Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 43

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 43
snertingu, nálastungu, kuldaskynjun, titrings- skynjun og stöðuskynjun. Komi fram eitthvað sem veki grunsemdir um skerta starfsgetu skynkerfisins þarf að fara út í nákvæmar og oft á tíðum mjög tímafrekar athuganir til að staðsetja skyntruflunina svo hægt sé að gera sér grein fyrir ástæðu hennar.25 Samhæfing hreyfinga: Hér er farið í gegnum getu sjúklings til fíhhreyfinga, göngugetu hans, ákveðinna ósjálfráðra hreyfinga og skjálfta. Auk þess eru skoðaðar augnhreyfingar m.t.t. ósjálfráðra hreyfinga og samhæfingar augn- hreyfinganna.25 Reflexar: Hér eru skoðaðir sinareflexar í öllum útlimum, kviðreflexar og plantar svörun. Komi eitthvað óeðlilegt fram er iðulega farið út í nákvæmari prófanir.25 Ósjálfráða taugakerfið: Hér eru skoðuð viðbrögð ósjálfráða taugakerfisins, þar sem því verður við komið. Er það gert með skoðun á sjáaldri og viðbrögðum þess, svitaframleiðslu, blóðþrýstingi og breytingum á blóðþrýstingi og hjartslætti við stöðubreytingar. Jafnfram er öndun skoðuð.25 Heiðursfélagar íTaugalæknafélagi íslands Félagsmenn í Taugalæknafélagi Islands hafa veitt þremur taugalæknum sæmdarheitið heiðursfélagi fyrir að hafa haft áhrif á þróun íslenskra taugalækninga. Fyrsti heiðursfélagi Taugalæknafélags íslands er belgískur tauga- læknir, Charles Marcel Poser að nafni, fæddur 30. desember 1923. Þegar hann var gerður að heiðursfélaga í Taugalæknafélagi íslands var hann prófessor á Beth Israel Hospital í Boston í Bandaríkjunum og var jafnframt fyrsti ritstjóri tímaritsins World Neurology.25 Á fundi í Taugalæknafélaginu 2. maí 1989 var tekið fyrir bréf sem borist hafði frá taugalæknunum Gunnari Guðmundssyni prófessor og John Benedikz þar sem þeir óskuðu eftir því að Charles Poser, „þekktur vísindamaður um allan heim" eins þeir orðuðu það í bréfinu, yrði gerður að heiðursfélaga í Taugalæknafélagi íslands. Charles Poser hafði „bæði í orði og verki, mikinn áhuga á rannsóknum á taugasjúkdómum hérlendis og tekið þátt í nokkrum þeirra."25 Þá hafði hann oft komið til íslands og haldið erindi um taugasjúkdóma. Með bréfi Gunnars og Johns fylgdi curriculum vitae, þ.e. listi yfir fjölda greina sem birtar höfðu verið í sérfræðiritum eftir hann. Á fundinum var tillaga um að gera Charles Poser að heiðursfélaga rædd og kom þá einnig fram að nauðsynlegt yrði „að setja upp einhvers konar vinnureglu um hvernig afgreiða ætti svona mál".25 Charles Poser varð fyrsti heiðursfélagi Taugalæknafélags íslands árið 1989.5 Reglur við kjör heiðursfélaga Taugalæknafélags Islands litu dagsins ljós 29. apríl 1991 og hljóða svo: 1. Tilnefndur heiðursfélagi hafi haft áhrif á þróun íslenskra taugalækninga. 2. Umsókn sé lögð fram af einum eða fleiri meðlimum félagsins og tilkynnt í fundarboði, með 2ja vikna fyrirvara. 3. Fyrir liggi lífshlaupsskrá og yfirlit yfir helstu greinar tilnefnds heiðursfélaga. 4. Kjör fer fram á löglegum aðalfundi félagsins og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að heiðursfélagi nái kjöri. Frávik má leyfa ef gild rök liggja til.25 Tveir aðrir taugalæknar hafa verið kjörnir heiðursfélagar í Taugalæknafélagi íslands. í apríl 1998 barst stjórn félagsins tillaga frá Finnboga Jakobssyni taugalækni um að gera sérstakan íslandsvin, Lennart Grimby, að heiðursfélaga í Taugalæknafélagi Islands en hann hafði m.a. unnið að mikilvægum grunnrannsóknum á sviði taugalífeðlisfræði. Á aðalfundi í félaginu 27. apríl 1998 var samþykkt að gera Lennart Grimby að heiðursfélaga vegna framlags hans til sérmenntunar íslenskra taugalækna. Lennart Grimby er fæddur árið 1933. Hann hóf að starfa við sérgrein sína, taugalækningar, á Serafimer sjúkrahúsinu, sem síðar varð Karolinska Sjukhuset í Stokkhólmi. Árið 1968 varð hann yfirlæknir á spítalanum en lét af störfum 1998 sökum aldurs. Hann er sá yfirlæknir í Svíþjóð sem hefur haft flesta íslenska lækna í sémámi í taugalækningum um langt árabil og „þannig ótvírætt haft mikla þýðingu fyrir menntun íslenskra taugalækna".25 Lennart Grimby var samstarfsmaður Ásgeirs B. Ellertssonar taugalæknis þegar sá síðarnefndi var við sérnám á Karolinska Sjukhuset og LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.