Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 20
Kjartan R. Guðmundsson. tata í Reykjavík um 1940. Ihúsinu nr. 6B við þessa götu opnaði Kjartan R. Guðmundsson sína fyrstu læknastofu. þegar hann fór fram á 1949 að vera undanþeginn viðbótargjaldi af gjaldeyrisleyfum til utanferðar til að kynna sér nýjungar í læknisfræði. I bréfi stjórnar Læknafélags íslands til fjármálaráðuneytisins dagsettu 22. ágúst 1949 mælti stjórn Læknafélags íslands eindregið með því að Kjartan yrði undanþeginn slíku gjaldi.24,72 Engar upplýsingar er að finna um hvert Kjartan hélt til að kynna sér nýjungar í taugalækningum en hann fór nokkrar ferðir til Lundúna á Institute of Neurology við Queen Square.3 Árið 1955 var Kjartan ráðinn sem ráðgefandi sérfræðingur í taugasjúkdómum við Landspítal- ann.3-24 Engin sérstök deild var til fyrir sjúklinga með taugasjúkdóma á þessum tíma og í gögnum Læknafélags íslands er að finna skjöl þar sem sagt er frá því að Kjartan hafi alla virka daga vikunnar mætt á spítalann til að skoða taugasjúklinga. Sem dæmi var til hans leitað til að skoða og meta 351 sjúkling á Landspítalanum árið 1958, 471 sjúkling 1961 og 443 sjúklinga 1962.24 Engin skipulögð kennsla í taugasjúkdómum hafði verið við læknadeild Háskóla íslands en árið 1957 varð þar breyting á. Það ár hóf Kjartan að starfa sem aukakennari við læknadeildina og kenndi taugasjúkdómafræði. Má segja að þetta marki upphaf kennslu í taugasjúkdómum hér á landi. Sama ár gekk í gildi reglugerð fyrir Háskóla íslands og samkvæmt henni átti að kenna geð- og taugasjúkdómafræði til embættisprófs í læknisfræði. Kennslan skyldi vera bæði munnleg og verkleg.73 Um mitt árið 1959 stóð til að setja á stofn embætti dósents í taugasjúkdómum og embætti prófessors í geð- og taugasjúkdómafræði við læknadeild Háskólans. í lok maí 1959 þótti fimm tauga- og geðsjúkdómalæknum ásamt Kjartani ástæða til að skrifa bréf til stjórnar Læknafélags íslands vegna stofnunar þessara tveggja embætta þar sem þeir bentu á að greinarmunur yrði gerður á kennslu í taugasjúkdómafræði og geðsjúkdómafræði því að báðar sérgreinarnar væru „orðnar svo yfirgripsmiklar" eins og sagði í bréfinu. Þá töldu læknarnir það ekki heppilegt að sami læknir kenndi báðar greinarnar.24 Ekki skal fullyrt hér hvort þessi skoðun læknanna hafi orðið til þess að embætti lektors í taugasjúkdómafræði var stofnað 15. september sama ár. Kjartan var skipaður til að gegna því embætti, fyrstur taugalækna.74 I júní 1960 var sett á stofn nýtt prófessors- embætti í tauga- og geðsjúkdómum í læknadeild.74 Umsækjendur um embættið voru sex talsins, allir sérfræðingar í tauga- og geðsjúkdómum. I dómnefnd til að meta hæfni umsækjenda áttu sæti Villars Lund frá Kaupmannahafnarháskóla tilnefndur af háskólaráði Háskóla fslands, Sigurður Samúelsson prófessor í lyflækningum tilnefndur af læknadeild og Kjartan R. Guðmunds- son lektor í taugasjúkdómum tilnefndur af menntamálaráðherra. Þartn 1. ágúst 1961 var Tómas Helgason sérfræðingur í tauga- og geðsjúkdómum skipaður í embættið.75 Kjartan varð dósent í taugasjúkdómafræði við læknadeild 1962 og yfirlæknir tauga- lækningadeildar Landspítalans þegar deildin tók til starfa 1967.3'76 Hinn 9. desember 1974 varði Kjartan doktorsritgerð sína, Epidemiological studies of neurological diseases in Iceland, við læknadeild Háskólans og fjallar hún um faraldsfræði tauga- sjúkdóma á íslandi. Hann var settur prófessor í taugasjúkdómafræði 1. september 1974 og varð fyrstur íslenskra taugalækna til að gegna þeirri stöðu.77 Þegar stofnuð var prófessorsstaða í taugasjúk- dómafræði í læknadeild Háskóla íslands 1974 varð taugasjúkdómafræði sjálfstæð fræðigrein á 20 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.