Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 24
MArkMið:
Að halda hringrásinni gangandi á milli banka, lífeyrissjóða, fyrir-
tækja og heimila í landinu og forðast þannig að meira en 200 milljarðar króna leki út af kerfi
landsframleiðslunnar og hún fari ekki niður fyrir 1.200 milljarða króna.
Haldist þessi hringrás gangandi mjökum við okkur af botninum og til verða ný störf. Verum
bjartsýn: 10% atvinnuleysi er hörmulegt en merkir hins vegar 90% AtvinnA.
Forsíðugrein
24 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
Frjáls verslun vill frysta vísitöluna í öllum verðtryggðum lánasamningum (vísitölu
neysluverðs) næstu þrjú árin og aftengja þannig verðtrygginguna tímabundið. Þetta
mun létta á greiðslubyrði heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs frá því sem nú blasir við að
verði og koma í veg fyrir stórfellda gjaldþrotahrinu til viðbótar þar sem gengi krón-
unnar er falskt og inni í kerfinu er verðbólgubomba.
Frjáls verslun vill lækka stýrivexti niður í það sama og margar þjóðir hafa gert að und-
anförnu, þ.e. fara með stýrivextina niður fyrir 1% og í kringum núllið. Þetta kann að
líta út sem prentvilla, að það vanti tölustafinn 1 fyrir framan núllið. En svo er ekki.
Þetta er svolítið geggjað – en það dugir ekkert minna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
Frjáls verslun telur nauðsynlegt að setja miklu meiri kraft í endurreisn bankakerfisins
svo bankarnir geti byrjað að lána aftur til atvinnulífsins. Bankakerfið eru hjartað í
blóðrásinni. Við tökum undir með Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka
atvinnulífsins, sem vill að bankakerfið verði endurreist í samvinnu við erlenda kröfu-
Frjáls verslun vill lækka tekjuskattsprósentu einstaklinga um 1% til að örva eyðslu í
þjóðfélaginu og láta hjólin snúast hraðar. Eyðsla einstaklinga er mikilvæg í kreppu. Ef
allir halda að sér höndum verður kreppan enn dýpri. Það er eflaust borin von að lækka
tekjuskatt einstaklinga en markmiðið felur í sér pressu á stjórnvöld að hækka ekki
1.
2.
3.
4.
5.
6.
FrYsta VÍsitÖlu lána og aftengja þannig verðtrygginguna
Frjáls verslun telur brýnt að semja strax upp á nýtt við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um
að lækka stýrivexti niður fyrir 1%, eins og nágrannaþjóðir okkar hafa gert til að örva
atvinnulífið. Þá verður að semja upp á nýtt um hin ströngu skilyrði sjóðsins um að
stjórnvöld grípi til aukinna skatta á einstaklinga til að mæta auknum útgjöldum á fjár-
Frjáls verslun vill að allar tiltækar leiðir verði skoðaðar til að skipta um gjaldmiðil sem
fyrst. Allt bendir þó til að krónan verði áfram næstu tíu árin. Því miður. Tveir hag-
fræðingar hafa bent á leiðir til að taka einhliða upp evru en 32 hagfræðingar skrifuðu
aÐ lækka stýrivexti niður fyrir 1%
aÐ setJa meiri kraft í endurreisn bankakerfisins
aÐ lækka tekjuskattsprósentu einstaklinga
aÐ seMJa upp á nýtt við alþjóðagjaldeyrissjóðinn
aÐ Finna leiðir til að skipta um gjaldmiðil
lEiðir: