Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Page 107
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I
V 156 Notkun lausasölulyfja, náttúruefna og bætiefna.
Hönnun og prófun spurningalista
Anna Birna AlmarsdóttirU 2, Magnús Sigurðsson2
■Lyfjafræðideild HÍ, -’íslcnsk erfðagreining
annaba@hi.is
Inngangur: Lítið er vitað um notkun náttúru- og fæðubótarefna,
vítamína, stein- og snefilefna auk lausasölulyfja á íslandi. Markmið
rannsóknarinnar var í fyrsta lagi að hanna og prófa spurningalista
sem ætlaður er til rannsókna á notkun ofangreindra efna og lyfja og
í öðru lagi að gera könnun á notkun þeirra.
Efniviður og aðferðir: Spurningalisti um notkun ofangreindra efna
síðustu tvær vikur var hannaður. Að því loknu var hann prófaður í
þrem áföngum í febrúar og mars 2002. Fyrstu tveir áfangarnir voru
framkvæmdir með lítinn hóp þátttakenda (10 og 30 manns). í þriðja
áfanganum var spurningalistinn sendur til 350 manna slembiúrtaks
af lista Hjartaverndar.
Helsfu niðurstöður: Almennt gekk þátttakendum vel að svara
spurningalistanum og voru einungis gerðar smávægilegar breyting-
ar á honum milli prófunaráfanganna. Svarhlutfall í þriðja áfanga
var 64,7%. Náttúru- og fæðubótarefni voru notuð af 46,8% þeirra
sem svöruðu spurningalistanum og var notkunin heldur meiri með-
al kvenna. Vítamín, stein- og snefilefni notuðu 75,9% svarenda og
reyndist notkunin mest meðal eldra fólks (>60 ára). Notkun lausa-
sölulyfja var 69,5% og var mjög lítill munur á notkun milli kynja og
aldurshópa. Algengustu lausasölulyfin voru íbúprófen, parasetamól
með kódeini og lágskammta magnýl. Mest notuðu náttúru- og
fæðubótarefnin voru hvítlaukur, glúkósamín+kondríotín og grænt
te. í flokki vítamína, stein- og snefilefna bar lýsi af, ásamt fjölvíta-
mínum.
Ályktanir: Spurningalistinn virðist vel nothæfur eftir þessa rann-
sókn. Enginn staðalspurningalisti er til sem nota má til viðmiðunar.
Frekari rannsóknir þarf að framkvæma til að gilda og meta áreiðan-
leika hans í stærra úrtaki. Notkun náttúru-, fæðubótarefna, víta-
mína, stein- og snefilefna auk lausasölulyfja virðist meiri en rann-
sóknir framkvæmdar erlendis hafa sýnt.
V 157 Azíþrómýcín breytir rafviðnámi í þekjuvef
lungna /n vitro
Ólafur Biildurssoni, Guðmundur H. Guðmundsson2
■Lyflækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2Líffræðistofnun HÍ
olafbald@landspitali.is
Inngangur: Erýþrómýcín í lágum skammti (400 mg/dag) bætir líðan
og lungnastarfsemi sjúklinga með dreifða fjölberkjubólgu (diffuse
panbronchiolitis). Þetta leiddi til rannsókna á notkun makrólíð-
sýklalyfja meðal sjúklinga með slímseigju (cystic fibrosis). í nýlegri
lyfleysu-, slembi- og samanburðarrannsókn á sjúklingum með slím-
seigju kom í ljós að azíþrómýcín (250 mg) bætti líðan og lungna-
starfsemi. Pseudomonas aeruginosa er helsti sýkingarvaldur þess-
ara sjúklinga en makrólíðsýklalyf eru hins vegar ekki kjörlyf gegn
þessari bakteríu. Það er því óljóst með hvaða hætti makrólíðsýklalyf
koma að gagni í þessum tilfellum. Grunnrannsóknir benda til að
jónasamsetning vökvaþynnu ofan á þekjuvef lungna hafi áhrif á
sýkingar í berkjum.
Efniviður og aðferðir: Azíþrómýcín breytir rafhrifum í þekjuvef
lungna. Við mældum þessi áhrif með því að koma þekjuvef lungna
fyrir í Ussing hylkjum. Við mældum straum (short circuit current),
spennu og viðnám (transepithelial resistance) yfir þekjuvefinn fyrir
og eftir íkomu azíþrómýcíns (100-500 p-g/ml). Ýmist var mælt strax
eftir íkomu lyfsins ofan á þekjuna eða 22 klukkustundum eftir
íkomu lyfs undir þekjuna. Amílóríði, DIDS, forskólíni, IBMX og
búmetaníði var beitt til þess að hafa áhrif á natríum- og klóríðjóna-
göng.
Niðurstöður: Azíþrómýcín í mjög háum skammti (500 p-g/ml) olli
því að viðnám minnkaði mjög hratt, sem samrýmist best skemmd-
um á þekjunni. 100 (xg/ml ofan á þekjuna höfðu engin áhrif. Hins
vegar jókst viðnám þekjunnar talsvert eftir 22 klukkustunda dvöl
azíþrómýcíns (100 (jig/ml) undir henni (n=3).
Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að azíþrómýcín auki raf-
viðnám lungnaþekju. Til að staðfesta þetta þarf fleiri tilraunir. Ef
þetta reynist rétt er um nýja verkun makrólíða að ræða, sem gæti átt
þátt í að skýra óvænta verkun þeirra í sjúklingum með slímseigju og
verkun þeirra í pseudomonas berkjubólgu almennt.
V 158 Erfðabreytileiki í MCP-1 og CCR2 og
kransæðasjúkdómar
Kristjana Bjarnadóttiri, Guðný Eiríksdóttiri, Vilmundur Guðnasoni.2
iRannsóknarstöð Hjartaverndar, 2læknadeild HI
kristjana@hjarta.is
Inngangur: MCP-1 (monocyte chemotactic protein-1) er efnatogi
fyrir einkjörnunga og hefur fundist hækkað í sjúklingum með bráða
kransæðastíflu og sjúklingum með hvikula hjartaöng. OxLDL getur
kallað fram MCP-1. MCP-1 binst og örvar CCR2 viðtaka. Mýs sem
skortir genið fyrir MCP-I eða genið fyrir CCR2 viðtakanum hafa
mun minni söfnun fitu í æðaveggjum og einnig mun færri átfrumur
í ósæðaveggjum. MCP-1 finnst í auknu magni í æðakölkunarskell-
um í mönnum. Þella bendir til þess að söfnun einkjörnunga í gegn-
um samspil MCP-1 og CCR2 hafi þýðingu við myndun æðakölkun-
ar. Áður hefur fundist hækkuð tíðni GG í stöðu -2518 á stýrisvæði
MCP-1 gensins í tilfellahóp. I þessari rannsókn var kannað hvort
breytileikinn A/G í stöðu -2518 á stýrisvæði MCP-1 gensins eða
breytileikinn G/A í stöðu 190 í CCR2 geninu hefði áhrif á tilhneig-
ingu manna lil að mynda æðakölkun.
Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru þrír hópar: 1. Viðmiða-
hópur 1950 heilbrigðra einstaklinga. 2. Tilfellahópur 530 einstak-
linga sem lifað hafa af kransæðastíflu. 3. Almennt þýði 330 einstak-
linga á aldrinum 16-60 ára. Arfgerðargreining var gerð með PCR,
skerðiensímum og rafdrætti á MADGE gelum.
Niðurstöður: Tíðni A allels í MCP-1 var 0,65 en G allels 0,35 í við-
miðahópi. Tíðni G allcls í CCR2 var 0,91 en tíðni A allels 0,09. Tíðni
arfgerða var í öllum tilfellum í Hardy Weinberg jafnvægi. Ekki
reyndist marktækur munur á tíðni arfgerða mrlli tilfellahóps, við-
miðahóps og almenns þýðis p=0,64 fyrir breytileikann í MCP-1 og
p=0,89 fyrir breylileikann í CCR2.
Ályktanir: Erfðabreylileiki í stöðu -2518 á stýrisvæði MCP-1 gens-
ins og í stöðu 190 í CCR2 geninu hefur ekki áhrif á tilhneigingu
manna til myndunar æðakölkunar.
L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 107