Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Side 66

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Side 66
National Hospitalfor the Paralysed and Epileptic við Queen Square í London árið 1884. einnig talað um „efferent" og „afferent" taugaboð eða taugaþræði. Sá, sem fyrstur komst þannig að orði, var írski læknirinn Robert Bentley Todd (1809-1860), prófessor í lífeðlisfræði og líffærameinafræði við Kings College í London. Hann stóð fyrir byggingu Kings College Hospital við Lincolns Inn Fields, þar sem Lister byrjaði að skera upp við aseptiskar aðstæður árið 1877. Árið 1913 var sjúkrahúsið flutt til Denmark Hill í Suður-London og stendur nú beint á móti geðsjúkrahúsinu Maudsley Hospital og Institute of Psychiatry. Todd er best þekktur fyrir lýsingu sína á post-ictal lömun, svokallaðri „Todds palsy". Todd var samtímamaður Michael Faradays (1791- 1867) og þekkti hann vel. Todd taldi, að rafmagn væri mikilvægt í starfsemi taugakerfisins og í flogaveiki og reyndist þar sannspár.26 Bresk taugafræði stendur á gömlum merg, og má rekja sögu hennar til Thomas Willis. Klínísk taugafræði eða taugalæknisfræði í Bretlandi er hins vegar talin hefjast árið 1860 við stofnun sérstaks spítala fyrir lamaða og flogaveika í húsi númer 24 við Queen Square í miðri London. Sjúkrahúsið hlaut upphaflega nafnið The National Hospital for the Paralysed and Epileptic, en heitir nú The National Hospital for Neurology and Neurosurgery (í daglegu tali kallað Queen Square) og er frá 1997 hluti af University College London (UCL). Þar er einnig UCL Institute of Neurology, sem var upphaflega stofnað 1950 til að efla akademíska taugalæknisfræði í Bretlandi. Fyrstu læknarnir á Queen Square voru Jabez Spence Ramskill (1824-1897) og Charles Edouard Brown-Séquard (1817-1894). Sá fyrrnefndi var frá Yorkshire, hafði lært læknisfræði í London og var einnig starfandi við London Hospital John Hughlings Jackson. í Whitechapel. Hann sá þörfina á sérstökum spítala fyrir lamaða og flogaveika og fékk vel efnaða fjölskyldu til að styrkja spítalann. Sá síðarnefndi fæddist á eyjunni Mauritius fyrir austan Madagascar í Afríku. Eyjan var frönsk nýlenda, þegar Bretar hertóku hana 1810 í stríði sínu við Napóleon. Brown-Séquard var því breskur, móðirin frönsk, en faðirinn var bandarískur sjómaður. Franska var móðurmál Brown-Séquards. Hann fór til Frakklands til að læra læknisfræði. Að námi loknu dvaldi hann í Frakklandi, á Mauritius og í Bandaríkjunum, en 1860 varð hann læknir á National Hospital við Queen Square. Þar starfaði hann aðeins í þrjú ár. Eftir það var hann þrjú ár prófessor í lífeðlisfræði og meinafræði við Harvard, en 1878 tók hann við prófessorsstöðu Claude Bernards (1813-1878) við Collége de France í París. Sagt er, að Ramskill hafi verið orðinn þreyttur á Brown-Séquard, því sá síðarnefndi lét oft ekki sjá sig á spítalanum, var þá við dýratilraunir!27 Sjúklingabiðlistinn lengdist og lengdist, og er auðvelt að skilja ánægju Ramskills, þegar kollegi frá Yorkshire var ráðinn til spítalans 1862. Ef til vill varð hann enn ánægðari, þegar Brown-Séquard sagði upp ári seinna. Nýi læknirinn var John Hughlings Jackson, sem kallaður hefur verið faðir enskrar taugalæknisfræði.28 John Hughlings Jackson lærði læknisfræði í York á Norður-Englandi og fór þaðan til London, þar sem hann vann sig upp í lagskiptu kerfi breskrar læknisfræði. Samhliða því að vera læknir við National Hospital hafði hann stöðu við London Hospital eins og Ramskill. Jackson er sagður vera mjög fræðilegur taugalæknir. Hann leit á taugakerfið sem lagskipt kerfi, og 66 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.