Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 44
44 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
s p r o T a f y r i r T æ K i M á n a ð a r i n s
Valka hf. er dæmigerður sproti. Helgi Hjálmarsson hafði áður unnið
hjá Marel að lausn á þessu sama vandamáli við pökkun á ferskum
fiski. Þegar ákveðið var að hætta að vinna að þessu verkefni þar ákvað
Helgi að stofna eigið fyrirtæki um mögulega lausn. Hann byrjaði
einn í bílskúr í Kópavogi árið 2003.
„Valka er stytting á Valkyrja,“ segir Helgi. „Ein merking þess er
kröftugur kvenmaður, sem Valka er óðum að verða.“
Núna eru sex menn í fastri vinnu hjá Völku. Auk þess er fyrirtækið
í samvinnu bæði við viðskiptavini sína og háskólamenn eins og Yngva
Björnsson hjá Gervigreindarsetri Háskólans í Reykjavík. Valka er
einnig í samstarfi við Davíð Halldór Kristjánsson en hann vinnur að
mastersverkefni í tölvusjón við danska tækniháskólann DTU. Vél-
arnar frá Völku eru „gáfaðar“ ekki síður en starfsmennirnir.
„Fersk fiskstykki eru mjúk,“ segir Helgi. „Viðfangsefnið var að
koma þessari viðkvæmu vöru óskemmdri í pakka og um leið að
tryggja jafna þyngd á öllum pökkunum.“
Vél sem ræður við þessi verkefni þarf að vera mjúkhent, minnisgóð
og gáfuð. Fiskstykkin mega ekki merjast og eyðileggjast og vélin þarf
að muna þyngd á mörgum fiskstykkjum á hringekju. Síðan velur hún
saman stykki af réttri þyngd til að fá jafnan þunga á öllum pökk-
unum. Þetta bætir nýtinguna á fiskinum, fer betur með hráefnið og
kemur í veg fyrir yfirvigt á mörgum pökkum – og sparar vinnuafl.
En er það ekki þversögn að margar hugmyndir, sem unnið er
að í sprotafyrirtækjum, ganga oft út á að fækka starfsfólki?
„Nei, því aukin sjálfvirkni tryggir störf þeirra sem eru heima,“ segir
Helgi. „Valið stendur á milli þess að flytja alla starfseina til láglauna-
landa. Þetta er spurning um að vera samkeppnisfær með því að vél-
væða einhæfustu störfin.“
seinkanir vegna kreppunnar
Umrædd pökkunarvél er núna í notkun hjá Ný-fiski í Sandgerði.
Önnur hliðstæð pökkunarlína er hjá HB-Granda í Reykjavík. Hjá
Völku er einnig unnið að fleiri svipuðum hugmyndum sem ganga út
Fyrir sex árum ákvað helgi Hjálmarsson
vélaverkfræðingur að stofna fyrirtæki um
litla hugmynd: Sjálfvirka pökkun á ferskum
fiski. Þetta er viðkvæmara mál – í bókstaf-
legum skilningi – en margir halda og enginn
hafði leyst fyrr en Valka í Kópavogi kynnti
fyrstu RapidAligner vélina fyrir einu ári.
texti: gísli kristjánsson • Mynd: geir ólafsson
Lán að
fá engin
bankaLán
HelGi HJálMArSSOn
HJá HátæKniFyrirtæKinu VölKu: