53 prótín og því hefur sterk 44 Læknablaðid / FYLGIRIT 40 2 0 00/86

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.