Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 76

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 76
Eduard Busch. Mogens Fog. Carl Georg Lange. lyflæknisfræði við Háskóla íslands. Krabbe fannst mikið koma til þeirra breytinga, sem orðið höfðu á Reykjavík, frá því er hann var þar 1897. Þær framfarir, sem hann sá á Islandi, glöddu mjög hans hálfíslenska hjarta. Þegar Krabbe var læknanemi á „Sjette af- deling", var þar ungur og áhugasamur aðstoðar- læknir, Viggo Christiansen (1867-1939). Viggo Christiansen hafði verið á Sankti Hans, en einnig dvalið um skeið á National Hospital í London. Hann var nú ákveðinn í að gerast taugalæknir, og þegar Krabbe var kandídat á Kommunehospitalet, var Christiansen orðinn yfirlæknir á póliklíníkinni. Árið 1913 var stofnuð neurológísk póliklíník á Rigshospitalet og Christiansen varð yfirlæknir hennar, en þó í andstöðu við lyflækna þar. Árið 1929 var opnuð taugadeild á Rigshospitalet, og Christiansen var settur yfir hana, auk þess sem hann varð dósent í taugalæknisfræði; hann varð prófessor 1933. Christiansen lagði sig sérstaklega eftir greiningu og meðferð heilaæxla og er höfundur bókar um það efni. Hann gekk til samstarfs við handlækninn Eduard Axel Valdemar Busch (1899-1983), sem hafði sérhæft sig í taugaskurðlækningum. Árið 1934 var taugaskurðdeild opnuð í tengslum við taugadeildina á Rigshospitalet. Árið 1939 varð taugaskurðdeildin sjálfstæð, og 1948 varð Busch prófessor í taugaskurðlækningum.50 Krabbe sótti ekki um prófessorsstöðu á móti Christiansen 1933, en þegar Christiansen hætti 1937, ákvað hann að láta á þetta reyna. Aðrir umsækjendur voru Niels Christian Borberg (1880- 1964), Knud Winther (1893-1981), Carl Julius Munch-Petersen (1886-1967) og Mogens Ludolf Fog (1904-1990). Dómnefndin klofnaði, tveir studdu Krabbe og tveir Borberg. Að lokum varð að samkomulagi að mæla með Fog, og fékk hann stöðuna. Krabbe starfaði áfram á Kommunehospitalet, Borberg varð næstráðandi á taugadeild Rigshospitalet, Winther stundaði prívat praxis og lagði jafnframt grunninn að taugadeildinni í Gentofte. Munch-Petersen vann einnig á stofu, en 1943 varð hann fyrsti prófessorinn í taugalækningum við háskólartn í Árósum. Þar var Lárus Einarsson (1902-1969) prófessor í líffærafræði frá 1936 til dauðadags, en hann rannsakaði einkum áhrif E vítamínskorts á taugakerfið. Mogens Fog barðist ötullega fyrir framgangi taugalækninga í Danmörku auk annarra góðra mála. Hann stóð framarlega í andspyrnuhreyf- ingunni, þegar Danmörk var hernumin af Þjóðverjum 1940-1945. Mogens Fog varð rektor Kaupmannahafnarháskóla og kallaðist rauði rektorinn vegna stjórnmálaskoðanna sinna. Dansk Neurologisk Selskap var stofnað árið 1900. Það ár andaðist Carl Georg Lange (1834-1900), oft nefndur fyrsti danski taugalæknirinn. Lange var prófessor í meinafræði í Kaupmannahöfn. Eftir hann liggja m.a. ritin Forelæsninger over Rygmarvens Patologi (1871-1876) og Om Sinds- bevægelser, en psyko-fysiologisk Stndie (1885), en í síðari bókinni setur hann fram þá tilgátu, að tilfinningalífið ákvarðist af líkamlegum breytingum; hræðslu- og kvíðatilfinning geti verið afleiðing hraðs hjartsláttar, allt eins og orsök hans. Bandaríski sálfræðingurinn William James (1842-1910) setti fram sömu tilgátu um svipað leyti, og er hún því kölluð „James-Lange theory of emotions". Lange var með blómlegan stofurekstur í taugalæknisfræði. Það gerði einnig Peter Jakob Christian Dethlefsen (1855-1937), en árið 1930 var hann kjörinn fyrsti heiðursfélagi í Dansk Neurologisk Selskap. Margir töldu hann mesta klíníkerinn í hópnum. Daniel Eduard Jakobsen (1861-1939) var einnig lengi sjálfstætt starfandi taugalæknir. Árið 1903 varð hann yfirlæknir tauga- og geðdeildar hins nýja Fredriksbergspítala í Kaupmannahöfn. 76 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.