Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 77

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 77
Blom Christopher Leegaard. Georg Herman Monrad- Krohn. Sigrnld Bernhard Refsum. FridtjofNansen. Noregur — Var það heilaæxli eða Ödipúsduldin?51 Dómnefndin, sem var fengin til að meta umsækjendur um prófessorsstöðuna í tauga- lækningum í Kaupmannahöfn, þegar Viggo Christiansen hætti, var skipuð tveimur Dönum, einum Svía og einum Norðmanni. Tauga- lækningar stóðu þá mun traustari fótum í Svíþjóð og Noregi en í Danmörku og greindust frá lyflæknisfræði. Geðlæknisfræði hafði þar lítil áhrif á þróun greinarinnar. Þetta er áhugavert, því saga þessara landa er svo samofin. Við stofnun Kalmarsambandsins árið 1397 voru Danmörk, Noregur, Færeyjar, Svíþjóð, Finnland og ísland sameinuð undir einn þjóðhöfðingja. Árið 1523 sagði Svíþjóð ásamt Finnlandi skilið við sambandið, en Noregur, Færeyjar og ísland voru áfram í konungssambandi við Danmörku. Danir studdu Frakka í stríðum við Englendinga, og þegar Frakkar töpuðu árið 1814 við Waterloo, urðu Danir að láta Noreg í hendur Svíum. Norðmenn notuðu þá tækifærið og lýstu yfir sjálfstæði. Út braust norsk-sænska styrjöldin, sem endaði þannig, að Norðmenn fengu sjálfstæði að því undanskildu, að utanríkismál voru enn í höndum Svía. Fullt sjálfstæði fengu Norðmenn 7. júní 1905, og með þjóðaratkvæðagreiðslu ákváðu þeir að verða konungsveldi. Karl prins af Danmörku og íslandi tók við ríkinu og kallaðist Hákon VII. (1872-1957). Höfuðborg Noregs hét Christiania frá 1624 til 1925, en þá var aftur tekið upp gamla nafnið Ósló. Það hafði höfuðborg Noregs heitið, áður en hún brann árið 1624 og Kristján IV. reisti nýja borg. Rikshospitalet í Christianiu var opnað 1826 með 100 rúmum á lyf- og handlæknisdeild og 55 rúmum á húðdeild. í byrjun voru þarna tveir yfirlæknar, tveir aðstoðarlæknar og tveir kandídatar. Sjúkrahúsið stækkaði og fleiri deildir bættust við. Árið 1885 var stofnuð sérdeild í raflækningum. Yfirmaður hennar varð Blom Christopher Leegaard (1851-1921). Hann hafði lært læknisfræði við háskólann í Christianiu og lokið læknaprófi 1876. Eftir það var hann kandídat við ýmsar deildir á Rikshospitalet, en vann síðan um tíma sem læknir utan sjúkrahússins. Eftir námsferðir til Parísar, Múnchen og Heidelberg, þar sem hann dvaldi hjá Erb, varð hann árið 1880 aðstoðarlæknir á Rikshospitalet. Árið 1885 varði Leegaard doktorsritgerð sína, Studier i Hjernens almindelig Pathologi. Deild hans í raflækningum breyttist í taugalækningadeild, og hann varð dósent í taugalæknisfræði 1893 og prófessor 1896. Taugalæknisfræði hefur síðan verið sjálfstæð akademísk grein í Noregi. Eftirmaður Leegaards var Georg Herman Monrad-Krohn (1884-1966). Hann fæddist og ólst upp í Bergen, nam læknisfræði í Christianiu og lauk prófi þar 1911. Hann var kandídat á Rikshospitalet um skeið, en árið 1912 hélt hann til Englands til að sérhæfa sig í taugalæknisfræði. Dvaldi hann þar næstu fimm árin, fyrst á National Hospital við Queen Square. Á árunum í Englandi fór hann oft í námsferðir til Parísar og kynntist Dejerine, Pierre Marie og Babinski. Árið 1917 sneri hann heim til Noregs og hóf vinnu á Rikshospitalet í Christianiu. Ári seinna varði hann doktorsritgerðina Om abdominalreflexerne. Hann varð yfirlæknir taugadeildarinnar og prófessor í taugalækningum 1922. Monrad-Krohn lagði mikið upp úr nákvæmri neurológískri skoðun, og bók hans Den kliniske undersokelse av nervesystemet var LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.