Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 44

Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 s p r o T a f y r i r T æ K i M á n a ð a r i n s Valka hf. er dæmigerður sproti. Helgi Hjálmarsson hafði áður unnið hjá Marel að lausn á þessu sama vandamáli við pökkun á ferskum fiski. Þegar ákveðið var að hætta að vinna að þessu verkefni þar ákvað Helgi að stofna eigið fyrirtæki um mögulega lausn. Hann byrjaði einn í bílskúr í Kópavogi árið 2003. „Valka er stytting á Valkyrja,“ segir Helgi. „Ein merking þess er kröftugur kvenmaður, sem Valka er óðum að verða.“ Núna eru sex menn í fastri vinnu hjá Völku. Auk þess er fyrirtækið í samvinnu bæði við viðskiptavini sína og háskólamenn eins og Yngva Björnsson hjá Gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík. Valka er einnig í samstarfi við Davíð Halldór Kristjánsson en hann vinnur að mastersverkefni í tölvusjón við danska tækniháskólann DTU. Vél- arnar frá Völku eru „gáfaðar“ ekki síður en starfsmennirnir. „Fersk fiskstykki eru mjúk,“ segir Helgi. „Viðfangsefnið var að koma þessari viðkvæmu vöru óskemmdri í pakka og um leið að tryggja jafna þyngd á öllum pökkunum.“ Vél sem ræður við þessi verkefni þarf að vera mjúkhent, minnisgóð og gáfuð. Fiskstykkin mega ekki merjast og eyðileggjast og vélin þarf að muna þyngd á mörgum fiskstykkjum á hringekju. Síðan velur hún saman stykki af réttri þyngd til að fá jafnan þunga á öllum pökk- unum. Þetta bætir nýtinguna á fiskinum, fer betur með hráefnið og kemur í veg fyrir yfirvigt á mörgum pökkum – og sparar vinnuafl. En er það ekki þversögn að margar hugmyndir, sem unnið er að í sprotafyrirtækjum, ganga oft út á að fækka starfsfólki? „Nei, því aukin sjálfvirkni tryggir störf þeirra sem eru heima,“ segir Helgi. „Valið stendur á milli þess að flytja alla starfseina til láglauna- landa. Þetta er spurning um að vera samkeppnisfær með því að vél- væða einhæfustu störfin.“ seinkanir vegna kreppunnar Umrædd pökkunarvél er núna í notkun hjá Ný-fiski í Sandgerði. Önnur hliðstæð pökkunarlína er hjá HB-Granda í Reykjavík. Hjá Völku er einnig unnið að fleiri svipuðum hugmyndum sem ganga út Fyrir sex árum ákvað helgi Hjálmarsson vélaverkfræðingur að stofna fyrirtæki um litla hugmynd: Sjálfvirka pökkun á ferskum fiski. Þetta er viðkvæmara mál – í bókstaf- legum skilningi – en margir halda og enginn hafði leyst fyrr en Valka í Kópavogi kynnti fyrstu RapidAligner vélina fyrir einu ári. texti: gísli kristjánsson • Mynd: geir ólafsson Lán að fá engin bankaLán HelGi HJálMArSSOn HJá HátæKniFyrirtæKinu VölKu:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.