Frjáls verslun - 01.01.2009, Síða 45
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 45
s p r o T a f y r i r T æ K i M á n a ð a r i n s
á sjálfvirka meðferð á fiski. Og það er áhugi í öðrum löndum á vél-
unum frá Völku – það eru lönd eins og Noregur, Færeyjar, Kanada
og Danmörk – en kreppan í vetur tefur fyrir.
„Kreppan veldur seinkunum og að pantanir fara í bið mjög seint,“
segir Helgi. „Það eru jafnvel dæmi um að heimild fyrir láni hafi verið
afturkölluð og verkefni fara í bið mjög seint.“
Þetta er kreppan eins og hún birtist hjá Völku. Það er óvissa en
hins vegar bendir Helgi á að viðskiptavinir Völku séu fyrirtæki með
framleiðslu sem eftirspurn er eftir. En hann kvartar undan íslensku
krónunni og óvissu um þróun á gengi hennar. Og líka því að álitið,
sem íslensk fyrirtæki nutu áður, beið hnekki í bankahruninu.
Kemur til greina að flytja fyrirtækið úr landi?
„Nei, aðstæður hér á landi eru góðar til að standa að þessari þróun-
arvinnu,“ segir Helgi. „Hins vegar gætum við neyðst til fara úr landi
ef enginn vill eiga viðskipti við íslensk fyrirtæki.“
engin bankalán
Hrun íslensku bankanna hefur hins vegar ekki beinlínis áhrif á rekst-
urinn. Valka er skuldlaust fyrirtæki og hefur engin bankalán.
„Það var enga fyrirgreiðslu að fá í bönkunum,“ segir Helgi. „Eng-
inn banki tók áhættu á að lána manni sem var að þróa einhverja
hugmynd í bílskúr. Það bjargaði okkur mörgum í þessum sprotafyr-
irtækjum að við fengum engin lán.“
Helgi segir að fjármagn í fyrirtækinu sé fyrst og fremst hlutaféð,
sem meðal annars hefur komið frá Nýsköpunarsjóði, og síðan styrkir
frá ýmsum sjóðum, svo sem AVS-sjóðnum og Tækniþróunarsjóði.
Núna er Nýsköpunarsjóður einn hluthafa í Völku ásamt Helga og
sjö einkafjárfestum. Þar á meðal eru menn eins og Hermann Kristj-
ánsson, framkvæmdastjóri tæknifyrirtækins Vaka, en hann hefur
mikla reynslu í uppbyggingu tæknifyrirtækja. Upphaflega átti Helgi
fyrirtækið einn.
Hann segir einnig að Valka hafi frá upphafi haft aukatekjur af sölu
á forritum. Því hafi Valka getað staðið á eigin fótum og ekki þurft
svo mikið fé.
„Við höfum unnið að þróun okkar búnaðar í samvinnu við við-
skiptavinina,“ segir Helgi. „Viðskiptavinirnir eru fáir og þessi sam-
vinna er ein af undirstöðum fyrirtækisins.“
sami maður í öllum deildum
Helgi nefnir þrjá lærdóma sem hann dregur af reynslu sinni við að
koma Völku á legg.
Fyrsta er þolinmæði. Það má ekki fara of hratt af stað og safna
skuldum.
„Frumkvöðullinn verður að sætta sig við að þetta tekur tíma,
lengri tíma en menn halda í fyrstu,“ segir Helgi.
Annað er að vera skipulagður. „Þótt frumkvöðullinn sé bara
einn í vinnu verður hann að skipuleggja fyrirtækið eins og þar væru
margar deildir,“ segir Helgi. „Stundum er þessi eini maður með hatt
sölumannsins á höfðinu, stundum með hatt innkaupastjórans og
stundum er hann í bókhaldinu. Þessu þarf að halda aðgreindu og
ekki má gleyma að sinna tengslanetinu.“
Þriðja atriðið er að sækja fé í styrktarsjóði. „Til að fá styrki verða
menn að geta sýnt fram á að þeir séu að vinna að lausn á raunveru-
legu vandamáli,“ segir Helgi. „Og lausnin verður að vera raunhæf og
framkvæmanleg.“
Helgi Hjálmarsson
vélaverkfræðingur
stofnaði Völku árið 2003.