Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 45

Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 45
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 45 s p r o T a f y r i r T æ K i M á n a ð a r i n s á sjálfvirka meðferð á fiski. Og það er áhugi í öðrum löndum á vél- unum frá Völku – það eru lönd eins og Noregur, Færeyjar, Kanada og Danmörk – en kreppan í vetur tefur fyrir. „Kreppan veldur seinkunum og að pantanir fara í bið mjög seint,“ segir Helgi. „Það eru jafnvel dæmi um að heimild fyrir láni hafi verið afturkölluð og verkefni fara í bið mjög seint.“ Þetta er kreppan eins og hún birtist hjá Völku. Það er óvissa en hins vegar bendir Helgi á að viðskiptavinir Völku séu fyrirtæki með framleiðslu sem eftirspurn er eftir. En hann kvartar undan íslensku krónunni og óvissu um þróun á gengi hennar. Og líka því að álitið, sem íslensk fyrirtæki nutu áður, beið hnekki í bankahruninu. Kemur til greina að flytja fyrirtækið úr landi? „Nei, aðstæður hér á landi eru góðar til að standa að þessari þróun- arvinnu,“ segir Helgi. „Hins vegar gætum við neyðst til fara úr landi ef enginn vill eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki.“ engin bankalán Hrun íslensku bankanna hefur hins vegar ekki beinlínis áhrif á rekst- urinn. Valka er skuldlaust fyrirtæki og hefur engin bankalán. „Það var enga fyrirgreiðslu að fá í bönkunum,“ segir Helgi. „Eng- inn banki tók áhættu á að lána manni sem var að þróa einhverja hugmynd í bílskúr. Það bjargaði okkur mörgum í þessum sprotafyr- irtækjum að við fengum engin lán.“ Helgi segir að fjármagn í fyrirtækinu sé fyrst og fremst hlutaféð, sem meðal annars hefur komið frá Nýsköpunarsjóði, og síðan styrkir frá ýmsum sjóðum, svo sem AVS-sjóðnum og Tækniþróunarsjóði. Núna er Nýsköpunarsjóður einn hluthafa í Völku ásamt Helga og sjö einkafjárfestum. Þar á meðal eru menn eins og Hermann Kristj- ánsson, framkvæmdastjóri tæknifyrirtækins Vaka, en hann hefur mikla reynslu í uppbyggingu tæknifyrirtækja. Upphaflega átti Helgi fyrirtækið einn. Hann segir einnig að Valka hafi frá upphafi haft aukatekjur af sölu á forritum. Því hafi Valka getað staðið á eigin fótum og ekki þurft svo mikið fé. „Við höfum unnið að þróun okkar búnaðar í samvinnu við við- skiptavinina,“ segir Helgi. „Viðskiptavinirnir eru fáir og þessi sam- vinna er ein af undirstöðum fyrirtækisins.“ sami maður í öllum deildum Helgi nefnir þrjá lærdóma sem hann dregur af reynslu sinni við að koma Völku á legg. Fyrsta er þolinmæði. Það má ekki fara of hratt af stað og safna skuldum. „Frumkvöðullinn verður að sætta sig við að þetta tekur tíma, lengri tíma en menn halda í fyrstu,“ segir Helgi. Annað er að vera skipulagður. „Þótt frumkvöðullinn sé bara einn í vinnu verður hann að skipuleggja fyrirtækið eins og þar væru margar deildir,“ segir Helgi. „Stundum er þessi eini maður með hatt sölumannsins á höfðinu, stundum með hatt innkaupastjórans og stundum er hann í bókhaldinu. Þessu þarf að halda aðgreindu og ekki má gleyma að sinna tengslanetinu.“ Þriðja atriðið er að sækja fé í styrktarsjóði. „Til að fá styrki verða menn að geta sýnt fram á að þeir séu að vinna að lausn á raunveru- legu vandamáli,“ segir Helgi. „Og lausnin verður að vera raunhæf og framkvæmanleg.“ Helgi Hjálmarsson vélaverkfræðingur stofnaði Völku árið 2003.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.