Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 8
KYNNING8 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
Níutíu ár eru frá því fyrirtækið Otto B.
Arnar ehf. var stofnað. Var haldið upp á
afmælið á viðeigandi hátt í húsakynnum fyr-
irtækisins að Skipholti 17, 5. febrúar sl. þar
sem prúðbúnir viðskiptavinir og aðrir gestir
mættu til að fagna áfanganum. Það eru ekki
mörg fyrirtæki hér á landi sem geta státað af
samfelldum rekstri undir sama nafni í 90 ár
og enn færri sem hafa verið í eigu sömu fjöl-
skyldunnar allan þennan tíma. Í gegnum
tíma mikilla þjóðfélagsbreytinga og breytinga
á viðskiptaumhverfi hefur fyrirtækið verið
rekið á farsælan hátt og haft að leiðarljósi að
þjónusta viðskiptavini sína á sem allra bestan
máta.
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar
frá því ungur loftskeytafræðingur, Otto B.
Arnar, stofnaði fyrirtækið árið 1919. Otto var
framsýnn maður og brautryðjandi á mörgum
sviðum, sjálfmenntaður, félagslyndur, ágæt-
lega ritfær og eljusamur svo um munaði.
Hann hóf starfsferil sinn hjá Landsímanum
1914 og stofnaði Félag íslenskra símamanna
1915, rétt rúmlega tvítugur að aldri en það
var fyrsta hagsmunafélag opinberra starfs-
manna hér á landi. Hann var og brautryðj-
andi í útvarpstækni, rak fyrstu útvarpsstöðina
á Íslandi, kynnti margar nýjungar í siglinga-
tækni og fjarskiptum og ritaði fjölda greina í
dagblöð og tímarit um þessi efni.
Traust umboð
Í dag er Birgir Arnar, sonur Ottos, fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins: „Áhugi á tækni
kom snemma í ljós hjá föður mínum, en
sem unglingur var hann sendill á símstöð-
inni á Ísafirði þar sem hann ólst upp og fékk
strax mikinn áhuga á allri fjarskiptatækni.
Það var því sjálfgefið að þegar hann fór út í
eigin verslunarrekstur að innflutningur hans
byggðist á rafmagns- og skrifstofutækjum og
fjarskiptatækni. Flutti hann m.a. inn talsíma,
svo og ritvélar af Corona-gerð. Allar götur
síðan hafa skrifstofuvélar og annar tækni- og
rafeindabúnaður verið aðalinnflutningur fyr-
irtækisins og er enn. Tvö elstu umboð þess
eru Datacard, framleiðandi kortaútgáfuvéla,
t.a.m. fyrir bankakort, en þetta umboð er
afleiða af Addressograph-fyrirtækinu, sem
faðir minn fékk umboð fyrir 1929, en Add-
ressograph-áritunarvélar voru notaðar hér
í ríkum mæli uns tölvurnar komu til sög-
unnar. Núna eru Datacard-vélar notaðar við
útgáfu allra korta á Íslandi. Hitt umboðið er
Pitney Bowes, sem honum áskotnaðist 1947,
en frímerkjavélar frá þessu fyrirtæki voru
lengi þær einu sem seldust hérlendis.“
Stöðugur vöxtur
Í upphafi starfaði Otto B. Arnar einn við
fyrirtæki sitt, en var eftir 1930 og fram á
sextugasta áratuginn annað veifið með fólk
í vinnu, sérstaklega þegar hann rak einnig
viðtækjaverkstæði sitt, en Birgir kemur til
starfa með honum 1964, en hafði áður starf-
að við fyrirtækið á sumrin meðan hann var í
skóla. Eftir andlát hans 1972 var fyrirtækið
rekið af fjölskyldunni sem einkafyrirtæki en
um tíma í kringum 1990 var fyrirtækið
gert að hlutafélagi í nokkur ár með aðkomu
annarra, auk afkomenda, en fimm árum
síðar var af afkomendum Ottos eingöngu
stofnað eignarhaldsfélagið Otto B. Arnar
ehf. sem yfirtók reksturinn og þannig er það
rekið í núverandi mynd. „Það hefur verið
OTTO B. ARNAR EHF.
Traust fjölskyldufyrirtæki
sem byggir á framsýni stofnandans