Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 25
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 25
Það vantar fé í hagkerfið. Lífeyrissjóðir og sparifjáreigendur eru
þeir sem eiga peninga og um þetta fjármagn verður barist þar sem
líkur eru á að lán frá útlöndum verði ekki auðsótt. Fjárlagahalli rík-
issjóðs stefnir í 150 milljarða og fram undan er keppni á milli rík-
issjóðs og fyrirtækja um fjármagnið. En verður þá ekki uppboðs-
markaður um þetta fjármagn? Jú, en atvinnulífið og heimili taka
ekki frekari lán nema lánavísitalan verði fryst og vextir fari stórlega
niður. Annað er ávísun á gjaldþrot. Og hvert geta lífeyrissjóðir og
sparifjáreigendur svo sem farið, þegar gjaldeyrishöftin verða líklega
áfram til að koma í veg fyrir að fjármagnið, íslenskt sem erlent, flýi
úr landi? Ef lífeyrissjóðir og sparifjáreigendur bregðast þannig við
að þeir dragi úr sparnaði við þessar ráðstafanir, þýðir það í praxís að
eyðsla og umsvif aukast – sem er gott.
leggur til að hér séu 18% stýrivextir, skv. aðgerðaáætlun sjóðsins
við stjórnvöld. Ekkert er eins mikilvægt og að þrýsta á sjóðinn að
falla frá þessu ákvæði og að Seðlabankinn lækki stýrivexti niður úr
öllu valdi strax. Á Íslandi er engin eftirspurnarverðbólga; laun hafa
lækkað og atvinnuleysi er að nálgast 10%. Verðbólgan er kostnaðar-
verðbólga og á rætur að rekja til falls krónunnar eftir bankahrunið
en ekki eftirspurnar. Í hagkerfum hins vestræna heims eru núna
engir venjulegir tímar og öllu er handstýrt með gegndarlausri ríkis-
aðstoð og seðlabankar hafa misst sjálfstæði sitt í flestum löndum.
Líka á Íslandi. Hér ræður Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bæði yfir Seðla-
bankanum og stjórnvöldum.
hafa gömlu bankanna. Best væri ef hér yrði starfræktur erlendur
stórbanki.
Enn er langt í land með að bankarnir séu í stakk búnir til að
veita ný lán til atvinnulífsins. Mikilvægt er að koma hreyfingu á
hlutina og lána til lítilla fyrirtækja sem eru sveigjanlegri en stórfyrir-
tæki og best til þess fallin að skapa ný störf. Hringrásin á milli
banka, heimila og fyrirtækja má ekki stöðvast. Heimili og fyrirtæki
verða að geta staðið í skilum við bankana svo þeir geti haldið áfram
að lána út í atvinnulífið – sem aftur byggir ný störf.
tekjuskattinn eins og allt útlit er fyrir að þau ætli að gera, þar sem
fjárlagahalli ríkissjóðs stefnir í um 150 milljarða króna á árinu. Það
er risavaxinn halli og samningurinn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
gengur út á að ná þessum halla niður á næstu tveimur til þremur
árum. Við blasir blóðugur niðurskurður í útgjöldum ríkisins einmitt
þegar ríkið þyrfti að eiga fé til að dæla út í atvinnulífið með fram-
kvæmdum.
Hækki stjórnvöld skatta á einstaklinga ásamt því að draga úr rík-
isútgjöldum þá er það aðgerð heftingar en ekki örvunar. Það verður
samt ekki undan því vikist að sýna ábyrga stefnu í ríkisútgjöldum.
lögum. Um 150 milljarða fjárlagahalli ár eftir
ár setur þjóðina auðvitað á hausinn þannig að
það þarf að bregðast við því – en það er úti-
lokað að sjóðurinn sé með þjóðina í spenni-
treyju hæstu vaxta og hárra skatta; sem fyrst og
fremst verða sóttir til einstaklinga þar sem fyrirtækin eru
rekin með tapi.
grein um að það væri ekki góður kostur heldur gerði í raun illt verra.
Fyrst verði að ganga í ESB og sækja um aðild að myntbandalaginu
sem kennt er við Maastricht. Þarna eru sjónarmiðin stál í stál. En
það breytir því ekki að krónan er ónýt. Þess vegna hefur peninga-
stefnan gengið út á háa vexti. En eitt af fjórfrelsinu
í EES-samningnum eru frjálsir fjármagnsflutningar.
Það frelsi hefur verið tekið af með gjaldeyris-
höftum.
bankarnir heiMili oG
FYrirtæki