Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Side 44
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR
Áhugi kvenna
upplýst val
á ómskoðun,
og ráðgjöf
Kristín Rut
Haraldsdóttir
Höfundur er ljósmóðir við
fósturgreiningardeild
kvennadeildar Landspítala
Hringbraut. Fyrirspurnir,
bréfaskipti: Kristín Rut
Haraldsdóttir
fósturgreiningardeild
kvennadeildar Landspítala
Hringbraut. Sími: 560 1158:
netfang:
krruthar@landspitali.is
Lykilorð: fósturómskoðun,
upplýst val.
Ágrip
A Islandi fara langflestar konur í ómskoðun við 18-20
vikna meðgöngu. I mæðravernd á að upplýsa konur
og maka þeirra um skoðunina, tilgang hennar og
möguleikann á að fósturgalli finnist. Ómskoðunin á
að vera kynnt sem valkostur en ekki „skylda“ í
mæðravernd. Margar konur lýsa því hvernig þungun-
in verður raunverulegri fyrir þeim en áður þegar þær
sjá fóstrið á skjánum og að tengslamyndunin við
fóstrið verði sterkari við ómskoðunina. Til að fá hug-
mynd um hver afstaða íslenskra kvenna er til óm-
skoðana og fósturgreiningar á meðgöngu þá var
framkvæmd könnun á fósturgreiningardeild kvenna-
deildar í ágúst 2000. Allar konur sem komu á deildina
á 10 daga tímabili voru beðnar að svara spurningum
um efnið eftir að þær höfðu verið í ómskoðuninni.
Langflestar konurnar töldu sig upplýstar um tilgang
ómskoðunarinnar (94%) og höfðu einnig hugleitt að
fósturgalli gæti greinst hjá fóstri þeirra (90%). Að-
eins 68% kvennanna héldu að ómskoðun við 19 vik-
ur væri valkostur í meðgöngu, en hins vegar vildu 96%
kvennanna fara í ómskoðun á meðgöngu. Langflest-
ar konurnar (93%) vildu fara í snemmómskoðun og
fá reiknað líkindamat með tilliti til litningagalla fóst-
urs (svo sem Downs heilkennis) ef það stæði til boða.
Inngangur
Vonin um að eignast heilbrigt barn hefur lifað meðal
mannkyns frá ómunatíð. Það er hins vegar ekki fyrr
en á allra síðustu árum sem hægt hefur verið að skoða
og meta heilbrigði fósturs í móðurkviði. Með tilkomu
ómtækninnar er nú hægt að skoða fóstrið og eftir því
sem tækninni hefur fleygt fram og sérhæfing starfs-
fólks aukist, hefur þekkingin aukist jafnt og þétt (1-3).
Fyrir 25 árum kom fyrsta ómtækið til landsins en það
er ekki hægt að leggja að jöfnu við þann tækjabúnað
sem við búum við í dag. En það gerði okkur mögulegt
að kíkja inn fyrir. Legvatnsástungur til greiningar á
litningagerð fósturs hófust einnig um þetta leyti og í
framhaldi af því var farið að bjóða öllum konum 35
ára og eldri upp á litningarannsókn fósturs.
Skipulagning ómskoðunar við 18-20 vikur
Árið 1986 var öllum konum boðið að koma í óm-
skoðun við 19 vikur. Þá var markvisst farið að skoða
heilbrigði fósturs, eins og hægt er, hjá öllum þeim
konum sem það kusu. Hér á íslandi hafa um 99%
kvenna nýtt sér þennan valkost í mæðravernd.
Ástæður þess að svo margar konur velja að fara í óm-
ENGLISH SUMMARY
Haraldsdóttir KR
Woman’s interest in ultrasound, informed choice
and counselling
Læknablaðið 2001; 87/Fylgirit 42: 44-6
Prenatal ultrasound examination is routinely performed in
lceland at 18-20 weeks gestation. The examination should
be offered to all pregnant women and their partners. The
couple should receive counselling regarding the purpose
of the examination and possible sequela, i.e. if fetal
anomaly is detected. The examination should therefore be
optional, not mandatory. Many women state that an
increased sense of bonding with the baby occurs during
the ultrasound examination and express joy over watching
the fetus and see its movements on the screen. In order to
get an idea what pregnant women want, all women who
had just attended an ultrasound examination at the
prenatal diagnostic unit in Reykjavík over a 10 day period
in August 2000 were asked to answer a questionnaire
regarding ultrasound and fetal diagnosis. The majority of
women reported having been informed about the goals of
the 19 weeks examination (94%), and had considered that
their fetus might have a malformation (90%). Only 68% of
the women considered the ultrasound examination at 19
weeks to be optional. Almost 96% of the women stated
that they would have the ultrasound examination. The
majority (93%) of women would like to have an early
ultrasound examination with assessment of fetal risk for
aneuploidy (for instance Down's syndrome), if such a test
was offered.
Key words: prenatal ultrasound, informed choice.
Correspondence: Kristín Rut Haraldsdóttir midwife.
E-mail: krrutthar@landspitali.is
skoðun á meðgöngu er trúlega þessi von, vonin um
að eignast heilbrigt barn og fá jafnvel staðfestingu
um það á meðgöngu. Að geta séð barnið, hendur
þess og fætur, sjá það hreyfa sig, jafnvel sjúga fingur
er mikill gleðigjafi og tengir verðandi foreldra við
hinn ófædda einstakling. Hins vegar er sorgin líka
mikil ef í ljós kemur alvarlegur fósturgalli (4-6).
Ómskoðun á meðgöngu, upplýst val verðandi
foreldra
Mjög mikilvægt er að upplýsa verðandi foreldra um
tilgang ómskoðunarinnar, en fyrst og fremst er verið
að kanna heilbrigði fóstursins, auk þess sem verið er
að ákvarða meðgöngulengd, fjölda fóstra og fylgju-
44 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42