Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9
Við erum þakklát fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur á þeim
stutta tíma sem Opni háskólinn
í Háskólanum í Reykjavík hefur
starfað en á síðasta ári var tekið
á móti 7000 nemendum um
gáttir skólans,“ segir Guðrún
Högnadóttir framkvæmdastjóri.
Í þessum hópi er allt frá æðstu
stjórnendum landsins, til milli-
stjórnenda og lykilstarfsfólks, til
grunnskólabarna sem læra hug-
búnaðarverkfræði og latínu með
AdAstra á laugardögum í Opna
háskólanum.
„Áhersla er lögð á
fagmennsku, kraft og gleði
í starfi Opna háskólans,“
segir Guðrún. „Við fáum
firnagóða endurgjöf um áhrif
námskeiða okkar bæði frá
þátttakendum og fyrirtækjum.
Opni háskólinn var stofnaður
til að virkja þekkingu í þágu
íslensks atvinnulífs. „Gaman
er að segja frá því að þrátt fyrir
þessar erfiðu áskoranir sem við
stöndum frammi fyrir er aukin
aðsókn í margar námsleiðir
Opna háskólans, sérstaklega hjá
FagMennt þar sem fólk sækir
meðal annars diplómanám,
löggildingarnám og ýmis
fagnámskeið.“
námsleiðir breytast
Framboð námsleiða hjá Stjórn-
Mennt hefur breyst í takt við
breyttar þjóðfélagsaðstæður.
Sem dæmi má nefna lotur eins
og „Áskoranir stjórnenda í erf-
iðu árferði“. Þar eru teknar
fyrir ýmsar leiðir stjórnenda til
að reyna að stýra því sem stýra
má; lækka rekstrarkostnað, taka
faglega á erfiðum starfsmanna-
viðtölum, efla traust og stýra
markaðsstarfi í kröppum dansi.
Við finnum fyrir mikilli tryggð
hjá fyrirtækjum. Þau hafa mörg
síður en svo dregið úr fjárfest-
ingunni í starfsþróun og gera
sér grein fyrir hversu mikilvægt
er að hlúa vel að sínum mann-
auði.“
Í vetur fara af stað níu nýjar
diplómalínur til háskólaeininga.
Fimm þeirra eru þegar fullbók-
aðar. „Diplómanám í kínverskri
menningu og viðskiptaháttum
hefst í mars,“ segir Guðrún.
„Kína er stærsta hagkerfi heims,
þar er mikill hagvöxtur og gríð-
arlegur metnaður á sviði mennt-
unar og viðskipta. Við kynnum
Íslendingum tækifæri í Asíu
bæði út frá menningu og við-
skiptaháttum enda ýmislegt sem
huga þarf að varðandi leikreglur
og kúltúr. Önnur nýjung er
diplómanám í auðlindastjórnun
sem hefst í mars. Þar rýnum
við í sóknarfæri á sviði orku-
mála, loftslagsbreytinga og auð-
lindastjórnunar og fáum marga
helstu sérfræðinga landsins í
kennslu.“
Menntun mikilvæg
á umbrotatímum
Guðrún leggur mikla áherslu
á mikilvægi menntunar á
umbrotatímum og segir að
lokum: „Aukin menntun ein-
staklinga og meiri þekking
þjóðar eykur hagvöxt samfélaga
og tekjur nemenda, dregur úr
atvinnuleysi, eykur félagslegan
jöfnuð, bætir andlega og lík-
amlega heilsu, eykur vinnu-
framleiðni og nýsköpun, bætir
rekstur fyrirtækja og samkeppn-
ishæfni og ýtir undir sjálfbærni
samkvæmt rannsóknum OECD
& UNESCO o.fl. Þekking er
okkar sanni þjóðarauður og
menntun er líklega öruggasta
fjárfestingin sem við eigum völ
á, hvort sem litið er á hag heild-
arinnar eða einstaklingsins.“
Þekking er
þjóðarauður
Guðrún Högnadóttir er framkvæmdastjóri Opna háskólans í
Háskólanum í Reykjavík.
opNi HÁSkóLiNN Í HÁSkóLaNUM Í ReykJaVÍk
„Áhersla er lögð á
fagmennsku, kraft
og gleði í starfi opna
háskólans.“