Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 48

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Page 48
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR • að upphaflegur tilgangur ómskoðunar, sá að skoða hafdjúpin og finna kafbáta, snerti læknis- fræði yfir höfuð ekki, • að notkun ómskoðunar hjá þunguðum konum var tilviljun en ekki niðurstaða markvissra rannsókna og • að ómskoðun varð að hefð við umönnun verðandi mæðra, án þess að áhrif hennar og mögulegar aukaverkanir hefðu verið rannsakaðir á vísinda- legan hátt (1). Þrátt fyrir margar samanburðarrannsóknir hefur ekki verið hægt að sýna fram á að venjubundin óm- skoðun við 16-19 vikna meðgöngu leiði til marktækr- ar lækkunar á burðarmálsdauða (perinatal mortality) eða burðarmálssjúkleika (perinatal morbidity) (4,5). Ómskoðun í dag: I dag er öllum þunguðum kon- um á Islandi boðin ómskoðun við 18-19 vikna með- göngu og er þátttaka íslenskra kvenna í þessari skoð- un talin vera um 99%2 3. í endurskoðuðum leiðbein- ingum um ómskoðun á meðgöngu segir að aðaltil- gangur skoðunarinnar sé að fylgjast með og greina frávik á fósturvexti, fylgjustaðsetningu, fósturstöðu og gera blóðflæðisrannsóknir og að síðustu að fá síð- búna greiningu á fósturgöllum (6). Skoðuninni er því ætlað að vera fósturgreining þar sem hægt er að greina suma hjartagalla og nær alla miðtaugakerfis- galla eins og galla á heilahvelum og klofinn hrygg (spina bifida). Hæfni starfsfólks sem vinnur við óm- skoðunartækin og gæði tækjanna skiptir verulegu máli varðandi það hvaða og í hve miklum mæli líf- fræðileg frávik finnast (7). Ómskoðunin er tiltölulega einföld og ódýr í framkvæmd og hér er ekki um inn- grip að ræða (not invasive), það er að segja skoðun- inni sjálfri fylgir ekki ástunga til sýnistöku, sem hefur í för með sér aukna hættu á fósturláti. Það er heldur ekkert sem bendir til þess að ómskoðunin sjálf sé líffræðilega skaðleg fyrir móður eða fóstur. Þessi ómskoðun hefur gagnrýnilaust orðið að hefð eða venju hér á landi sem víða annars staðar. Sem dæmi má nefna að í skýrslu frá Noregi, sem gerð var eftir samráðsráðstefnu árið 1995 um notkun ómskoð- unar á meðgöngu, stendur meðal annars eftirfarandi: „Það er samhljóða niðurstaða ráðsins að það sé ekki tilefni til að framkvæma skimun í venjulegum skiln- ingi. Með sérstöku tilliti til óska þungaðra kvenna, er það skoðun ráðsins að allar þungaðar konur eigi að fá upplýsingar um möguleikann á ómskoðun.“ (8)\ Þróun ómskoðana síðustu ár: Nýjungar í ómskoð- unum og fósturgreiningum hafa verið nokkrar á liðn- um árum og hefur sérstaklega ein þeirra, svokölluð 2 Sjá neöanmálsgrein 1 á fyrri síöu. 3 Þýðing höfundar. Upprunalegur texti er svohljóðandi: „Etter en samlet vurdering mener panelet at det ikke er grunnlag for á gjennomföre et screeningprogram i vanlig forstand. Under spesiell hensyntagen til de gravides pnsker, mener panelet at alle gravide rutinemessig b0r fá informasjon om muligheten for en ultralydunders0kelse.“ hnakkaþykktarmæling (nuchal translucency measure- ment), verið til umræðu meðal heilbrigðisstétta hér á landi á liðnum mánuðum. Þessi mæling er gerð með ómskoðun og byggir á þróun síðustu ára í ómskoðun- artækni og beinist að því að skima fyrir fósturgöllum á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar (9). Hér á landi er ætlunin að bjóða öllum konum þessa mælingu í upp- hafi meðgöngunnar en fram til þessa hefur íslenskum konum 35 ára og eldri verið boðin legvatnsástunga (síðustu eitt til tvö árin einnig/eða hnakkaþykktar- mæling sem skimun) til greiningar á litningafrávikum fóstursins, þar sem rannsóknir sýna að tíðni litninga- frávika eykst með hækkandi aldri mæðra. Talið er að um 90%J íslenskra kvenna þiggi þá rannsókn. Umræða um ómskoðun á fyrsta þriðjungi með- göngunnar til skimunar fyrir litningafrávikum kallar á ýmsar vangaveltur um vilja, siðferðisleg og almenn viðhorf og þekkingu heilbrigðisstarfsmanna, þung- aðra kvenna og barnsfeðra þeirra um fósturskimanir og fósturgreiningar. Hvers vegna fara konur í ómskoðun? Rannsóknir hafa sýnt að þar sem ómskoðun er í boði fyrir allar konur, þiggja nær allar konur hana án at- hugasemda, en þar sem skoðunin er ekki fastur liður í mæðraverndinni eru mun færri konur sem þiggja hana (10). Þegar ómskoðun er boðin af fagstéttum upplifa konur það þannig að aðferðin sé vel ígrunduð og því það besta sem í boði er. Að auki telja konurnar að með því að taka þátt séu þær að gera það besta sem þær geta fyrir barnið sitt (11-14). Einnig sýna rannsóknir að flestar konur og makar þeirra eru mjög jákvæð gagnvart ómskoðun og finnst hún mikils virði (10). Ymsar rannsóknir sýna að kon- ur upplifa að ómskoðun staðfesti að barnið sé á lífi og hafi það gott, ennfremur að skoðunin geri þungunina raunverulegri bæði fyrir hana sjálfa og hinn verðandi föður (15). Ein rannsókn í Finnlandi sýndi að næstum allar konur (N=1035) vissu að við ómskoðun á öðr- um þriðjungi meðgöngu er unnt að greina tvíbura, suma sjúkdóma og fatlanir og „leiðrétta“ meðgöngu- lengd (11). Einnig kemur fram í rannsóknum að kon- ur líta ekki á ómskoðun sem fósturgreiningu þótt þær viti að frávik geti fundist. Þær eru að fá staðfest að allt sé í lagi (16), að barninu líði vel og það sé frískt, fá að sjá barnið, jafnvel að fá að vita kyn þess (17-19) og að það sé ekki með neina „galla“ (10). Þetta passar all- vel við þær hugmyndir sem reynslan hefur sýnt mér í starfi mínu sem ljósmóðir í mæðravernd í tæp 10 ár. Upplýst samþykki Þegar heilbrigðisyfirvöld bjóða upp á skimun eða greiningu þarf einstaklingurinn sem fær boðið að velja hvort hann þiggi það eða veiti samþykki sitt 4 Það sama á viö hér og í fyrstu neðanmálsgrein. 48 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.