Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 8
KYNNING8 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 Níutíu ár eru frá því fyrirtækið Otto B. Arnar ehf. var stofnað. Var haldið upp á afmælið á viðeigandi hátt í húsakynnum fyr- irtækisins að Skipholti 17, 5. febrúar sl. þar sem prúðbúnir viðskiptavinir og aðrir gestir mættu til að fagna áfanganum. Það eru ekki mörg fyrirtæki hér á landi sem geta státað af samfelldum rekstri undir sama nafni í 90 ár og enn færri sem hafa verið í eigu sömu fjöl- skyldunnar allan þennan tíma. Í gegnum tíma mikilla þjóðfélagsbreytinga og breytinga á viðskiptaumhverfi hefur fyrirtækið verið rekið á farsælan hátt og haft að leiðarljósi að þjónusta viðskiptavini sína á sem allra bestan máta. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því ungur loftskeytafræðingur, Otto B. Arnar, stofnaði fyrirtækið árið 1919. Otto var framsýnn maður og brautryðjandi á mörgum sviðum, sjálfmenntaður, félagslyndur, ágæt- lega ritfær og eljusamur svo um munaði. Hann hóf starfsferil sinn hjá Landsímanum 1914 og stofnaði Félag íslenskra símamanna 1915, rétt rúmlega tvítugur að aldri en það var fyrsta hagsmunafélag opinberra starfs- manna hér á landi. Hann var og brautryðj- andi í útvarpstækni, rak fyrstu útvarpsstöðina á Íslandi, kynnti margar nýjungar í siglinga- tækni og fjarskiptum og ritaði fjölda greina í dagblöð og tímarit um þessi efni. Traust umboð Í dag er Birgir Arnar, sonur Ottos, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins: „Áhugi á tækni kom snemma í ljós hjá föður mínum, en sem unglingur var hann sendill á símstöð- inni á Ísafirði þar sem hann ólst upp og fékk strax mikinn áhuga á allri fjarskiptatækni. Það var því sjálfgefið að þegar hann fór út í eigin verslunarrekstur að innflutningur hans byggðist á rafmagns- og skrifstofutækjum og fjarskiptatækni. Flutti hann m.a. inn talsíma, svo og ritvélar af Corona-gerð. Allar götur síðan hafa skrifstofuvélar og annar tækni- og rafeindabúnaður verið aðalinnflutningur fyr- irtækisins og er enn. Tvö elstu umboð þess eru Datacard, framleiðandi kortaútgáfuvéla, t.a.m. fyrir bankakort, en þetta umboð er afleiða af Addressograph-fyrirtækinu, sem faðir minn fékk umboð fyrir 1929, en Add- ressograph-áritunarvélar voru notaðar hér í ríkum mæli uns tölvurnar komu til sög- unnar. Núna eru Datacard-vélar notaðar við útgáfu allra korta á Íslandi. Hitt umboðið er Pitney Bowes, sem honum áskotnaðist 1947, en frímerkjavélar frá þessu fyrirtæki voru lengi þær einu sem seldust hérlendis.“ Stöðugur vöxtur Í upphafi starfaði Otto B. Arnar einn við fyrirtæki sitt, en var eftir 1930 og fram á sextugasta áratuginn annað veifið með fólk í vinnu, sérstaklega þegar hann rak einnig viðtækjaverkstæði sitt, en Birgir kemur til starfa með honum 1964, en hafði áður starf- að við fyrirtækið á sumrin meðan hann var í skóla. Eftir andlát hans 1972 var fyrirtækið rekið af fjölskyldunni sem einkafyrirtæki en um tíma í kringum 1990 var fyrirtækið gert að hlutafélagi í nokkur ár með aðkomu annarra, auk afkomenda, en fimm árum síðar var af afkomendum Ottos eingöngu stofnað eignarhaldsfélagið Otto B. Arnar ehf. sem yfirtók reksturinn og þannig er það rekið í núverandi mynd. „Það hefur verið OTTO B. ARNAR EHF. Traust fjölskyldufyrirtæki sem byggir á framsýni stofnandans
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.