Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Síða 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Síða 46
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR í könnuninni voru konurnar einnig spurðar hvort þær hefðu áhuga á ómskoðun snemma í meðgöngu þar sem líkur á litningagalla fósturs (svo sem Downs heilkenni) væru metnar og líkindamat gefið með til- liti til litningagalla. Langflestar kvennanna (93%) sögðust hafa áhuga á að fá slíka skoðun, stæði hún til boða. Þetta er sambærilegt við niðurstöður breskrar rannsóknar sem birtist í British Journal of Midwifery 1997 en þar töldu 97% kvennanna að slík rannsókn ætti að standa þeim til boða (13). Könnunin er gerð meðal kvenna/para sem sótlu þjónustu fósturgreiningardeildar en ekki meðal allra þjóðfélagshópa, enda var hún hugsuð sem hluti af gæðastarfi deildarinnar en ekki sem vísindarann- sókn. Þess vegna er ekki hægt að alhæfa um afstöðu almennings almennt til ómskoðunar en hins vegar nær könnunin til þess hóps sem málið brennur heitast á, það er fólks á barneignaaldri. Þessi könnun staðfesti að okkar mati það sem við, starfsfólk fósturgreiningardeildar kvennadeildar, höfum orðið vör við í starfi en það er að flestar konur vilja fósturgreiningu og gera sér grein fyrir því að við 19 vikur er verið að skoða og meta heilbrigði fósturs- ins. Með því að bjóða upp á ómskoðun við 12 vikna meðgöngu er hægt að færa fósturgreininguna framar og bæta við líkindamati með tilliti til litningagalla fósturs. Hins vegar mun áfram verða boðin ómskoð- un við 19 vikur, þar sem ekki er hægt að meta útlit fósturs með sama hætti við 12 vikur eins og síðar. Niðurlag Ómskoðun snemma í meðgöngu ætti að vera val- kostur í mæðravernd alveg eins og 19 vikna ómskoð- unin er í dag. Upplýsingar um ómskoðanir ber að veita í mæðraverndinni, á hlutlausan hátt, svo verð- andi foreldrar geti tekið ákvörðun í samræmi við lífs- viðhorf sitt varðandi meðgönguna. Mikilvægt er að virða sjálfsákvörðunarrétt verðandi foreldra, einnig þeirra sem velja að fara ekki í ómskoðun í meðgöngu. Heimildir 1. Salvesen KA, Öyen L, Schmidt N, Malt UF, Eik-Nes SH. Com- parison of long-term psychological responses of women after pregnancy termination due to fetal anomalies and after peri- natal loss. Ultrasound Obstet Gynecol 1997; 9: 80-5. 2. Kolker A, Burke M. Grieving the wanted child: ramifications of abortion after prenatal diagnosis of abnormality. Health Care Women Int 1993; 14: 513-26. 3. Bryar SH. One day you're pregnant and one day you're not: pregnancy interuption for fetal anomalies. J Obstet Gynecol Neonat Nurs 1997; 26: 559-66. 4. Ney PG, Fung T, Wickett AR, Beaman-Dodd C. The effects of pregnancy loss on women’s health. Soc Sci Med 1994; 37:1193-9. 5. Lorenzen J, Holzgreve W. Helping parents to grieve after second trimester termination of pregnancy for fetopathic reasons. Fetal Diagn Ther 1995; 10: 147-56. 6. White-van Mourik MC, Connor JM, Ferguson-Smith MA. The psychosocial sequelae of a second-trimester termination of pregnancy for fetal abnormality. Prenat Diagn 1992; 12:189-204. 7. Hunfield JAM, Wladimiroff JW, Passchier J. The grief of late pregnancy loss. Patient Educ Couns 1997; 31: 57-64. 8. Venn-Treloar J. Nuchal translucency: screening without con- sent. BMJ 1998; 316:1026b. 9. McFadyen A, GledhiII J, Whitlow B, Economides D. First tri- mester ultrasound screening. Carries ethical and psychological implications. BMJ 1998; 317: 694-5. 10. Proud J, Murphy-Black T. Choice of a scan: how much infor- mation do women receive before ultrasound. Br J Midwifery 1997; 5:144-7. 11. Snijders RJ, Noble P, Sebire N, Souka A, Nicolaides KH. UK multicentre project on assessment of risk of trisomy 21 by maternal age and fetal nuchal translucency thickness at 10-14 weeks of gestation. Fetal Medicine Foundation First Trimester Screening Group. Lancet 1998; 352: 343-6. 12. Hyett JA, Perdu M, Sharland GK, Snijders RJ, Nicolaides KH. Increased nuchal translucency at 10-14 weeks of gestation as a marker for major cardiac defects. Ultrasound Obstet Gynecol 1997; 10:242-6. 13. Fairgrieve S. Screening for Down's syndrome: what the women think. Br J Midwifery 1997; 5:148-51. 46 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.