Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 28

Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 28
hliða upptaka evru gangi ekki vegna þess að þar með kæmi enginn stuðn- ingur, ekkert bakland, frá evrópska seðlabankanum. Þess vegna var verðtryggingin sett á Verðtryggingin var sett á með Ólafslögum árið 1979 til að auka sparnað þjóðarinnar sem þá var allt að því horfinn. Lífeyrissjóðir voru þá flestir nánast gjaldþrota eftir að útlán þeirra höfðu meira og minna gufað upp í verðbólgu en lántakendur hirtu verðbólgugróð- ann og var hann að mestu bundinn í húseignum fólks og fasteignum og tækjum fyrirtækja. Íbúðarhúsin urðu lífeyrir fólks. Verðbólgu- gróði lántakenda á árum áður þótti mjög ósanngjarn. Fé var flutt frá sparifjáreigendum til skuldara. Á endanum varð minna um þjóð- arsparnað og mikil eyðsla tók við. Með verðtryggingunni hefur líf- eyrissjóðum verið bjargað og gott betur; þeir standa flestir mjög vel. Dæmið hefur núna snúist við. Lántakendur eru í verðbólgunni illa leiknir eftir hrikalegar hækkanir vegna verðtryggingarinnar. Nú þarf að skera þá úr snörunni eða öllu heldur að forða því að fleiri verði ekki gjaldþrota vegna hækkandi skulda á meðan eignir hrynja í verði – og lánastofnanir fara á taugum yfir skuldastöðunni. Stjórnvöld hafa komið sparifjáreigendum til aðstoðar í bankakrísunni með því að tryggja allar innstæður, hversu háar sem þær eru. Jafnframt hafa stjórnvöld mokað 200 milljörðum í peningamarkaðsreikninga sem þeim bar engin skylda til að setja krónu í. Nú er tími dekurs við sparifjáreigendur að baki og kominn tími til að létta á skuldurum og lántakendum tímabundið svo hjól atvinnulífsins geti farið að snúast almennilega. Nú er mikilvægt að þjóðin eyði í stað þess að spara. Það heldur fyrirtækjum gangandi, það heldur hringrásinni á milli fyr- irtækja, heimila og bankakerfisins gangandi. hverjir eiga lífeyrissjóðina? Það vekur athygli mína hvað margir stjórnmálamenn eru á móti því að festa vísitöluna og koma þannig í veg fyrir að óvæntur verð- bólgukúfur setti þúsundir heimila og fyrirtækja á höfuðið. Svörin eru yfirleitt mjög stuttaraleg; að þetta sé ekki hægt vegna þess skaða sem Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðirnir yrðu fyrir. Með því að frysta vísitöluna er ekki verið að gefa lántakendum verðbæturnar sem þegar eru fallnar á lánin. Bíðið við; hvað ætlar Íbúðalánasjóður að gera þegar verðbólgan verður komin niður í núll- prósent og engar verðbætur koma til sögunnar? Varla fer Íbúðalána- sjóður á höfuðið við það. Forsíðugrein 28 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 Andmælendur segja það glapræði við „núverandi aðstæður“ að afnema verðtryggingu með því að frysta vísitöluna því samningum sé þá rift og við taki óverðtryggð langtímalán sem beri 20 til 30% vexti vegna verðbólgunnar. svar: Það hefur auðvitað engan tilgang að frysta vísitöluna og aftengja þannig verðtryggingu til að draga úr fjármagnskostn- aði ef vextir eru hækkaðir á móti sem verðtryggingunni nemur. Frysting vísitölunnar merkir einmitt að ekki þarf að spretta upp lánasamningum. Verðtryggingin er áfram í samningunum en frekari hækkun hennar yrði stöðvuð með því að frysta vísitöluna næstu þrjú árin. Andmælendur segja að aðeins yrði hægt að banna verðtryggingu á nýjum samningum. Ekki væri hægt að afnema hana í gömlum samningum og láta hana virka afurvirkt því það myndi fela í sér eignaupptöku sem samrýmdist ekki stjórnar- skránni. svar: Frysting vísitölunnar merkir að gamlir samningar og nýir eru áfram með verðtryggingu vegna kosta jafngreiðslukerfisins. En þegar vísitalan er fryst kemur ekki til kasta verðtrygging- arinnar þótt verðbólgan fari úr böndum m.a. vegna gengisfalls krónunnar. Var það brot á stjórnarskránni á árum áður þegar sparifjáreigendur lifðu við neikvæða ávöxtun áður en verðtrygg- ing kom til sögunnar? Andmælendur segja að verðtryggingin sé óhjá- kvæmilegur fylgifiskur krónunnar og óhjákvæmilegur kostnaður við að hafa hana. lausnin sé ekki að afnema verðtryggingu heldur að taka upp nýjan gjaldmiðil. svar: Nýr gjaldmiðill er framtíðarmúsík og á auðvitað ekkert skylt við skyndihjálpina sem þarf að veita til að blása lífi í „núverandi aðstæður“, þ.e. NÚNA Bíðið við; ætla menn að bíða í 10 ár svo hægt sé að skipta um gjaldmiðil? Andmælendur segja að frysting vísitölunnar sé þjófnaður frá eldra fólki og lífeyrissjóðunum sem fari á mis við umsamdar verðbætur í verðbólgu. Verðtrygging sé samningsatriði og enginn hafi á undanförnum árum verið neyddur til að taka verðtryggt lán. svar: Gott og vel. En atvinnulífið er uppspretta lífeyrissparnaðar í landinu og verðtrygging og okurvextir eru að setja það á höf- uðið. Veikt atvinnulíf merkir veika lífeyrissjóði. Sterkt atvinnu- líf merkir sterka lífeyrissjóði. Hér bítur verðtryggingin í skottið á sér. Við blasir mjög veikt atvinnulíf vegna verðtryggingar og okurvaxta þar sem þúsundir fyrirtækja eru að fara á höfuðið og tugþúsundir launþega eru að missa vinnuna. Þeir borga ekki í lífeyrissjóði á meðan. Kannski andmælendur kalli skerðingu líf- eyrisréttinda, sem er óhjákvæmileg í kjölfarið, „þjófnað“ frá líf- eyrissjóðunum. rAddir GEGN AFNÁMi VErÐTrYGGiNGAr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.