Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 68

Frjáls verslun - 01.01.2009, Side 68
68 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 9 HORFT TIL FRAMTÍÐAR skrifstofunám „Það skipti heilmiklu fyrir mig“ Elsa Dóra Gunnarsdóttir var með grunnskólapróf og vann í söluturni þegar hún hóf nám við tölvuskólann isoft – þekking haustið 2007 en hún skráði sig í skrifstofunám. „Þetta nám hentar öllum,“ segir hún en námið stóð yfir í eina önn. á meðal þess sem var kennt var Windows- tölvugrunnur, skjalavarsla, Word, Excel, PowerPoint glærukynningar, verslunarreikningur, bókhaldsgrunnur, tölvubókhald, tollskýrslugerð og tjáning og framkoma. Elsa Dóra fékk diplóma í janúar í fyrra. Hún vinnur nú hjá Betware þar sem hún er í móttökunni auk þess að aðstoða fjármálastjóra og bókara fyrirtækisins. „Það skipti heilmiklu fyrir mig að fara í þetta nám en það býður að mörgu leyti upp á öryggi á vinnumarkaði. Þá var mjög þroskandi að stíga þetta skref úr sjoppunni og yfir í svona stórt fyrirtæki eins og Betware er; mér þótti þó ekki leiðinlegt að vinna í sjoppunni en mig vantaði eitthvað nýtt í lífið. mér finnst nýja starfið þó virðingarmeira gagnvart sjálfri mér og meira krefjandi.“ Elsa Dóra hefur hug á að sækja frekara nám hjá sama skóla. Elsa Dóra Gunnarsdóttir. „Þá var mjög þroskandi að stíga þetta skref úr sjoppunni og yfir í svona stórt fyrirtæki eins og Betware er; mér þótti þó ekki leiðinlegt að vinna í sjoppunni en mig vantaði eitthvað nýtt í lífið.“ margir eru í atvinnuleit á Íslandi og margir um hvert laust starf. Gott er að undirbúa sig vel fyrir atvinnuviðtal. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent í mann- auðsstjórnun við Háskóla Íslands, segir að umsækjandi þurfi að vera reiðubúinn að svara ýmsum persónulegum spurningum, sem meðal annars geta snúið að styrkleikum og veikleikum viðkom- andi, menntun og reynslu. „stundvísi og kurteisi er gulls ígildi. framkoma skipti miklu máli, þéttingsfast handtak í upphafi segir heilmikið og það sama má segja um klæðaburð og snyrti- mennsku. mikilvægt er að tala ekki nei- kvætt um fyrrverandi vinnuveit- enda eða vinnufélaga því sjaldan veldur einn þá tveir deila. Þá er mikilvægt að kynna sér vel fyr- irtækið og stöðuna sem verið er að ráða í. Jákvæðni og áhuga- semi um starfið og fyrirtækið getur ráðið úrslitum. mikilvægt er fyrir umsækjendur sjálfa að spyrja réttu spurninganna; launaliðurinn má ekki vera rauði þráðurinn heldur starfið sjálft og starfsþróun í kringum það.“ Gylfi bendir á að við ráðningu sé gjarnan stuðst við margar aðferðir svo sem persónuleika- próf, vinnusýnishorn, matsmið- stöðvar og meðmæli. „Algengasta aðferðin eru svo- kölluð stöðluð viðtöl. Þau geta annars vegar byggst á hegðunar- tengdum viðtölum þar sem litið er til fortíðar þar sem gengið er út frá því að frammistaða í fyrra starfi geti spáð ágætlega fyrir frammistöðu í framtíðinni. með aðstæðubundnum viðtölum er hins vegar verið að líta til fram- tíðar og umsækjandi beðinn um að svara eða leysa úr hugs- anlegum aðstæðum sem geta komið upp. Því hefur stundum verið haldið fram að sá sem ann- ast ráðningu taki ákvörðun um slíkt á fyrstu 30–60 sekúndum ráðningarviðtals.“ ráðninGArviðtöl Jákvæðni og áhugi geta ráðið úrslitum Gylfi Dalmann Aðalsteinsson. „Stundvísi og kurteisi er gulls ígildi. Framkoma skiptir miklu máli, þéttingsfast handtak í upphafi segir heil- mikið og það sama má segja um klæðaburð og snyrtimennsku.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.