Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 107

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.2002, Blaðsíða 107
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XI. VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ I V 156 Notkun lausasölulyfja, náttúruefna og bætiefna. Hönnun og prófun spurningalista Anna Birna AlmarsdóttirU 2, Magnús Sigurðsson2 ■Lyfjafræðideild HÍ, -’íslcnsk erfðagreining annaba@hi.is Inngangur: Lítið er vitað um notkun náttúru- og fæðubótarefna, vítamína, stein- og snefilefna auk lausasölulyfja á íslandi. Markmið rannsóknarinnar var í fyrsta lagi að hanna og prófa spurningalista sem ætlaður er til rannsókna á notkun ofangreindra efna og lyfja og í öðru lagi að gera könnun á notkun þeirra. Efniviður og aðferðir: Spurningalisti um notkun ofangreindra efna síðustu tvær vikur var hannaður. Að því loknu var hann prófaður í þrem áföngum í febrúar og mars 2002. Fyrstu tveir áfangarnir voru framkvæmdir með lítinn hóp þátttakenda (10 og 30 manns). í þriðja áfanganum var spurningalistinn sendur til 350 manna slembiúrtaks af lista Hjartaverndar. Helsfu niðurstöður: Almennt gekk þátttakendum vel að svara spurningalistanum og voru einungis gerðar smávægilegar breyting- ar á honum milli prófunaráfanganna. Svarhlutfall í þriðja áfanga var 64,7%. Náttúru- og fæðubótarefni voru notuð af 46,8% þeirra sem svöruðu spurningalistanum og var notkunin heldur meiri með- al kvenna. Vítamín, stein- og snefilefni notuðu 75,9% svarenda og reyndist notkunin mest meðal eldra fólks (>60 ára). Notkun lausa- sölulyfja var 69,5% og var mjög lítill munur á notkun milli kynja og aldurshópa. Algengustu lausasölulyfin voru íbúprófen, parasetamól með kódeini og lágskammta magnýl. Mest notuðu náttúru- og fæðubótarefnin voru hvítlaukur, glúkósamín+kondríotín og grænt te. í flokki vítamína, stein- og snefilefna bar lýsi af, ásamt fjölvíta- mínum. Ályktanir: Spurningalistinn virðist vel nothæfur eftir þessa rann- sókn. Enginn staðalspurningalisti er til sem nota má til viðmiðunar. Frekari rannsóknir þarf að framkvæma til að gilda og meta áreiðan- leika hans í stærra úrtaki. Notkun náttúru-, fæðubótarefna, víta- mína, stein- og snefilefna auk lausasölulyfja virðist meiri en rann- sóknir framkvæmdar erlendis hafa sýnt. V 157 Azíþrómýcín breytir rafviðnámi í þekjuvef lungna /n vitro Ólafur Biildurssoni, Guðmundur H. Guðmundsson2 ■Lyflækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss, 2Líffræðistofnun HÍ olafbald@landspitali.is Inngangur: Erýþrómýcín í lágum skammti (400 mg/dag) bætir líðan og lungnastarfsemi sjúklinga með dreifða fjölberkjubólgu (diffuse panbronchiolitis). Þetta leiddi til rannsókna á notkun makrólíð- sýklalyfja meðal sjúklinga með slímseigju (cystic fibrosis). í nýlegri lyfleysu-, slembi- og samanburðarrannsókn á sjúklingum með slím- seigju kom í ljós að azíþrómýcín (250 mg) bætti líðan og lungna- starfsemi. Pseudomonas aeruginosa er helsti sýkingarvaldur þess- ara sjúklinga en makrólíðsýklalyf eru hins vegar ekki kjörlyf gegn þessari bakteríu. Það er því óljóst með hvaða hætti makrólíðsýklalyf koma að gagni í þessum tilfellum. Grunnrannsóknir benda til að jónasamsetning vökvaþynnu ofan á þekjuvef lungna hafi áhrif á sýkingar í berkjum. Efniviður og aðferðir: Azíþrómýcín breytir rafhrifum í þekjuvef lungna. Við mældum þessi áhrif með því að koma þekjuvef lungna fyrir í Ussing hylkjum. Við mældum straum (short circuit current), spennu og viðnám (transepithelial resistance) yfir þekjuvefinn fyrir og eftir íkomu azíþrómýcíns (100-500 p-g/ml). Ýmist var mælt strax eftir íkomu lyfsins ofan á þekjuna eða 22 klukkustundum eftir íkomu lyfs undir þekjuna. Amílóríði, DIDS, forskólíni, IBMX og búmetaníði var beitt til þess að hafa áhrif á natríum- og klóríðjóna- göng. Niðurstöður: Azíþrómýcín í mjög háum skammti (500 p-g/ml) olli því að viðnám minnkaði mjög hratt, sem samrýmist best skemmd- um á þekjunni. 100 (xg/ml ofan á þekjuna höfðu engin áhrif. Hins vegar jókst viðnám þekjunnar talsvert eftir 22 klukkustunda dvöl azíþrómýcíns (100 (jig/ml) undir henni (n=3). Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að azíþrómýcín auki raf- viðnám lungnaþekju. Til að staðfesta þetta þarf fleiri tilraunir. Ef þetta reynist rétt er um nýja verkun makrólíða að ræða, sem gæti átt þátt í að skýra óvænta verkun þeirra í sjúklingum með slímseigju og verkun þeirra í pseudomonas berkjubólgu almennt. V 158 Erfðabreytileiki í MCP-1 og CCR2 og kransæðasjúkdómar Kristjana Bjarnadóttiri, Guðný Eiríksdóttiri, Vilmundur Guðnasoni.2 iRannsóknarstöð Hjartaverndar, 2læknadeild HI kristjana@hjarta.is Inngangur: MCP-1 (monocyte chemotactic protein-1) er efnatogi fyrir einkjörnunga og hefur fundist hækkað í sjúklingum með bráða kransæðastíflu og sjúklingum með hvikula hjartaöng. OxLDL getur kallað fram MCP-1. MCP-1 binst og örvar CCR2 viðtaka. Mýs sem skortir genið fyrir MCP-I eða genið fyrir CCR2 viðtakanum hafa mun minni söfnun fitu í æðaveggjum og einnig mun færri átfrumur í ósæðaveggjum. MCP-1 finnst í auknu magni í æðakölkunarskell- um í mönnum. Þella bendir til þess að söfnun einkjörnunga í gegn- um samspil MCP-1 og CCR2 hafi þýðingu við myndun æðakölkun- ar. Áður hefur fundist hækkuð tíðni GG í stöðu -2518 á stýrisvæði MCP-1 gensins í tilfellahóp. I þessari rannsókn var kannað hvort breytileikinn A/G í stöðu -2518 á stýrisvæði MCP-1 gensins eða breytileikinn G/A í stöðu 190 í CCR2 geninu hefði áhrif á tilhneig- ingu manna lil að mynda æðakölkun. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru þrír hópar: 1. Viðmiða- hópur 1950 heilbrigðra einstaklinga. 2. Tilfellahópur 530 einstak- linga sem lifað hafa af kransæðastíflu. 3. Almennt þýði 330 einstak- linga á aldrinum 16-60 ára. Arfgerðargreining var gerð með PCR, skerðiensímum og rafdrætti á MADGE gelum. Niðurstöður: Tíðni A allels í MCP-1 var 0,65 en G allels 0,35 í við- miðahópi. Tíðni G allcls í CCR2 var 0,91 en tíðni A allels 0,09. Tíðni arfgerða var í öllum tilfellum í Hardy Weinberg jafnvægi. Ekki reyndist marktækur munur á tíðni arfgerða mrlli tilfellahóps, við- miðahóps og almenns þýðis p=0,64 fyrir breytileikann í MCP-1 og p=0,89 fyrir breylileikann í CCR2. Ályktanir: Erfðabreylileiki í stöðu -2518 á stýrisvæði MCP-1 gens- ins og í stöðu 190 í CCR2 geninu hefur ekki áhrif á tilhneigingu manna til myndunar æðakölkunar. L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRIT 47 2002/88 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.