Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Qupperneq 68

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2001, Qupperneq 68
SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Þú hefur ofíð mig í móðurlífí Inngangur Hér verður fjallað um guðfræðilegrar og siðfræðileg- ar vangaveltur um líf fyrir fæðingu. Fyrst langar mig til að hafa örlítinn inngang um það hvernig guðfræði- leg afstaða er tekin gagnvart einstökum málum og í öðru lagi hvernig við tökum siðferðislega afstöðu, sem byggð er á kristinni trú, en það er sá grunnur sem ég byggi á. Síðan mun ég leitast við að taka bæði guð- fræðilega og siðfræðilega afstöðu gagnvart snemm- greiningu á Downs heilkennum. Solveig Lára Guðmundsdóttir Höfundur er guðfræðingur að mennt, sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir, Möðruvöllum í Hörgárdal, 601 Akureyri; netfang: srslara@ismennt.is Lykilorð: fósturgreining, meðganga, skimun, snemmskoðun, siðfrœði, guðfrœði. Guðfræðileg afstaða Þegar taka á guðfræðilega afstöðu er fyrst skoðað hvort Biblían hafi eitthvað ákveðið um ákveðinn málaflokk að segja. Ef rannsóknin leiðir það í ljós að ekkert er nákvæmlega sagt um eitthvert þröngt efni, eins og mörg þau sem nútíma tækni er að glíma við, þá er skoðuð afstaða Biblíunnar til skyldra mála- flokka eða til efnis sem hægt er að draga guðfræði- lega niðurstöðu af. Nú er það nokkuð ljóst bæði hjá þeim sem eru guðfræðimenntaðir og öðrum sem eitt- hvað þekkja til trúarbókar okkar að Biblían er gömul bók. Hún er skrifuð á mjög löngum tíma og af mjög mörgu fólki með nokkuð mismunandi afstöðu til lífs- ins. Samt sem áður getum við ekki litið framhjá því að Biblían hefur lifað með tugum kynslóða og mótað menningu okkar og lífsafstöðu miklu meira en okkur grunar. Þrátt fyrir það að Biblían sé skrifuð af fólki með mismunandi lífsafstöðu má draga nokkurn rauðan þráð í gegnum þessar 66 bækur sem Biblían er samansafn af. Það sem gengur eins og þráður í gegnum Gamla testamentið, sem er bókasafn 39 bóka, er sköpunar- trúin, það er trúin á einn Guð sem skapað hefur him- in og jörð og manneskjuna (karl og konu) í sinni mynd. Að Guð hafi skapað manneskjuna í sinni mynd þýðir ekki að manneskjan beri útlitslega mynd Guðs, heldur þýðir það að manneskjan sé sköpuð til samfélags við Guð og hafi þannig sérstöðu í sköpun- arverkinu umfram önnur dýr og jurtir. Þráðurinn heldur áfram í trú á handleiðslu Guðs með hverju mannsbarni kynslóð fram af kynslóð. Þannig er það skoðun sköpunarguðfræðinga að vitrænn hugur, Guð, standi að baki þróunar heimsins frá frumstæð- um örverum til hinnar viti bornu manneskju. Þetta má segja að sé sameiginleg lífsafstaða allra bóka Biblíunnar. Þegar þessi fræði eru skoðuð eru þær bækur Biblí- unnar skoðaðar, sem hafa að geyma Ijóð eða frásagn- ir af sköpun heimsins. Eitt kunnasta ljóð um sköpun ENGLISH SUMMARY Guðmundsdóttir SL Thou hast covered me in my mother's womb. A theological-ethical analysis of prenatal screening for Down's syndrome in early pregnancy Læknablaðið 2001; 87/Fylgirit 42: 68-70 Theological stand in relation to life: Throughout the Bible is to be found a faith in God the creator of heaven and earth and the creator of mankind. That thread con- tinues in the faith in God’s providence over every human child. It is the opinion of theologians that a wise mind, God, is behind the evolution of the world from primitive cells to the human being. This theology holds a very positive attitude towards life as well as a positive attitude towards both “perfect” and “defect” creatures. The Bible says that God has created us in our mother’s womb and has known us long before we became created material. Human life is thus to be regarded as holy from conception to grave. Ethical stand in relation to life: To the theological stand we now add the words of Jesus Christ as they have come to us in the gospels. This also introduces an emotional stand because the message of Jesus moves our emotions. The theology of the New Testament is a theology of life. There are no direct examples of Jesus taking a stand in relation to life before birth, but there are many examples of how he takes a stand on people with handicaps, mental retardation, lepra, etc. Matt. 25:35-36 concludes: “Verily I say unto you, inasmuch as ye have done it unto one of the least of these bretheren, ye have done it unto me.” •A stand of theology and ethics of life in relation to early ultrasound screening for Down's syndrome: If the purpose of prenatal testing is to prepare the family for the birth of a child with Down's syndrome, testing might be positive, as early diagnosis may diminish the shock after birth. On the other hand, we do not know how a mother’s knowledge that her baby will have Down's syndrome might affect the development of the unborn child. If the purpose of testing is to offer termination of affected pregnancies, the theological as well as ethical stand would reject it. My long experience as a pastor has reveáled to me that abortions may severely affect the life of the mother and her family both psychologically and emotionaily. Key words: prenatal diagnosis, fetal medicine, early ultrasound, ethics, theology. Correspondence: Solveig Lára Guðmundsdóttir, Parish pastor. E-mail: srslara@ismennt.is heimsins er sköpunarsagan í fyrstu Mósebók, en Biblían hefur að geyma mörg önnur sköpunarljóð, eins og áttunda Davíðssálm og 139. Davíðssálm, sem 68 Læknablaðið 2001/87/Fylgirit 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.