Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2000, Qupperneq 26
■ ÁGRIP ERINDA / X. VÍSINDARÁÐSTEFNA LÆKNADEILDAR HÍ Reykjavík og Vilnius og M. catarrhalis frá 60% og 46% barna. Minnkað penicillínnæmi pneumókokka var 10,7% í Reykjavík en 5,4% í Vilnius. 6-lactamasa framleiðsla H. influenzae var 9,1% í Reykjavík, en 3,5% í Vilnius. B-lactamasa framleiðsla M. catarrhalis var 95% í Reykjavík og 97% í Vilnius. Við sýnatökuna, notuðu 3% barna í Reykjavík sýklalyf en 9,6% í Vilnius. Ellefu prósent barna í Reykjavík höfðu fengið sýklalyf undangenginn mánuð, 24% í Vilni- us. Penicillín-skyld sýklalyf voru mest notuð í Reykjavík en mak- rólíðar í Vilnius. í Reykjavík var marktæk fylgni milli sýklalyfjanotk- unar og þess að bera penicillínónæma pneumókokka í nefkoki. Ályktanir: Sýklalyfjanotkun var meiri í Litháen en á íslandi. Sýkla- lyfjaónæmi var þó meira á Islandi. Á Islandi fór sýklalyfjaónæmi pneumókokka hratt vaxandi á síðastliðnum áratug en hefur minnk- að, ef til vill vegna minnkaðrar sýklalyfjanotkunar hjá börnum á ís- landi. Sýklalyfjanoktun í Vilnius fer vaxandi að því er talið er, en sýklalyfjaónæmi er enn lágt. Sýklalyfjaónæmi getur því aukist þar á næstu árum. Fylgjast verður áfram með þróun sýklalyfjaónæmis á íslandi og í Litháen. E 07 Gerð hjúpprótíns mæði-visnuveirunnar Benedikta S. Hafliðadóttir, Sigríður Matthíasdóttir, Guðrún Agnarsdótt- ir, Valgerður Andrésdóttir Tilraunastöð Háskóla íslands í meinafræði að Keldum Netfang: bsh@hi.is Inngangur: Mæði-visnuveiran tilheyrir lentiveirum, undirhópi retróveira. Mæði-visnuveiran veldur hæggengum sjúkdómi í sauðfé sem leggst aðallega á miðtaugakerfi og lungu. Hjúpprótín veira í þessum flokki eru ein af mest sykruðu prótínum sem finnast. Við höfum sýnt að tegundasérhæft væki er innan 39 amínósýra á V4 svæði hjúpprótíns veirunnar. Afvirkjandi mótefni sem greinast stuttu eftir sýkingu beinast að þessu væki, sem bendir til þess að svæðið sé ríkjandi í mótefnasvari. Svæðið er mjög breytilegt en inni- heldur þó varðveitt svæði auk cysteina sem eru varðveitt í stofnum mæði-visnuveirunnar og í stofnum geitaveirunnar, CAEV (Caprine arthritis-encephalitis virus). Cysteinin eru talin eiga þátt í að mynda byggingu prótínsins með myndun brennisteinsbrúa. Efniviður og aðferöir: Til að skilgreina hlutverk varðveitta svæðisins í afvirkjun og vexti veirunnar voru gerðar stökkbreytingar þar sem cysteinum og varðveittu sykrunarseti var breytt. Breytta hjúpprótín- ið var síðan klónað inn í sýkingarhæfa klóninn KV1772kv72/67. Niðurstöður og ályktanir: Þegar cysteini var breytt í týrósín óx veir- an jafn vel og áður en tegundasérhæfð afvirkjandi mótefni gegn KV1772kv72/67 virkuðu ekki á breyttu veiruna. Hins vegar ef cysteinum var breytt í serin óx veiran ekki. Þegar sykrunarsetinu var breytt hafði það ekki áhrif á mótefnasvarið. Niðurstöðurnar styðja þá tilgátu að varðveittu cysteinin séu hluti af ríkjandi vaxtar- hindrandi væki veirunnar, en hlutverk sykrunarsetsins er óljóst. E 08 Slímhúðarbólusetning með veikluðum visnuveiruklóni Guðmundur Pétursson, Sigríður Matthíasdóttir, Agnes Helga Martin, Valgerður Andrésdóttir, Vilhjálmur Svansson, Ólafur S. Andrésson, Sigur- björg Þorsteinsdóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: gpet@hi.is Inngangur: Bólusetningar með lifandi en veikluðum sýklum veita á- gæta vörn gegn ýmsum smitsjúkdómum. Þróun bóluefna gegn lenti- veirum hefur reynst miklum vandkvæðum bundin. Vegna mikillar útbreiðslu eyðni í þróunarlöndum er aðkallandi að reyna að þróa bóluefni gegn HIV en allar tilraunir til þess eru skammt á veg komnar og árangur næsta óviss. Þar sem veira smitar um slímhúðir eins og HIV og visnu-mæðiveira sauðfjár, er talið æskilegt að bólu- setning örvi sérstaklega ónæmissvörun í slímhúðum. Efniviður og aðferðir: Reynt var að sýkja kindur um slímhúð með veikluðum visnuveiruklóni (LVl-lKSl). Þessi veira fjölgar sér mjög takmarkað í kindum og veldur nánast engum sjúkdómseinkennum né vefjaskemmdum. Fjórar kindur voru sýktar í barka með 107 smit- einingum (TCIDso) og sýkingin endurtekin eftir 17 vikur. Á 63. viku voru þessar kindur sýktar með 103 smiteiningum af náskyldum en mjög meinvirkum visnuveiruklóni (KV1772-kv72/67) í barka og fjórar óbólusettar kindur sýktar á sama hátt. Fylgst var með gangi sýkinga með mælingum á veirumótefnum (ELISA) og veirurækt- unum úr blóði. Niðurstöður: Bólusetning með veiklaðri veiru framkallaði lága mótefnasvörun sem hækkaði greinilega eftir sýkingu með þeirri meinvirku. Meinvirka veiran hafði ræktast úr blóði þriggja af fjór- um bólusettum kindum en frá öllum fjórum í óbólusettum saman- burðarhópi 20 vikum eftir sýkingu. Ályktanir: Niðurstöðurnar sýna að bólusetning með þessari veikluðu veiru veitir litla sem enga vörn gegn endursýkingu með meinvirkri veiru en óvíst er hvort hún gæti haft áhrif á framvindu vefjaskemmda til lengri tíma. E 09 Bólusetninga- og sýkingatilraunir á lúðu og þorski Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Sigríöur Guðmundsdóttir, Bergljót Magnadóttir Tilraunastöö HÍ í meinafræði að Keldum Netfang: bjarngud@hi.is Inngangur: Nú er eldi nokkurra sjávarfisktegunda í þróun hér á landi. Mjög lítið er enn vitað um það fyrir hvaða sýklum þessar teg- undir eru næmar og hver áhrif bólusetningar eru. Markmið rann- sóknarinnar var að bólusetja lúðu og þorsk með mismunandi bólu- efnum og mæla ónæmisvörn í tilraunasýkingum. Efniviður og aðferðir: Lúðuseiði (36 g) í eldisstöðinni Fiskey í Þor- lákshöfn og þorskseiði (53 g) í eldisstöð Hafrannsóknarstofnunar á Stað í Grindavík voru merkt með mislitum plastmerkjum og skipt í fjóra tilraunahópa, sem hver innihélt 150 seiði. Að lokinni bólusetn- ingu var seiðum sömu tegundar komið fyrir í einu keri þar sem þau voru alin áfram. Bóluefnin sem notuð voru voru eftirfarandi: Sér- lagað AAS (Aeromonas salmonicida undirtegund achromogenes bakteríustofn, sem einangraður var úr sjúkum þorski (F19/99), var ræktaður upp og notaður við gerð tilraunabóluefnisins) og bóluefn- ið ALPHAJECT 1200 (kýlaveikibóluefni frá ALPHARMA, sem notað er í íslenskum laxeldisstöðvum til varnar kýlaveikibróður). Viðmiðunarhópar voru sprautaðir með saltdúalausninni, PBS, eða saltdúalausn iblandaðri ónæmisglæði sem notaður var í bóluefnin. Átta vikum eftir bólusetningu var fiskurinn, ásamt 150 óbólusettum seiðum af sama uppruna, fluttur í kerasal á Fræðasetrinu í Sand- gerði þar sem sýkingatilraunir voru framkvæmdar. Sýkt var með sprautun missterkra lausna stofns F19/99 í vöðva. Magn mótefna gegn vækjum A. salmonicida í blóðvatni óbólusettra og bólusettra fiska var mælt með ELISA-prófi. Niðurstöður og ályktunir: Niðurstöður sýndu að lúðan þoldi bólu- setningu mjög vel og að bæði sérlagað AAS og ALPHAJECT1200 26 Læknablaðið / FYLGIRIT 40 2000/86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.