Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 90

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2010, Síða 90
Aleksnndr Romanovítsj Lúríja Oskar Vogt rannsakar smásjársneiðar úr heila Leníns. Heilastofnunin í Moskvu. Höfuðstöðvar marx- lenínískrar neurológíu og hluti af Lenínstofn- uninni. og utan frá umhverfinu. Hjá mönnum er þriðji möguleikinn, málið. Kenningar Pavlovs komu vel heim við marx-lenínískar hugmyndir, einkum þegar þær voru þróaðar frekar af sálfræðingnum Lev Semenovítsj Vygotskíj (/IeB CeMeHOBHH BbiroTCKHÍí 1896-1934) og taugalækninum og taugasálfræðinginum Aleksandr Romanovítsj Luríja (AneKcaHflp Pomuhobhh Jlypna 1902-1977). Þeir litu á hugsun sem eigind dýra og manna, en málið sem samfélagslega eigind mannsins. Maðurinn tekur orðið og orðræðuna inn í sig, og þar verður hún áreiti, sem hann nær stjórn á. Mikilvægi orðsins og orðræðunnar er því ljóst. Með breyttri orðræðu í nýju samfélagi var vonast til, að nýr maður yrði til — hinn sovéski maður. En hver var hin efnislega eigind heilans, sem þetta byggðist á? Hér komu hugmyndir þýskra tauga- og geðlækna til hjálpar. Með heilarannsóknum sínum töldu þeir sig hafa lagt vísindalegan grunn að því að skilja hugann og hugraskanir, en slagorð þeirra var „Geisteskrankheiten sind Gehirnkrankheiten" eins og áður er getið. Skömmu eftir dauða Leníns höfðu sovésk yfirvöld samband við Oskar Vogt í Berlín, en þar stjórnaði hann Neurobiologisches Universitats-Laboratorium. Hann var fenginn til að setja upp samskonar stofnun í Moskvu. Vogt rannsakaði ásamt samstarfsmönnum sínum heila Leníns. Komu þar í ljós mjög stórar pýramídalfrumur í heilaberki, sem áttu að vera til marks um óvenju góða hæfileika til tengslamyndunar, og var talið, að Lenín hefði áunnið sér þá með stöðugu starfi í þágu byltingarinnar. Niðurstöður marx-lenínískrar neurológíu um 1930 voru þær, að atferli byggðist á óskilyrtum og skilyrtum viðbrögðum, sem stjórnað væri af innri og ytri merkjum. Málið er í byrjun merki frá umhverfinu, en orðræðan „internaliserast", og með því nær maðurinn stjórn á atferli sínu. Heilafrumur, einkum pýramídalfrumur, sýna breytileika, sem háður er umhverfi. Með bættu umhverfi og bættri orðræðu má efla heilastarfsemi og hugsun. Framh'ð mannkyns var björt eftir öreigabyltinguna. Bandaríki Norður-Ameríku — Þegar geðið var tekið á taugum89 90 Byltingarstríð breskra nýlendna í Norður-Ame- ríku stóð frá 1775 til 1783. Margfræg sjálf- stæðisyfirlýsing Bandaríkjanna var samþykkt af fulltrúum nýlendnanna 13 þann 4. júlí 1776. I yfirlýsingunni segir, að allir menn séu skapaðir jafnir, og að skapari þeirra hafi gefið þeim viss óafturkræf réttindi, þar á meðal líf, frelsi og leit að hamingju.91 Augljóslega stangaðist yfirlýsingin á við veruleikann, sem margir stóðu andspænis í nýja heiminum. Ellefu Suðurríkjanna sögðu sig úr lögum við hið 85 ára bandalag, þegar Abraham Lincoln (1809-1865) var kjörinn forseti Bandaríkjanna árið 1861, en eitt af aðalstefnumálum hans var að stöðva útbreiðslu þrælahaldsins. Borgarastyrjöld braust út, sem endaði með sigri norðanmanna árið 1865, og þrælahald í Bandaríkjunum var afnumið. Það er til þessarar styrjaldar, sem bandarísk taugalæknisfræði rekur uppruna sinn. Mannfallið varð mikið. Talið er, að um 620000 hermenn hafi fallið, margir vegna sára sinna, en jafnvel fleiri úr sjúkdómum. Fjöldinn allur var særður, margir voru með áverka á heila, mænu, úttaugum og vöðvum. Aðrir voru með starfræn einkenni eða gerðu sér upp veikindi. Yfirmenn læknadeildar 90 LÆKNAblaðið 2010/96 Fylgirit 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.