Frjáls verslun - 01.01.2009, Page 49
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 49
b æ K U r
einstaklinganna sem hana mynda. Allt
þetta byggist á trausti í samskiptum og
gagnkvæmri virðingu.
Jafnvægi verður að vera milli þessara
venja, við verðum að vinna jafnt inn á
við sem út á við. Við takmörkum árangur
okkar með því að einblína um of inn á við
og gleyma því að við þurfum að vinna með
öðrum. Að sama skapi megum við ekki
einvörðungu einbeita okkur að því að verða
góð í samskiptum eða skilja þá aðila sem við
vinnum með og láta vera að eyða tíma í að
skapa okkur persónulega sýn.
Síðasta venjan er nokkurs konar viðhalds-
venja en hún segir okkur að vera stöðugt að
huga að þeim verkfærum sem við höfum
til að bæta hæfni okkar. Það að ná árangri
er sambland þess að vinna verkefnin og að
vinna í að bæta hæfni okkar til að vinna
þau.
Í gegnum allar venjurnar speglast það
mikilvæga atriði að beina orkunni að því sem
við höfum stjórn á, sem skilgreinir hegðun
þeirra sem taka ábyrgð á aðstæðum. Þeir
sem bregðast einvörðungu við aðstæðum
beina gjarnan orkunni að því sem þeir hafa
ekki stjórn á. Með þá hegðun ríkjandi er
ljóst að ekki næst mikill árangur.
fyrir hverja
Bókin er fyrir alla þá sem vilja ná meiri
árangri í því sem þeir taka sér fyrir hendur.
Hún er einkar góð fyrir þá sem finnst þeir
fastir í sama farinu, stjórnendur jafnt sem
starfsmenn, og vilja brjótast úr viðjum van-
ans. Stjórnandi sem nær árangri er sá sem
hjálpar fólkinu sínu að ná árangri. Með því
skapast arður innan fyrirtækja. Aðeins með
því að breyta venjum okkar getum við náð
meiri árangri en það er hægara sagt en gert.
Hver við erum ákvarðast af venjum okkar
og því getur verið mikið átak að breyta
þeim. Þegar það tekst getum við verið full-
viss um að ná auknum árangri í viðfangs-
efnum okkar.
7 venJUr
taktu ábyrgð – í stað þess 1.
að bregðast einvörðungu við
aðstæðum.
hafðu endinn í huga – gefðu þér 2.
tíma til að skapa persónulega
framtíðarsýn og markmið.
Byrjaðu á byrjuninni – verðu tíma 3.
þínum í það sem samræmist sýn
þinni og þeim hlutverkum sem þú
skilgreinir fyrir líf þitt.
hafðu hag beggja að leiðarljósi í 4.
samningum og samskiptum.
leitastu við að skilja aðra áður en 5.
þú ferð fram á að aðrir skilji þig.
leitastu við að skapa heild sem er 6.
sterkari en summa einstaklingana
sem hana mynda.
Brýndu öxina – aðeins með því 7.
að bæta stöðugt við hæfni okkar
getum við náð hámarksárangri.
Hvað viltu?
sjáðu lokatakmarkið
fyrir þér; gefðu
þér tíma til að
skapa persónulega
framtíðarsýn og
markmið.
Sthephen R. Covey og Barak Obama, Bandaríkjaforseti.