Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Síða 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Síða 8
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR rannsóknir, meðal annars með slembiúrtökum á aðferðinni við hnakkaþykktarmælinguna, þar sem þessi nýja aðferð er borin saman við 18 til 19 vikna ómskoðun. Niðurstaðna er að vænta á næstu ár- um. I Noregi var rannsóknaráætlun af þessum toga stöðvuð haustið 1999 af faglegum og sið- fræðilegum ástæðum. Hugtakið „frjálst val allra kvenna“ er ekki raun- verulegt fyrr en allar skoðanir hafa verið vandlega yfirvegaðar. Það þýðir meðal annars að öllum konum séu opinberlega tryggð sömu réttindi, meðal annars þeim konum sem hafna kembileit, eða eignast barn með litningagalla. Heilsugæslan verður að vera í forsvari fyrir því að semja klínískar leiðbeiningar og fræðsluefni fyrir almenning og fagfólk um fósturgreiningar, eink- um hvað varðar þátt heilsugæslunnar í þessum hluta mæðraverndar. Við samningu slíks fræðslu- efnis verður að hafa samráð við sem flesta fag- og hagsmunaaðila. Tilgangur þessa rits er liður í því átaki. Á tímum hraðra samfélagsbreytinga, þar sem gömul og ný siðferðisgildi blandast saman við örar og ófyrirséðar tækniupp- götvanir, er nauðsynlegt að staldra við og ræða málin frá sem flestum sjónar- hornum. Snemmómskoðun í meðgöngu byggist í grundvallaratriðum á því að meta og túlka hnakkaþykkt fóstursins.' Ákvörðun um að hefja svo þýðingar- mikla rannsókn á landsvísu verður ekki tekin á grundvelli þess að tæknin sem gerir slíkt mögulegt sé til, heldur ein- göngu eftir að þverfagleg umræða um kosti hennar og galla hefur átt sér stað meðal allra þeirra aðila sem að málinu koma. Aðeins þannig gætum við hags- muna samfélagsins og einstaklinganna sem mynda það. Félag íslenskra heimilislækna og Ljós- mæðrafélag íslands fagna því að tekist hefur að koma á framfæri þeirri þverfag- legu þekkingu sem endurspeglast í þessu riti. Þórir B. Kolbeinsson formaður Félags íslenskra heimilislækna Ástþóra Kristinsdóttir formaður Ljósmæðrafélags íslands 8 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit42

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.