Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Side 87

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Side 87
Lenín seinni liluta árs 1923. A hægri hönd hans erþýski taugalæknirinn Otfrid Foerster. Á vinstri liönd er rússneski lyflæknirinn Fjodor Cete. Maríja systir Leníns, sem var með ljósmyndadellu, tók myndina. Þann 21. janúar 1924 fór hann í status epilepticus og dó. Allt var gert til að bjarga lífi Leníns. Færustu læknar Rússlands voru kallaðir til, en einnig voru bestu taugalæknar annars staðar í Evrópu beðnir að koma til Moskvu og ræða málin við rússneska kollega og Lenín sjálfan. Otfrid Foerster frá Breslau dvaldi með Lenín mestan hluta ársins 1923, og hann var viðstaddur, þegar Lenín lést. í mars 1923 kom hópur evrópska lækna saman í Moskvu. Flestir voru þeir sérfræðingar í taugalækningum. Þama var Nonne frá Hamborg, Strumpell frá Leipzig, Salomon Henschen frá Stokkhólmi ásamt syni sínum Folke, geðlæknirinn Bumke frá Múnchen og intemistinn Oskar Minkovski (1858-1931) frá Breslau, sá sem uppgötvaði mikilvægi briskirtils í sykursýki. Þeir gerðu sér grein fyrir því, að framtíðarhorfur voru ekki góðar. Talið var líklegast, að Lenín hefði verið að fá endurtekin heilablóðföll. Salomon Henschen benti á ættarsöguna, faðir Leníns og föðurafi höfðu báðir látist um fimmtugt eftir heilaslag. Eftir andlát Leníns byrjaði kapítalíska pressan á Vesturlöndum að flytja fregnir, að Lenín hefði verið geðveikur og dáið úr sárasótt. Slíkur Læknasendinefndin, semfengin var til Moskvu árið 1923 vegna versnandi heilsu Leníns, ásamt tveim rússneskum fulltrúum og taugalækninum Vasílíj Kramer. Aftari röðfrá vinstri: Kramer, Foerster, Koshevajrov (fulltrúi). Fremri röð: Semashko (fulltrúi), Minkovski, Strumpell, Henschen, Nonne, Bumke. fréttaflutningur hefur haldist fram á okkar daga.80 Salomon Henschen sá sig knúinn til að svara þessum áróðri í skýrslu, sem birtist í febrúar 1924. Þar er nákvæm lýsing á krufningu Leníns, en undir hana skrifaði meðal annarra Otfrid Foerster. Sjúkdómsgreiningin er cerebral atherosclerosis og nýleg miðheilablæðing.81 Vegna áframhaldandi kaldastríðsáróðurs skrifuðu Folke Henschen og síðar David Henschen Ingvar greinar um sjúkdóm og dauða Leníns. Þar áréttuðu þeir niðurstöðu föður og afa.8Z 83 Einn gamall samherji Leníns, byltingarkonan Aleksandra Míkhajlovna Kollontaj (A.neKcaH/ipa MnxaiiJiOBHa KojiaoiiTafi 1872-1952), hafði sína skoðun á veikindum hans og dauða. Sjúkdómsgreining hennar var ástarsorg. Eftir henni var haft, að lát ínessu Armands haustið 1920 hafi komið þeim veikindum af stað, sem drógu Lenín til dauða. Slík getur ástin verið, jafnvel hjá heimsbyltingarmanni. Pétur mikli Rússakeisari (1672-1725) opnaði Rússland fyrir vestur-evrópskum menningar- staumum. Átti það einnig við um læknisfræði. Fyrsti háskólinn í Rússlandi var stofnaður í Moskvu 1755, og þar var læknadeild. í St. Pétursborg, sem Pétur mikli gerði að höfuðborg ríkisins 1713, var Keisaraleg medico-chirurgisk herakademía frá árinu 1798, en háskólanum í St. Pétursborg var komið á fót 1819. Eftir októberbyltinguna 1917 varð höfuðborgin aftur Moskva. Háskólinn í Kazan var stofnaður 1804. Það var í þessum þremur borgum, Moskvu, St. Pétursborg og Kazan, sem taugalæknisfræði skaut rótum sem LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.