Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Qupperneq 58

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Qupperneq 58
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Sérfræðingar sem þróa og taka í notkun fóstur- greiningarpróf ganga út frá því að verðandi foreldrar hafi raunverulegt og frítt val með tilliti til fóstur- greiningar (21-26). I reynd er margt sem bendir til þess að foreldrar séu ekki alltaf frjálsir í því að for- gangsraða út frá innri sannfæringu sinni. Bak við upplýst samþykki um fósturskimun eða -greiningu dylst flókinn veruleiki. Hið frjálsa val, draumur eða raunveruleiki?: Leið- beiningar og upplýsingar um fósturgreiningu verða aldrei hlutlausar (16,22). Margir verðandi foreldrar eiga auk þess erfitt með að skilja eiginleika skimunar- og greiningarprófanna og eru því ekki í stakk búnir til að taka raunverulegar, upplýstar ákvarðanir (3,23,24). Fósturgreiningarpróf geta einnig leitt í ljós önnur og klínískt séð „vægari“ frávik (sérstaklega litninga- galla) en þau sem skimuninni er upphaflega beint að (13,23). Með tilliti til ómskoðunar í meðgöngu, hafa lengi verið óljós skil á milli þeirra hluta rannsókn- anna sem geta leitt til fóstureyðingar og rannsókna sem ætlast er til að auki öryggi móður og barns (3). í reynd er ómskoðun „pakki“ sem samanstendur af fjölda prófa sem tengjast mismunandi siðfræðileg- um spurningum. Ómskoðunin sjálf er læknisfræði- lega séð talin hættulaus rannsókn og auk þess aðlað- andi fyrir marga verðandi foreldra. Margir upplifa hana sem fyrstu kynni af hinu ófædda barni. Svo virð- ist að til þess að komast hjá fósturgreiningu, verði konan í raun að afþakka ómskoðunina alla, sem þýð- ir að hún missir hugsanlega af upplifun eða upplýs- ingum um þungunina sem hún gæti haft gagn eða ánægju af (4,24-28). Sýnt hefur verið fram á að konur geta upplifað að þær séu vel upplýstar og ánægðar með val sitt þegar þær koma inn á deild til fósturgreiningar (29). Margir vísindamenn halda því fram að slík upplifun útiloki ekki að það liggi fyrir verulegur utanaðkomandi þrýstingur á móðurina/foreldrana í þá veru að þiggja rannsókn á heilbrigði fóstursins (16,17,24-30) og þannig sé hægt að túlka þungunina sem „opinbert einkalíf". Á okkar menningarsvæði er frjálsræði varðandi barneignir einkum fólgið í getnaðarvörnum og góðu aðgengi að almennum fóstureyðingum. Samtímis eru konum í auknum mæli lagðar þær skyldur á herðar að þau börn sem þær vilja eignast verði heilbrigð. Tilboð um fósturgreiningu má því túlka sem aukið einstak- lingsfrelsi innan ramma sem skilgreindur er af sér- fróðu heilbrigðisstarfsfólki (28,30). Tilboð um fóstur- greiningu felur þess vegna í sér mikla persónulega áhyrgð. Pað að fæða fatlað barn getur þannig orðið þyngri byrði fyrir foreldra en ella þar eð samfélagið gæti túlkað ástandið sem afleiðingu þess að konan/ foreldrarnir afþakkaði/afþökkuðu tilboð um þýðing- armiklar læknisfræðilegar upplýsingar (27,31). Hvaða þýðingu hafa fósturrannsóknir fyrir upplifun móðurinnar? Heilbrigð þunguð kona gerir ráð fyrir því að barnið sem hún gengur með verði heilbrigt. Það er þó eðli- legt og hugsanlega einnig æskilegt að hún íhugi einn- ig þann möguleika að barnið geti haft einhvern sjúk- dóm, lýti eða fötlun (16). Fæðingar- og kvensjúk- dómalæknar leggja oft áherslu á að kerfisbundnar rannsóknir á heilbrigði fósturs hafi oftast róandi áhrif á móðurina og það geti leitt til jákvœðari upplifunar á þunguninni. Slík áhrif hafa enn ekki verið staðfest með vísindalegum hætti (3). Ameríski fræðimað- urinn Barbara Katz Rothman hefur hins vegar sýnt fram á að konur sem ætla að fara í legvatnsástungu, reyna að halda tilfinningalegri firrð frá þunguninni og líta á hana sem „óstaðfesta“ þar til prófsvarið ligg- ur fyrir (tentative pregnancy). Konurnar leyfa sér ekki að upplifa eðlilega móðurást og þau hughrif sem þær telja sjálfar mikilvæg í eðlilegri meðgöngu (32). Mannfræðingurinn Rayna Rapp komst einnig að svipuðum niðurstöðum (33). Undirbúningur fyrir ómskoðun á meðgöngu á að fela í sér ítarlega ráðgjöf og fræðslu, meðal annars varðandi þann möguleika að fóstrið geti verið með læknisfræðileg frávik. Oljóst er hvort konur sem þiggja kerfisbundið tilboð um ómskoðun snemma á meðgöngu muni halda tilfinningalegri firrð við þung- unina þar til eðlileg niðurstaða liggur fyrir. Móðurástin, vin eða sprengjusvæði? í menningu okkar er litið á móðurhlutverkið sem ást- ríki án skilyrða. Gert er ráð fyrir að konan elski og verndi barn sitt óháð því hvort það er frískt og vel skapað eða ekki. Sálfræðingurinn Eric Fromm lýsir móðurástinni þannig í sígildri bók sinni The Art of Loving frá 1956: „Mothers love is unconditional, it is all-protective, all enveloping; because it is uncondi- tional, it cannot be controlled or acquired...“. Bæði mannfræðingar (33,34), fræðimenn í þróunarsögu (20) og sagnfræðingar staðfesta hins vegar að móður- hlutverkið hefur alla tíð einkennst af kænsku eða krefjandi forgangsröðun og að ekki er hægt að skil- greina móðurástina sem skilyrðislausa frá náttúrunn- ar hendi. Kvenlegt eðli virðist rýma hæfileika og vilja fyrir takmarkalausa ást, en einnig möguleikann á höfnun, vanrækslu og jafnvel ofbeldi við aðstæður (svo sem matarskort eða aðrar ógnanir) þar sem um- hyggjan fyrir veikburða afkvæmum dregur úr lífslík- um fyrir öðrum afkvæmum hennar. Útburður barna er vel þekkt fyrirbæri í menningu margra þjóðfélags- hópa. Vel skapaður og hraustur líkami getur verið af- gerandi í ríkjandi siðum sem bíða hins nýfædda barns (20,34). Slíkt ferli er undir sterkum áhrifum af ytri ramma og menningu. Ef læknisfræðileg frávik koma í ljós hjá ófæddu barni kemur hins vegar fram menn- ingarlegur tvískinnungur varðandi afstöðu til með- fæddra fatlana. Það að hafna fötluðu barni er menn- 58 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.