Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 58

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Qupperneq 58
■ ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ skýribreytnanna aldurs, kyns, búsetu, menntunar, tíma frá síðustu tannlæknisheimsókn og tíðni tannlæknisheimsókna. Alyktanir: Niðurstöður benda til að tannheilsa aldraðra íslendinga fari ört batnandi. V 12 Erfðastuðull íslenskra barna við foreldra sína greindur á vangaformi af hliðarröntgenmyndum Bergliml Jóliannsdóttir1, Freyr ÞórarinssonZ, Arni Þórðarson1, Þórður Eydal Magnússon1 •Tannlæknadeild HÍ, ■' íslcnsk erfðagreining bj@centrum.is Inngangur: Vöxtur og þroski andlits-, höfuð-, kjálka-, og tannboga- forms er flókið fyrirbæri sem bæði umhverfis- og erfðaþættir hafa áhrif á. Kannanir á arfgengi eða fylgni, á bitskekkjum, biteinkenn- um, vanga- og andlitsformi hafa verið gerðar í hópi systkina og hafa tvíburarannsóknir verið þar fremstar í flokki. Fáar rannsóknir hafa aftur á móti verið gerðar á fylgni fyrrgreindra þátta milli foreldra og barna. Tilgangur rannsóknarinnar var að finna erfðastuðul (/;-) sex og 16 ára íslenskra barna við foreldra sína greindan á vangaformi með mælingum á hliðarröntgenmyndum. Efniviður og aðferðir: Hliðarröntgenmyndir af höfði voru teknar af 363 íslenskum sex ára börnum. Tíu árum síðar komu 182 barn- anna aftur í myndatöku, þá 16 ára. Sams konar röntgenmyndir voru teknar af foreldrum þessara barna. Gögn voru til af 324 foreldrum til að bera saman við börnin við sex ára aldur. Til samanburðar við börnin 16 ára gömul voru notaðar röntgenmyndir af 173 foreldrum þeirra. Á hverri röntgenmynd voru 22 mælipunktar staðsettir með hjálp rafræns hnitaborðs og 33 einkennisbreytur reiknaðar út frá þeim. Erfðastuðull (h2) drengja og stúlkna við sex og 16 ára aldur var reiknaður við mæður annars vegar og feður hins vegar. Niðurstöður og ályktanir: í flestum tilvikum jókst erfðastuðullinn frá sex til 16 ára aldri. Erfðastuðull stúlkna við foreldra var hærri og náði oftar marktæki en hjá drengjum. Drengir höfðu greinilega hærri erfðastuðul við mæður sínar en feður. Erfðastuðull stúlkna var svipaður við báða foreldra en þó náðu fleiri breytur meira marktæki (P <0,001) í hópi sex og 16 ára stúlkna við feður sína. Pær breytur sem höfðu hæstan erfðastuðul voru: framstæði neðri kjálka (s-n-pg); anterior og posterior andlitshæð; lengd neðri kjálka (ar- pgn); og form og lengd kúpubotns (n-s-are, s-n, s-ba og n-ba). V 13 Byrjandi tannskemmdir metnar af röntgenmyndum í tveimur rannsóknum á íslenskum unglingum, 1985 og 1996 Álflieiftur Áslvaldsdótlir. Inga B. Árnadóttir, W. Peter Holbrook Tannlæknadeild HÍ alfast@mi.is Inngangur: Tannskemmdatíðni hjá íslenskum unglingum hefur lækkað síðustu tvo áratugi. Markmið þessarar rannsóknar var að nota gögn úr tveimur rannsóknum, sem gerðar voru á Islandi með 10 ára millibili, til að bera saman tíðni byrjandi tannskemmda á grannflötum tanna. Efniviöur og aðferöir: Sami aðili safnaði gögnurn í báðum rann- sóknunum. Gögnin samanstóðu af bitröntgenmyndum sem teknar voru af 16 ára íslenskum unglingum (n=144). Greiningaraðferðir rannsakandans voru staðlaðar í upphafí. Allar myndimar voru skoð- aðar á ljósaborði með stækkara til að greina byrjandi tannskemmd- ir á grannflötum. Skemmdirnar voru flokkaðar í fjóra flokka. Pró- sentuhlutfall einstaklinga án tannskemmda var borið saman milli rannsókna, sem og meðalfjöldi byrjandi tannskemmda (flokkar 1 og 2) hjá þeim einstaklingum sem greindust með tannskemmdir. Prósentuhlutfall einstaklinga með byrjandi tannskemmdir á ákveðn- um flötum var einnig skoðað. Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýndu að einungis 9,1% voru án tannskemmda árið 1985 en það hlutfall var komið upp í 23,8% árið 1996 (P<0,02). Hjá einstaklingum með tannskemmdir virtist ástandið hins vegar ekki mikið hafa breyst. Meðalfjöldi byrjandi skemmda var 3,9 árið 1985 en 4,1 árið 1996 (n.s.). Þegar við skoðuð- um hvaða fletir skemmdust helst fannst ekkert ákveðið munstur. Tilhneiging var til að jaxlar væru frekar með byrjandi skemmdir í rannsókninni frá 1996, en forjaxlar í rannsókninni 1985 (n.s.). Þetta má mögulega skýra með fleiri fyllingum í rannsókninni frá 1985. Einungis 7,0% flata voru fyllt í seinni rannsókninni en hins vegar 18,2% flata í þeirri fyrri. Ályktanir: Þrátt fyrir almennt bælta tannheilsu hjá þessum aldurs- hópi virðist enn vera hópur einstaklinga sem er mjög útsettur fyrir tannskemmdum. Framhald rannsóknarinnar er að skoða vöxt og vaxtarhraða þessara skemmda. V 14 Huglæg myndgæði og greiningarhæfni fimm mismun- andi stafrænna orthopan röntgentækja Ingibjörg S. Benecliklsdóttir' 2, A. WenzeP, H. HintzeZ, J.K. Petersen3 •Tannlæknadeild HÍ, 2röntgendeild og 3munn- og kjálkaskurðlæknadeild Tann- læknaskólans í Árósum ingaben@torg.is Tilgangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta huglæg mynd- gæði (subjective image quality) fimm mismunandi stafrænna ortho- pan röntgentækja og bera greiningarhæfni þeirra saman við hefð- bundar filmur. Efniviður og aðferðir: Alls voru 497 myndir metnar. Þær komu frá þremur PSP kerfum: það er DenOptix frá Gendex, Mílanó 118 myndir; DigiDent DIT, Nesher, Israel, 114 myndir og Digora frá Soredex, Helsinki, 86 myndir og tveimur CCD kerfum það er Plan- meca from Planmeca Group, Helsinki, 75 myndir og Sirona Ortho- phos DS Ceph from Sirona, Bensheim, Þýskalandi 104 myndir. Fjórir rannsakendur, einn almennur tannlæknir, einn munn- og kjálkaskurðlæknir og tveir sérfræðingar í tann- og munnhols- röntgenfræði, skoðuðu myndirnar hver fyrir sig með tilliti til mynd- gæða en almennur tannlæknir og munn- og kjálkaskurðlæknir greindu enn fremur ákveðin atriði sem viðkomu endajöxlum í neðri góm bæði með stafrænu röntgenmyndunum og hefðbundum mynd- um. Þeirra niðurstöður voru síðan bornar saman við raunverulega útkomu, það er að segja það sem munn- og kjálkaskurðlæknarnir fundu þegar endajaxlarnir voru fjarlægðir. Niðurstöður: í fyrri hluta rannsóknarinnar gáfu allir rannsakendur tveimur kerfum (DenOptix og DigiDent) mun lakari einkunn fyrir myndgæði en hinum þremur kerfunum og var það marktækur mun- ur (P<0,005) í síðari hluta rannsóknarinnar reyndist enginn kerfis- bundinn marktækur munur vera á milli greiningarhæfni einstakra stafrænna kerfa og samsvarandi hefðbundinna mynda. 58 LÆKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.