Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 64

Frjáls verslun - 01.01.2009, Qupperneq 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 Við erum þakklát fyrir þann mikla árangur sem náðst hefur á þeim stutta tíma sem Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík hefur starfað en á síðasta ári var tekið á móti 7000 nemendum um gáttir skólans,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri. Í þessum hópi er allt frá æðstu stjórnendum landsins, til milli- stjórnenda og lykilstarfsfólks, til grunnskólabarna sem læra hug- búnaðarverkfræði og latínu með AdAstra á laugardögum í Opna háskólanum. „Áhersla er lögð á fagmennsku, kraft og gleði í starfi Opna háskólans,“ segir Guðrún. „Við fáum firnagóða endurgjöf um áhrif námskeiða okkar bæði frá þátttakendum og fyrirtækjum. Opni háskólinn var stofnaður til að virkja þekkingu í þágu íslensks atvinnulífs. „Gaman er að segja frá því að þrátt fyrir þessar erfiðu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir er aukin aðsókn í margar námsleiðir Opna háskólans, sérstaklega hjá FagMennt þar sem fólk sækir meðal annars diplómanám, löggildingarnám og ýmis fagnámskeið.“ námsleiðir breytast Framboð námsleiða hjá Stjórn- Mennt hefur breyst í takt við breyttar þjóðfélagsaðstæður. Sem dæmi má nefna lotur eins og „Áskoranir stjórnenda í erf- iðu árferði“. Þar eru teknar fyrir ýmsar leiðir stjórnenda til að reyna að stýra því sem stýra má; lækka rekstrarkostnað, taka faglega á erfiðum starfsmanna- viðtölum, efla traust og stýra markaðsstarfi í kröppum dansi. Við finnum fyrir mikilli tryggð hjá fyrirtækjum. Þau hafa mörg síður en svo dregið úr fjárfest- ingunni í starfsþróun og gera sér grein fyrir hversu mikilvægt er að hlúa vel að sínum mann- auði.“ Í vetur fara af stað níu nýjar diplómalínur til háskólaeininga. Fimm þeirra eru þegar fullbók- aðar. „Diplómanám í kínverskri menningu og viðskiptaháttum hefst í mars,“ segir Guðrún. „Kína er stærsta hagkerfi heims, þar er mikill hagvöxtur og gríð- arlegur metnaður á sviði mennt- unar og viðskipta. Við kynnum Íslendingum tækifæri í Asíu bæði út frá menningu og við- skiptaháttum enda ýmislegt sem huga þarf að varðandi leikreglur og kúltúr. Önnur nýjung er diplómanám í auðlindastjórnun sem hefst í mars. Þar rýnum við í sóknarfæri á sviði orku- mála, loftslagsbreytinga og auð- lindastjórnunar og fáum marga helstu sérfræðinga landsins í kennslu.“ Menntun mikilvæg á umbrotatímum Guðrún leggur mikla áherslu á mikilvægi menntunar á umbrotatímum og segir að lokum: „Aukin menntun ein- staklinga og meiri þekking þjóðar eykur hagvöxt samfélaga og tekjur nemenda, dregur úr atvinnuleysi, eykur félagslegan jöfnuð, bætir andlega og lík- amlega heilsu, eykur vinnu- framleiðni og nýsköpun, bætir rekstur fyrirtækja og samkeppn- ishæfni og ýtir undir sjálfbærni samkvæmt rannsóknum OECD & UNESCO o.fl. Þekking er okkar sanni þjóðarauður og menntun er líklega öruggasta fjárfestingin sem við eigum völ á, hvort sem litið er á hag heild- arinnar eða einstaklingsins.“ Þekking er þjóðarauður Guðrún Högnadóttir er framkvæmdastjóri Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík. opNi HÁSkóLiNN Í HÁSkóLaNUM Í ReykJaVÍk „Áhersla er lögð á fagmennsku, kraft og gleði í starfi opna háskólans.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.