Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 6

Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 RitstjóRnaRgRein Frysta vísitöluna! Frysting vísitölunnar gæfi atvinnulífinu og heimilunum skýlaust loforð um að skrúfað hefði verið fyrir frekari hækkun skulda vegna verðbólgu. Frjáls verslun flytur í þessu tölublaði ítarleg rök fyrir mikilvægi þess að frysta vísitöluna í öllum lánasamn- ingum þegar í stað og aftengja þannig verðtrygginguna tímabundið. Frysting vísitölunnar gæfi atvinnulífinu og heimilunum skýlaust loforð um að skrúfað hefði verið fyrir frekari hækkun skulda vegna verðbólgu. Sömuleiðis er brýnt að leitað verði allra leiða hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum um að hraða lækkun stýrivaxta á Íslandi. Best væri að stýrivextirnir færu niður fyrir 1% eins og mikil- virk aðildarríki sjóðsins, t.d. Bandaríkin og Bretland, hafa gert. Þetta er ekki prentvilla. Það stendur hér: 1%. Þessar aðgerðir gæfu heimilum og atvinnulífi von. Raunar hefði átt að frysta vísitöluna í öllum innlána- og útlánasamn- ingum daginn eftir bankahrunið, en þann dag lagði Frjáls verslun til í tíu ráðum til endurreisnar atvinnulífsins að verðtrygging yrði aftengd. Undirritaður hefur síðan hamrað á því að það yrði gert með því að frysta vísitöluna þannig að ekki þyrfti að spretta upp öllum samningum. viðkvæði þeirra sem ekki vilja afnema verðtryggingu er að verðbólgan sé meinið en ekki verðtryggingin – og að verð- tryggingin sé fylgifiskur ónýtrar krónu og endurspegli lítið traust íslenskra sparifjár- eigenda á íslensku atvinnulífi; ella fari þeir út með fé sitt. Þess vegna sé málið að koma verðbólgunni niður og skipta um gjald- miðil. En þetta er ekki alveg svona auðvelt. Verðtryggingin er vandi sem hækkar skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs á sama tíma og atvinnulífið er í rúst eftir mestu kreppu sem lýðveldið hefur lent í. Verðtryggingin og okurvextir koma í veg fyrir nýfjárfestingar, ný störf og ráðningar. Það er súrrealískt efnahagslíf sem gengur í gegnum verstu kreppu vestræns ríkis en hefur á sama tíma hæstu vexti og heftandi verðtryggingu. Frysting vísitölunnar er hvorki fölsun né blekking. Vísitala neysluverðs, sem er notuð í verð- tryggðum lánasamningum, verður áfram reiknuð út – en hún verður fryst í inn- og útlánasamningum. Í þeim er verðbólgan hjöðnuð, komin í núll prósent, og hægt að reiða sig á það. en skiptir það einhverju máli núna að frysta vísitöluna og aftengja verðtrygginguna þegar verðbólgan er að hjaðna hratt og verður að öllum líkindum mjög lítil á næsta ári? Já, það skiptir máli: Sprengjan er virk. Þegar gjaldeyrishöftin verða afnumin, en sumir spá því að það verði síðar á þessu ári, eru allar líkur á að krónan falli með nýju verðbólguskoti. Auk þess er verðbólgan ekki hjöðnuð. Frysting vísitölunnar er því mikilvæg forvörn verði losað um höftin – og skýlaust loforð um að skuldir hækki ekki vegna verðbólgu. Það veitir öryggistilfinningu og von. þeir sem eru andvígir því að frysta vísitöl- una hafa sagt að eina raunhæfa leiðin til að losna við verðtrygginguna og fylgikvilla hennar sé að skipta um gjaldmiðil og koma verðbólgunni niður. En bíðum við; það eru ekki eðlilegir tímar í hagkerfinu. Skyndihjálpin gengur út á úrræði NÚNA, annars heitir hún ekki skyndihjálp. Að skipta um gjaldmiðil er framtíðarmúsík. Flest bendir til að ekki verði hægt að taka upp evru fyrr en í fyrsta lagi eftir tíu ár. þeir sem eru andvígir því að afnema verð- trygginguna svara því ætíð til að þá taki við óverðtryggð langtímalán með 20 til 30% vöxtum vegna verðbólg- unnar. En það hefur auðvitað engan tilgang að frysta vísitöluna sem björgunaraðgerð til að draga úr fjármagns- kostnaði – ef vextir eru hækkaðir á móti sem verðtrygg- ingunni nemur. Ég er að ræða um að halda verðtrygging- unni í öllum langtímasamningum, gömlum sem nýjum, en frysta vísitöluna í þeim tímabundið og stöðva frekari hækkanir. Þannig er haldið í kosti jafngreiðslukerfis verð- tryggðra lána og ekki þarf að spretta upp öllum gömlum samningum. Ég er ekki að ræða um að bankar, Íbúðalána- sjóður og lífeyrissjóðir felli niður uppsafnaðar verðbætur og gefi þær til lántakenda. Ég er að tala um eitt penna- strik; frysta vístitöluna. þeir sem eru andvígir því að frysta vísitöl- una og aftengja verðtrygginguna, segja gjarna að það sé ekki hægt vegna þess skaða sem Íbúðalánasjóður og líf- eyrissjóðirnir yrðu fyrir. En þá gleymist þetta: Atvinnu- lífið er uppspretta alls lífeyris í landinu. Okurvextir og verðtrygging veikja atvinnulífið og veikt atvinnulíf merkir veikir lífeyrissjóðir. Þess vegna ættu lífeyrissjóðir að fagna hugmyndum um frystingu vísitölunnar í öllum lánasamningum og stórlækkun stýrivaxta. Það hjálpar atvinnulífinu, skapar ný störf og eykur innstreymið í líf- eyrissjóðina; styrkir þá. íslendingar Féllu fyrstir á botninn og hafa lent í harkalegastu kreppunni. Á sama tíma eru hér hæstu vextirnir, heftandi verðtrygging og handónýtur gjald- miðill. Frystum vísitöluna og lækkum stýrivexti. Það er viðspyrnan af botninum. jón g. Hauksson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.