Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 83

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Page 83
Salomon Eberhard Henschen. David Henschen Ingvar. á taugalækningadeildinni á Serafimerlasarettet. Ekbom rannsakaði fótaóeirð, sem hann kallaði asthenia crurum paraesthetica (restless leg synd- rome), og er heilkennið stundum nefnt eftir honum. Þrátt fyrir mikla hæfileika allra þessara ágætu sænsku taugalækna, er eftir að nefna þann, sem skaraði fram úr þeim öllum, að minnsta kosti að eigin áliti og jafnvel sumra annarra. Hann er sá eini af þeim, sem fékk æviágrip birt í bókinni The Founders of Neurology,69 Þetta er Salomon Eberhard Henschen (1847- 1930), lengst af yfirlæknir lyflækningadeildar Serafimerlasarettets og prófessor á Karolinska Institutet um svipað leyti og Lennmalm var þar kennari í taugalæknisfræði. Henschen lærði læknisfræði á Karolinska og í Uppsölum, og í Uppsölum varð hann prófessor í lyflæknisfræði 1882. Sagt er, að tveir sjúklinga Henschens hafi vakið áhuga hans á taugalæknisfræði. Annar var með hemianopsiu og hinn með aphasiu, og þaðan í frá helgaði hann starfsævi sína rannsóknum á skynbrautum og skynsvæðum heilans. Henschen varð fyrstur til að sýna fram á mikilvægi heilabarkarins í kringum fissura calcarina fyrir sjón (Brodmanns svæði 17 eða area striata). Hann benti einnig á þýðingu nærliggjandi svæða (Brodmanns svæða 18 og 19; area parastriata). Margir drógu fullyrðingar hans í efa, og hann átti í miklum deilum við kollega sína, og þeirra á meðal voru menn, sem sátu í Nóbelsnefndinni. Henschen taldi sig eiga skilið Nóbelsverðlaunin fyrir uppgötvanir sínar, en þær birti hann í átta binda verki, Klinische und anatomische Beitriige zur Pathologie des Gehirns á árunum 1890 til 1930. Salomon Henschen var kallaður til Karolinska í Stokkhólmi árið 1900. Sonur hans var Folke Henschen (1881-1977), prófessor í pathológíu við Karolinska Institutet 1920 til 1946. Folke Henschen hafði tekið eftir útvíkkun á maeatus acusticus internus (taugahlust) hjá sjúklingum með neuroma acustica og benti Gösta Forssell á, að þetta ætti að vera hægt að greina á röntgenmynd, sem varð og raunin. Tengdasonur Salomon Henschen var Sven Ingvar (1889-1947), prófessor í lyflæknisfræði í Lundi. Sven Ingvar skrifaði um sjúkdóma í hnykli og mikið verk um tegundar- og einstaklingsþróun hnykils.70 Sonur hans var David Henschen Ingvar (1924-2000), fyrsti prófessor í klínískri taugalífeðlisfræði í Lundi og brautryðjandi í greininni.71 Finnland — Hve margir laxar veiddust í Víðidalsá?72 Sagan segir, að fyrir 5000 árum hafi búið þjóð við Úralfjöll, sem talaði úralísku. Við þjóðflutninga vestur á bóginn héldu þeir bjartsýnu suður í sólskinið á Ungverjalandssléttum, en þeir svartsýnu þrömmuðu norður í nepju Finnlands. Meðfram finnsku strandlengjunni settust Svíar að, og í lok miðalda höfðu þeir náð yfirráðum í Finnlandi. Opinbert mál var sænska, þótt 90% þjóðarinnar töluðu finnsku, afsprengi hinnar fornu úralísku. Finnska stríðinu á milli Svía og Rússa 1808 lauk með því, að Svíar urðu að afsala sér Finnlandi til Rússa, og Finnland varð stórfurstadæmi Rússakeisara með sjálfstjórn. Höfuðborgin var flutt frá Ábo (Turku) til Helsingfors (Helsinki). Kristín Svíadrottning, (1626-1689), stofnaði Konunglegu akademíuna í Ábo árið 1640, sem kallaðist Keisaralega akademían eftir 1808. Eftir mikinn bruna í Ábo árið 1827 var Akademían flutt til Helsingfors, sem þá var orðin höfuðborg stórfurstadæmisins. Finnska og sænska urðu jafnrétthá tungumál í Finnlandi 1892. Eftir rússnesku byltinguna 1917 kusu Finnar að verða lýðveldi með forseta að þjóðhöfðingja. Keisaralega akademían varð nú að Háskólanum í Helsinki. Læknadeild Háskólans í Helsinki rekur upp- runa sirtn til 1640, þegar Konunglega akademían var stofnuð. Forseti læknadeildarinnar frá 1908 til 1916 var Ernst Alexander Homén (1851-1926). Hann lærði læknisfræði í Helsinki. Árið 1881 dvaldi hann um tíma í Þýskalandi hjá Virchow. Árin 1882 og 1883 og síðan aftur 1886 var hann í París hjá Vulpian og Louis-Antoine Ranvier (1835- 1922). Hjá þeim lærði hann rannsóknaraðferð, LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.