Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 19
Það gerðist svo í september 1944 að fimm
þingmenn á Alþingi fluttu frumvarp í neðri
deild um lækningaleyfi handa Karli Kroner. Þar
kom fram að Karl væri þekktur sérfræðingur í
taugalækningum og oft hefði verið leitað til hans
um lækningar í Reykjavík en hann hefði orðið að
vísa sjúklingum frá sér vegna þess að hann væri
ekki með íslenskt lækningaleyfi.67
Rétt um miðjan október 1944 var frumvarp
til laga um lækningaleyfi handa Karli Kroner
tekið fyrir í heilbrigðis- og félagsmálanefnd
Alþingis. Nefndarmenn voru allir á eitt sáttir um
að veita ætti Karli lækningaleyfi en með nýrri
lagasetningu. Nefndarmenn höfðu leitað álits
Vilmundar Jónssonar þáverandi landlæknis og
stjórnar Læknafélags Reykjavíkur. Hjá þeim kom
fram að þeir voru „út af fyrir sig meðmæltir, að dr.
Kroner [fengi] lækningaleyfi" en með öðrum hætti
en gert var ráð fyrir í frumvarpinu. Vilmundur
lagði til að breytingar yrðu gerðar á lögum um
lækningaleyfi frá 1932 á þann veg að ráðherra
með samþykki læknadeildar og landlæknis
gæti veitt lækningaleyfi þótt öðrum skilyrðum
yrði ekki fullnægt, þar á meðal ákvæðinu um
íslenskan ríkisborgararétt. Stjórn Læknafélags
Reykjavíkur lagði til að Karli Kroner yrði veitt
ríkisborgaréttindi í stað lækningaleyfis með sér-
stökum lögum.68
Málinu lyktaði á þann veg að 31. október 1944
var Karli Kroner veitt ótakmarkað lækningaleyfi.69
Honum var aldrei veitt sérfræðileyfi í tauga-
lækningum á íslandi enda engar vísbendingar
um að hann hafi sótt um slíkt leyfi. Fljótlega
eftir að Karli hafði verið veitt leyfið virðist sem
heilbrigðis- og félagsmálanefnd Alþingis hafi farið
fram á umsagnir varðandi breytingar á lögum
um lækningaleyfi, bæði við stjórn Læknafélags
íslands og Læknafélags Reykjavíkur. í skjalasafni
Læknafélags íslands eru til tvö bréf til nefndar
Alþingis. Annað bréfið er frá stjórn Læknafélags
Reykjavíkur og þar kemur fram að ef lögum
um veitingu lækningaleyfa yrði breytt á þann
veg að fellt yrði úr gildi ákvæði um íslenskan
ríkisborgararétt sem skilyrði fyrir lækningaleyfi,
myndi það ekki samrýmast hagsmunum íslenskra
lækna almennt. í bréfi Læknafélags íslands
dagsettu 8. nóvember 1944 til nefndar Alþingis
kom fram að stjórn Læknafélags Islands taldi
það ekki rétt að breyta ákvæði um íslenskan
ríkisborgararétt í lögum, því að vel þyrfti að vera
á verði gegn því að útlendum læknum yrði að
„óþörfu hleypt inn í landið og veitt full réttindi."24
Engar breytingar voru gerðar á lögum um
lækningaleyfi fyrr en mörgum árum síðar.
Eftir að Karli Kroner var veitt lækningaleyfi
starfaði hann sem læknir í Reykjavík en í byrjun
maí 1945 flutti hann til Bandaríkjanna ásamt
eiginkonu sinni og syni. Karl andaðist árið 1954
en hafði lagt svo fyrir að aska sín skyldi flutt til
íslands. Hann er grafinn í Fossvogskirkjugarði og
við hlið hans liggur eiginkona hans, Irmgard.360
Kjartan R. Guðmundsson taugalæknir
Kjartan Ragnar Guðmundsson var fyrsti íslenski
taugalæknirinn sem starfaði eingöngu við
sérgrein sína hér á landi. Hann lauk læknanámi
frá Háskóla Islands 1936 og tveimur árum
síðar hóf hann sémám í taugalækningum,
fyrst á taugalækningadeild Serafimerlasarettet í
Stokkhólmi sem síðar varð taugalækningadeild
Karolinska Sjukhuset og á Kommunehospitalet og
Rigshospitalet í Kaupmannahöfn.3 Arið 1940 kom
hann til Islands og í nóvember sama ár opnaði
hann læknastofu í Lækjargötu 6B í Reykjavík.70
Tveimur árum síðar, fékk Kjartan sérfræðileyfi
í taugalækningum og hóf þegar í upphafi ferils
síns rannsóknir á tíðni taugasjúkdóma á Islandi.
Hann ferðaðist um landið og kannaði sjúklinga
með MS, Parkinsonveiki og marga aðra sjúkdóma
í taugakerfi.71
Erfitt gat verið fyrir sérfræðilækna sem og aðra
íslendinga að ferðast til útlanda á fimmta áratug
20. aldar vegna efnahagserfiðleika í landinu. Árið
1948 gengu í gildi lög um dýrtíðarráðstafanir
vegna atvinnuveganna en þau höfðu verið sett
vegna lélegs ástands efnahags í landinu. Því urðu
læknar sem vildu kynna sér nýjungar í sérgreinum
sínum í útlöndum að sækja til stjómar Læknafélags
íslands og skýra henni frá utanlandsferðum
sínum. Því næst sendi Læknafélag íslands bréf
til fjármálaráðuneytisins og viðskiptanefndar og
bað um að umræddur læknir yrði undanþeginn
viðbótargjaldi af gjaldeyrisleyfum til utanferða
þar sem um námsferð væri að ræða. Hlutaðist
stjórn Læknafélags íslands til um það að læknirinn
gæfi heilbrigðisráðuneytinu skýrslu um nám
sitt innan mánaðar frá heimkomu. í skjalasafni
Læknafélags íslands er að finna margar slíkar
umsóknir og var umsókn Kjartans þar á meðal
LÆKNAblaðiö 2010/96 Fylgirit 64 19