Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Side 18

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Side 18
þýskri eiginkonu sirtni, Irmgard Kroner (1893- 1973) bamalækni og syni þeirra, Klaus Erlendi Kroner (1926-2010).3 60 Nóttin 9.-10. nóvember 1938 hefur verið nefnd „Kristalinacht" en hún er tengd við verknað sem hinn 17 ára gamli gyðingur Herschel Feibel Grynszpan framdi þegar hann skaut þýskan sendiráðsfulltrúa, Ernst Eduard von Rath, í París 7. nóvember 1938. Tveimur dögum síðar lést von Rath af sárum sínum og eftir lát hans tóku liðssveitir nasista að ganga berserksgang í borgum og bæjum í Þýskalandi. Þeir myrtu, misþyrmdu og handtóku fjölda gyðinga. Einn af þeim sem handtekinn var hina umræddu kristalsnótt fyrir það eitt að vera af gyðingaættum var Karl Kroner taugalæknir. Kona hans, Irmgard sem ekki var gyðingur, leitaði í nauðum sínum til Helga P. Briem til að fá eiginmann sinn lausan en Helgi starfaði sem fulltrúi íslendinga í danska sendiráðinu í Berlín.61 í bók Þórs Whitehead, Ófriður í aðsigi, kemur fram að Helgi P. Briem hafi eftir bón Irmgard, um að fá eiginmann sinn lausan úr fangabúðum, hringt í Dietrich von Jagow yfirmann stormsveita SA í Berlín og beðið hann um að leyfa Karli Kroner að halda til íslands þar sem hann mætti setjast að. Von Jagow lofaði að kanna málið en sagðist ekki þekkja „þennan Júða" eins og það er orðað í bók Þórs Whitehead.61 Leyfið fékkst og var Karl látinn laus með því skilyrði að hann færi undireins úr landi og hafði Helga þá tekist að fá landvistarleyfi fyrir hann á íslandi og far með danskri flugvél til Kaupmannahafnar. í byrjun desember 1938 náði Karl til íslands með Goðafossi frá Kaupmannahöfn. Irmgard eiginkonu Karls og syni þeirra, Klaus tókst einnig að koma sér til íslands.61 Hjónin Karl og Irmgard voru ekki alveg ókunnug íslandi því að þau höfðu ferðast til landsins árin 1926,1929 og 1933 og hrifist af landi og þjóð. Irmgard sem var menntaður barnalæknir var hætt að starfa sem læknir áður en hún flutti hingað. Hún hafði snúið sér að tungumálum og lært íslensku í Berlín. Heimili þeirra hjóna hafði ávallt staðið opið fyrir íslenskum námsmönnum og öðrum íslendingum sem leitað höfðu til Berlínar á meðan þau bjuggu þar.60 Karl hafði numið læknisfræði við Berlínarhá- skóla og að loknu doktorsprófi í læknisfræði 1902 starfaði hann sem læknir í borginni. Hann vann meðal annars á sjúkrahúsi í Moabit og Rudolf Virchow sjúkrahúsinu í Berlín þar sem hann hóf sérnám á sviði lyf- og taugalækninga. í fyrri heimsstyrjöldinni starfaði Karl í þýska hernum og eftir stríð varð hann ráðgefandi sérfræðingur yfirvalda og sjúkrasamlaga.3 Þegar nasistar komust til valda í Þýskalandi 1933 hófu þeir að herja á gyðinga. Þá var Karl sviptur læknaréttindum við opinberar þýskar stofnanir og réttindum til að starfa sem sjúkrasamlagslæknir.62-63 Eftir komuna til fslands mátti Karl ekki starfa við lækningar þar sem hann hafði ekki íslenskan ríkisborgararétt. Samkvæmt læknalögum frá 1932 var þess krafist að íslenskur ríkisborgararéttur væri skilyrði lækningaleyfis.23 Því þurfti Karl að snúa sér annað í atvinnuleit og fór að skrásetja læknisfræðilegar bækur í Háskólabókasafni. Karl var einnig verkamaður í Reykjavík, m.a. í Bretavinnu, við að grafa hitaveituskurði.62 Svo virðist sem Karl hafi fljótlega eftir komuna til íslands farið að skrifa nafnlausar greinar um stríðið í Alþýðublaðið.64 í Alþýðublaðinu í maí 1942 var birt viðtal við hann varðandi möguleika á eiturgashernaði. Þar var þess sérstaklega getið að blaðamaður á Alþýðublaðinu hefði snúið sér til Karls Kroner, hins þekkta læknis sem þekkti eiturgashernað og hefði verið með í mörgum eitur- gasorrustum í fyrri heimsstyrjöldinni.65 Einnig var þess minnst í Alþýðublaðinu sama ár að einn fremsti sérfræðingur í taugalækningum í Berlín, Karl Kroner, ætti 40 ára læknis- og doktorsafmæli og að hann væri búsettur á íslandi.66 í viðtali sem birtist við Irmgard Kroner, ekkju Karls, í dagblaðinu Vísi 1964, sagði hún að ómögulegt hefði verið að fá lækningaleyfi sem útlendingur á íslandi þegar þau komu til landsins 1938 en íslenskan ríkisborgararétt fékk fólk eftir að hafa dvalið 10 ár í landinu. í sama viðtali sagði Irmgard að læknar í Reykjavík hefðu þó verið vinsamlegir Karli og „þeir hjálpuðu honum til að geta unnið starf sitt að einhverju leyti með því að taka staka sjúklinga sem ráðgefandi."63 Karl Moritz Kroner. 18 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.