Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Qupperneq 80

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Qupperneq 80
Ragnar Eugene Antoni (1887-1968), prófessor í taugalæknisfræði í Stokkhólmi, áleit Borberg hæfari. Daginn eftir úrskurðinn hittust þeir Krabbe og Antoni á gufuskipinu til Málmeyjar; Antoni var á heimleið til Stokkhólms, en Krabbe á leið til Lundar til að sinna rannsóknum. Krabbe spurði Antoni, hvað hefði ráðið afstöðu hans, og svaraði Antoni þá því til, að rannsóknarvinna Borbergs frá fyrri árum hefði verið svo framúrskarandi. Hér átti Antoni vafalaust við þær rannsóknir, sem að baki doktorsritgerðar Borbergs lágu, Bidrag til Binyrens Fysiologi. Hana hafði Borberg varið um 25 árum áður, en ekki hafði farið mikið fyrir vísindaafrekum hans eftir það.62 Ekki vissi Knud Krabbe til þess, að Antoni hefði haft neitt á móti sér, en þeir höfðu átt í smávægilegri ritdeilu um mænuástungu. Antoni hafði þróað aðferð, sem byggðist á því, að fyrst var leiðslunál stungið inn að dura mater, og síðan var grennri nál stungið í gegnum leiðslunálina og hún notuð til að fara í gegnum dura. Var mænuvökvinn svo látinn renna í gegnum þessa grönnu nál. Á þennan hátt var reynt að valda sem minnstum skaða á duravefnum og jafnframt dregið úr leka mænuvökva eftir aðgerðina og hættu á höfuðverk líkt og þeim, sem þjakað hafði Quisling (ef til vill fram í andlátið). Krabbe hafði hins vegar notað nýja grennri tegund af hefðbundnari nál, sem inniheldur prjón í nálargöngunum, og er prjónninn dreginn út, þegar nálin fer í gegnum dura, og rennur þá mænuvökvinn þar út, sem prjónninn var. Nils Antoni varð prófessor í taugalæknisfræði við Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 1931. Institutet var stofnað 1810 og var upphaflega staðsett á Kungsholmen. Þetta var herlæknaskóli, sem hét í byrjun Medico-Chirurgiska Institutet, en nafnið Karolinska bættist við árið 1817. Karoliner höfðu hermenn hins herskáa Karls XII. Svíakonungs (1682-1718) heitið. Á Kungsholmen hafði sjúkrahús verið reist árið 1752, sem hét Kungliga Serafimerordenslasarettet, en var yfirleitt kallað Serafimerlasarettet eða í daglegu máli Serafen. Umsjón með rekstri þess höfðu í fyrstu tveir af riddurum Serafimorðunnar, en Serafimriddarar höfðu reyndar umsjón með öllum sjúkrahúsum í Svíþjóð frá 1773 til 1876.63 Þessari riddarareglu tilheyrðu allir þeir, sem hlotið höfðu Serafimorðuna, en hana veitti fyrstur Friðrik I. Svíakonungur (1676-1751). Orðan er nefnd eftir verndarenglum Guðs, en englarnir Kongl. Saratimer ordant tiiMreUet lanl 1800 Ul. Handkolorarad tragrivyr avCE Gamindt Serafimerlasarettet í Stokkhólmi á seinni hluta 19. aldar. kölluðust serafar eða eins og segir í Jesaja 5.6.2: „Umhverfis hann stóðu serafar; hafði hver þeirra sex vængi; með tveimur huldu þeir ásjónur sínar; með tveimur huldu þeir fætur sína og með tveimur flugu þeir." Sjúkrahúsið stækkaði, og 1805 var fjöldi sjúkrarúma orðinn um 100. Nýjar byggingar voru reistar 1880, og þá var ákveðið, að í stjórn sjúkrahússins sætu ávallt tveir læknar og tveir fulltrúar ríkis og bæjar auk tveggja riddara Serafimorðunnar. Serafimerlasarettet varð sjúkrahús Karolinsku stofnunarinnar, og yfirlæknar þar gegndu einnig prófessorsstöðum. Árið 1980 var allri sjúkra- þjónustu hætt á Serafimerlasarettet, en þá höfðu gamla Karolinska sjúkrahúsið í Solna (1940) og nýja sjúkrahúsið í Huddinge (1972) tekið við. Þessi tvö sjúkrahús Karolinsku stofnunarinnar kallast nú einu nafni Karolinska Universitetssjukhuset. Taugadeildin á Serafen flutti yfir á sjúkrahúsið í Solna í upphafi sjötta áratugar 20. aldar. Við Serafimerlasarettet starfaði læknirinn Magnus Huss (1807-1890). Árið 1840 taldist honum til, að um 20% sjúklinganna væru með taugasjúkdóm og þá oft tengdan mikilli áfengisneyslu, en Huss varð heimsþekktur fyrir skrif sín um áfengisbölið og notaði orðið alchoholismus fyrstur manna. Áfengisdeildin á Karolinska er kennd við hann. Samstarfsmaður Huss var Per Henrik Malmsten (1811-1883). Hann hafði einnig áhuga á taugasjúkdómum og lýsti fyrstur hemianopsiu eftir heilaáfall. Prófessorsstaða í taugalækningum var stofnuð við Karolinska Institutet 1887. Staðan er kennd við Malmsten, en sonur hans gaf stofnuninni 100000 ríkisdali til minningar um föður sinn. Taugalæknisfræði var nú orðin sjálfstæð akademísk grein í Svíþjóð. 80 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.