Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Qupperneq 65

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Qupperneq 65
Josepli Jules Frangois Félix Babinski. hlaut hann menntun sína utan veggja Salpétriére. Hann var kvæntur Augusta Marie Klumpke (1859-927). Hún var frá Bandaríkjunum, en lærði læknisfræði í Frakklandi og varð taugalæknir. Þau hjónin störfuðu náið saman. Fáleikar voru á milli Dejerines og Pierre Marie (1853-1940), sem var einn af mörgum lærisveinum Charcots og keppinautur Dejerines um stöðuna. Pierre Marie flutti sig því yfir á Bicétre sjúkrahúsið, þegar Dejerine tók við prófessorsstöðunni 1910. Tími Pierre Maries kom svo 1917, þegar Dejerine andaðist. Árið 1925 lét Marie af störfum, og George Guillain (1876-1961) tók við. Árið 1948 varð Théophil Antonin Joseph Alajouanine (1890-1980) eftirmaður hans. Joseph Babinski (1857-1932) var í miklu uppáhaldi hjá Charcot. Fljótlega eftir dauða Charcots flutti Babinski sig yfir til Pitié og byggði þar upp neurológíska deild. Gamlar byggingar Pitiés voru jafnaðar við jörðu árið 1913 og spítalinn endurbyggður innan múra Salpétriéres. Taugaskurðlækningar hófust á Pitié undir handarjaðri Babinskis, og er núverandi bygging, sem hýsir taugaskurðlækningar, kennd við hann. Þar rétt hjá er lítill stígur með nafninu „Allé Sigmund Freud", en Freud (1856- 1939) var lærisveinn Charcots og dáði mjög þennan læriföður sinn. Lærisveinar Charcots stofnuðu taugalækningadeildir víða á spítölum utan Parísar, en eins og dæmi Dejerines sýnir, var taugalæknisfræði í París stunduð utan veggja Salpétriéres og jafnvel í samkeppni við Charcot. Samstarfsmaður Dejerines í París var Théophile Joseph Louis Landouzy (1845-1917), og í Montpellier var Joseph Grasset (1849-1918) frumkvöðull í taugalæknisfræði. Til er svokallað Landouzy-Grasset lögmál, sem segir, að sjúklingur með heilahvelsskaða, sem veldur lömun, snúi höfði og augum í áttina að hinu skaddaða hveli, en frá hliðinni, sem er lömuð. í staðflogi snúa höfuð og augu aftur á móti frá heilahvelinu, sem floginu veldur. Société de Neurologie de Paris var stofnað 1899 og Société Fran^aise de Neurologie 1949. Bretland — Lagskipt þjóðfélag og lagskiptur heili24 25 Bretar og Frakkar hafa löngum elt grátt silfur saman og gera enn. Hvað taugalæknisfræði áhrærir, hafa samskiptin hins vegar verið að mestu góð. I bók sinni frá 1817, An Essay on the Shaking Palsy, lýsti enski læknirinn James Parkinson (1755-1824) fyrstur sjúkdómi, sem hann kallaði paralysis agitans. Jean-Martin Charcot rannsakaði sérstaklega, hvernig ætti að greina á milli sjúklinga með paralysis agitans, sem hann nefndi maladie de Parkinson, og sjúklinga með MS. Þetta tókst honum meðal annars með því að greina mismunandi tremor þessara sjúklinga. Þeir fyrrnefndu höfðu hvíldartremor, en þeir síðarnefndu hreyfitremor. Charcot hafði góð tengsl við breska kollega og fór nokkrum sinnum á þing bresku læknasamtakanna (British Medical Association). Hann var gerður að heiðursfélaga þeirra 1878. Góður vinskapur var með Charcot og Sir John Russel Reynolds (1828-1896), sem var um tíma forseti samtakanna. Russel Reynolds var lærisveinn Marshall Halls (1790-1857), læknis í London. Hall lagði grundvöll að betri skilningi á taugaviðbrögðum með rannsóknum sínum og varð fyrstur til að nota hugtökin „reflex arch" og „spinal shock". Russel Reynolds lærði læknisfræði við University College London og varð þar prófessor í lyflæknisfræði 1862. Hann hafði mikinn áhuga á taugakerfinu og sjúkdómum þess. Reynolds samdi bók um flogaveiki, Epilepsy: Its Symptoms, Treatment and Relation to Other Chronic Convulsive Diseases. Talið er, að grein hans, Paralysis and other Disorders of Motion and Sensation Dependent on ldea, hafi vakið áhuga Charcots á hysteríu. Charles Bell og Franqois Magendie deildu um það, hvor þeirra hefði orðið fyrr til að uppgötva þá mikilvægu taugafræðilegu staðreynd, að um framrætur mænu fara hreyfiboð, en um afturrætur skynboð, og auðvitað stóð breska og franska þjóðin hvor með sínum manni. I stað þess að tala um hreyfiboð og skynboð er í taugafræðinni LÆKNAblaðiö 2010/96 Fylgirit 64 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.